Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 6
ó TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. I Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 95 Baöstofa, dyraloft og fjósburst á Horni 1936 Hornbjarg er frægt frá fornu fari. Haröbýlt er þarna noröur viö Ishaf og nyrztu byggöir farnar i eyöi. En hlunnindi voru og eru enn mikil. Nóg matföng og gott undir bú i góöæri, en þegar hafisinn lagöist aö landi og lá þar kannske langt fram á vor, fór aö kárna gamaniö. Býli lögöust þá i eyði, en byggðust sum aftur. ,,Á Ströndum eru fén svo veit, aö fæstir siöur eta — þeir, sem eru úr annarri sveit, en innfæddir það geta”. Svo segir i gamalli visu. Undir Hornbjargi að vestan stóö bær- inn Horn. Eru hallandi smá- hjallar grasi grónir frá sjónum og upp að bænum, sem stóð á allhárri brekkubrún, þ.e. forn- um marbakka. Fyrir neðan bakkann voru skipin geyma. Þar voru hjallar, fiskhús og þar var rekaviö staflaö seinni hluta sumars. Skipin voru sexæringur og smærri bátar. Meöfram bakkanum, allt frá Baldvins- hlein og út aö Austanmanna- kletti, mótar fyrir hleðslum, e.t.v. fornra verbúöa? A Horni voru ærin hlunnindi af eggjum og fugli, og stutt aö róa til fiskjar. Gnægö rekaviöar bæöi til bygginga og eldsneytis. Mótekja var og allgóö. Fjöru- beit ágæt þegar Is ekki hamlaði. Bústofninn var oft 2-3 kýr og um 100 fjár. Oft 20-25 manns í heimili. Eyfirzkir sjómenn komu oft aö Horni, keyptu egg og mjólk o.s.frv. Nú er Horn fariö I eyöi. Sigurgeir Falsson skrifstofu- maöur, sem kom I fóstur viku- gamall aö Horni 17. janúar 1906 og átti þar heima til 5. sept. 1924, hefur léö myndir I þennan þátt og ritaö Lýsingu þá á Horn- baöstofunni, sem hér fer á eftir. Myndin sýnir baöstofuna til vinstri, dyraloftiö meö bæjar- dyrum fyrir miöju og fjósburst til hægri. Dyraloftiö var reist áriö 1916 og búiö I þvi. A annarri mynd sést Stigshús, ljóst á lit. Til hægri sér I Fri- mannshús og bakviö þaö Al- menningaskarö, en um þaö ligg- ur leiðin suöur aö Hornbjargs- vita. Þriðja myndin sýnir Fri- mannshús. Stigshús er notað sem sumarbústaöur og gert hef- ur verið viö Frlmannshús. Á myndinni af Frimannshúsi sér á Stigshús til vinstri. Bæjar- brún gnæfir yfir. Túnið logar I sóleyjum. Á siðari hluta 19. aldar bjó at- hafnamaðurinn og listamaður- inn Stigur á Horni. Hann reisti geymslu- og smlðahús úr timbri á Horni, eitthvert hið fyrsta á þeimslóðum. Segir frá mörgu á Horni I Hornstrendingabók bls. 85-94. Fer hér á eftir frásögn Sigur- geirs Falssonar af byggingum á Horni: Hornbaðstofan Stigur Stigsson byggöi baö- stofuna á eignarjörö sinni á árunum milli 1870-1880. Aö likindum áriö 1876. Baöstofan var reist af rekaviöi I öllum máttarviöum. Stafir og fót- stykki voru tilhöggvin. Þau voru „reikuö”, sem svo var kallaö, þegar höggviö er flysiö af, og tveir kantar sléttir. Syllur, hornstafir, slár og sperrur voru sagaöar úr stórviöum. Hún var 15 álniraö lengd, sjö álna breið og fimm álna staf- hæö. Þaö voru þrjár og hálf alin af gólfbitum undir loft. Stafirnir námu eina og hálfa alin upp af slánum, sem héldu loftinu uppi. Þaö varð þvi 2ja álna „port” þegar búiö var aö þilja frá lofti yfir syllurnar og upp i súö. Fimm álnir voru af lofti I sperruklofa. Sperrurnar voru ekki látnar ná saman. Gólf og allar þiljur voru sagaöar úr rekaviöi. Allar þiljur voru plægöar. Austurgaflinn var meö stafnþili niöur aö lofti. Þar fyrir neöan torfveggur. Vesturgafl- inn var meö stafnþil niöur aö gólfi. Loft og skarsúö voru úr „dönskum” viöi. Veggir voru fullar 3 álnir aö neöan, en aðsérdregnir að ofan. Þeir voru hlaðnir af torfi og grjóti neðst en eingöngu af torf hnausum fyrir ofan miöjan vegg og hafður „strengur” á milli laga. Aö innan voru haföar veggskifur og moldinni mokaö aö þeim. Veggirnir voru óþiljaö- ir aö innan, frá gólfi uppundir loft, en veggsklfurnar lágu þétt saman, svo aö lltiö sást I mold. Veggsklfurnar voru sagaöar, eöa höggnir sléttir kantar á þær þar sem vissi inn. Viö vesturgafl var hlaöinn lágur setbekkur. A vesturgafli voru 2 fjögurra rúöna gluggar. Annar uppi, hinn niðri. Einn fjögurra rúöna gluggi var á austurstafni. Tveir voru hliðargluggar á suöur- þekju en einn gluggi sneri til noröurs vegna kvöld- og miö- nætursólarinnar. Einn gluggi var á noröurvegg gegnt bæjargöngum. Þegar Hornbaðstofan var ný- byggö þótti hún bezt bæjarhúsa I Sléttuhreppi, bæöi aö stærö og gerö. Hún bjó lengi að fyrstu gerð, en áriö 1913 var skipt um skarsúöina. Þaö var búiö I henni i 70 ár eöa til ársins 1936, svo aö ekki hefur veriö kastaö höndun- um til smiöinnar. Ariö 1936 var þessi mynd tek- in. Áriö 1938 var baöstofan rifin og veggir brotnir. Fimm voru rúmstæðin I henni undir hvorri hliö, 1 1/2 alin á breidd. Stigshús Ariö 1936 lét Stigur Haralds- son reisa þetta hús. Stigur var sonarsonur Stigs Stigssonar, þess er byggði „Hornbæinn”! Myndin er tekin 1973. Frímannshús Það hús er reist af Frlmanni Haraldssyni, bróöur Stigs. Þaö er einnig úr rekaviöi I grind og gluggum. Allt annað var af út- lendu efni. Það var byggt áriö 1924. Myndin tekin 1969. Haust viö Eyjafjörö 1975. Fé viö lambhúsið á Stóru-Hámundarstööum 14. sept. Stigshús ( 1973)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.