Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Lð2fíl Er Elvis Presley dauðvona? í fimmta skipti á þremur árurn var rokk-kóngurinn lagður inn á spítala Elvis árið 1970. Margt bendir til þess, að Elvis Presley þjáist af sama sjúk- dómi og Pompidou Frakklands- forseti dó úr. ELVIS PRESLEY, sem hefur verið stjarna í skemmtanaheim- í(Ki íii i tuttugu ár hefur dregið sig inn í algjört myrkur. Eftir að hann féll saman á gestahljómleikum i Hiltonhótel- inu i Las Vegas, liggur hann á Baptistasjiíkrahúsinu i Memphis I Tennessee-fylki. Alþynnur eru fyrir gluggunum i sjúkraherbergi hansog kolamyrkur rikir þar lika daginn. Hula rikir lika yfir þvi, hvað þjáir Rock'n Roll-kónginn Elvis Presley. Opinberlega er sagt að hann sé uppgefinn og þarfnist hvildar. En margt bendir til, að um eitthvað miklu alvarlegra sé að ræða. Þetta er i fimmta skipti á þremur árum, sem Elvis er lagður inn á sjúkrahús. í vor gekkst hann und- ir þarmauppskurð. Siðan er hann I stöðugri Cortison-meðhöndlun. Cortison er lyf sem stöðvar bólg- ur, en blæs um leið upp likamann. Pompidou frakklandsforseti var með krabbamein og var i Corti- sonmeðhöndlun. Þeir sem þekkja Elvis, óttast að hann sé lika með þennan hræðilega sjúkdóm. Þegar hann kom fram i Las Vegas, þekktu áhangendur hans hann varla. Hann var uppstökkur og taugaóstyrkur. Andlitið var þrút- ið rétt eins og á Frakklandsfor- seta skömmu áður en hann dó. t opinberum skýrslum sjúkra- hiissins um heilsu sjúklingsins, kemur orðið „krabbamein" ekki fyrir. Læknar tala aðeins um þarmasjúkleika og kenna um' óhollu mataræði. Uppáhaldsfæða milljónamæringsins er: Ham- borgarar, franskar kartöflur, pylsur, kartöfluflögur og kynstrin öll af is. Elvis, sem með fettum og brett- um hins granna likama sins heill- aði heila kynslóð, er nú, þegar hann er fertugur, 20 kilóum of þungur, hægfara og silalegur. Eldmóðurinn er horfinn og hann þjáist af þunglyndi. A siðustu tón- leikunum virtist hann þreyttur og gat ekki einbeitt sér. Gagnrýnendur skrifuðu, að hann væri ekki lengur sá, sem hann var áður. Maðurinn, sem stóð enn einu sinni á sviðinu, bar feigðarlit. Elskan, bara aö tekjurnar færu svona örtupp á viö eins og hitinn I þér. *S2r> //-** DENNI DÆAAALAUSI Þetta er mamma mln. Og svo á ég lfka hund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.