Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 40
B8ÉÍÉM1& > PABBABORG SÍM112234 •HERflfl GflRQURINN AÐALSTRfETI 8 Þaö var algeng sjón á föstudaginn að sjá feður með börn sin á götum úti. Sjónvarpsmenn voru fljótir að finna nafn á barnaheimilið — Pabbafiorg — og hér sést einn starfsmaður sjónvarpsins sækja barn sitt. Starfsmenn sjónvarpsins settu á fót barnaheimili á föstudaginn, þar sem einn leiktjaldamálarinn Guðmundur Karlsson var gerður að fóstra: Þar voru um þrjátiu börn þegar mest var, sýndar voru teiknimyndir, Ómar Kagnarsson skemmti, börnin voru látin teikna mynd af inóður sinni, og sitthvað fleira var gert til að gera börnun- um daginn sem ánægjulegastan. Jónina Þorsteinsdóttir, starf- stúlka á barnaheimili: Dagurinn hefur heppnazt undur vel og ég vona að hann færi okkur allt hið bezta. Markmiðið? Auðvitað að knýja fram betri kjör. Hildur Hákonardóttir, skólastjóri MHÍ: Stórkostlega og framar öllum vonum. Þetta er án efa fjölmenn- asti útifundur, sem haldinn hefur verið. Markmiðið? Nú, auðvitað að sýna fram á mikilvægi kon- unnar i þjóðfélaginu og samstöðu meðal kvenna. (Vildi ekki láta nafns sins getið): Hann heppnaðist frábærlega, samstaðan geysileg, og svo var það veðrið. Það var svo gott. Markmiðið? Ja, það er auðvitað að vekja konur til umhugsunar um stöðu sina i þjóðfélaginu og sýna fram á samstöðu þeirra um sameiginleg baráttumál. Dóra Einarsdóttir: Stórvel, árangurinn er ótrúleg- ur. Af hverju er ég i frii? Auðvitað vegna þess að það er kvennafri. Af hverju kvennafri? Nú við vilj- um auðvitað fá jafnrétti og þess vegna erum við að sýna sam- stöðu. Misrétti milli karla og kvenna rikir á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég vona bara að það verði einhver árangur af þessum aðgerðum okkar. Sólveig Tómasdóttir, sálfræði- nemi: Hann tókst mjög vel, ég er á- nægð. Ég er nú ekki viss um að hann færi okkur mikið, en vona þó að árangur verði einhver, Annars er timi klukkan fimm i dag hjá mér og ég ætla að mæta. Ég rýf ekki samstöðuna þó ég mæti i tima, þvi að ég er að læra fyrir sjálfa mig. Konurnar sem hræra i pottunum vinna hins vegar fyrir fleiri en sjálfa sig. SÍS-IÓIHJR SUNDAHÖFN Almenn þátttaka í „dömufríinu" Björn Hermannsson, tollstjóri, settist sjálfur við skiptiborðið á föstudaginn, eins og þessi mynd ber með sér. BH-Reykjavik. — Konur héldu „fridag” sinn sl. föstudag með útifundi á Lækjartorgi, sem hófst kl. 2, en strax upp úr hádeginu tók konur að drifa að og var mikið fjölmenni á fundinum, sem fór hið bezta fram i bliðviðri, sólarlausu en stilltu. Komu konur saman viða i bænum og fylktu liði til fundarins, og voru margar fylk- ingarnar fjölmennar, og víðs veg- ar að. Utanbæjarkonur fylktu liði, hafnfirzkar konur gengu frá Hljómskálanum, og voru fánar og kröfuspjöld borín i fylkingunum. Fundarstjóri á Lækjartorgi var Guðrún Erlendsdóttir, en dag- skrárstjóri Guðrún Asmundsdótt- ir. Var dagskráin hin fjölbreytt- asta og ánægjulegasta og var vel tekið af mannfjöldanum, körlum jafnt sem konum. Guðrún Á. Símonar stjórnaði fjöldasöng og lúðrasveit stúlkna úr Kópavogi lék af miklum krafti. Ávörp og ræður fluttu Aðalheið- ur Bjarnfreðsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobs- dóttir, Björg Einarsdóttir, Ást- hildur ólafsdóttir og fluttur var þáttur Kvenréttindafélags Is- lands. Einnig fluttu leikkonur þátt og kvennakór undir stjórn Jóninu Gisladóttur flutti „Kvennaslag” eftir Guðmund Guðmundsson. Utifundinum lauk um klukkan 4. Mikið fjölmenni var á götum borgarinnar, og var kvenfólkið vissulega i miklum meirihluta, a.m.k. i miðbænum og nágrenni hans. Allviða voru sjoppur opnar og þó nokkrar verzlanir og mátti sjá konur við störf sin þar, eins og ekkert væri. Hvarvetna á götum úti mátti sjá karlmenn með börn i kerrum, vögnum eða á handlegg sér.og viða á vinnustöðum mættu feður með börn sin og-settu upp myndarlegustu barnagæzlu á stöðunum. t Auusturbæjarútibúi Landsbank- ans við Laugaveg 77 gripu karl- mennirnir i bankanum til þess ráðs, að veifa hvitum fána, þegar kvenþjóðin þustiniður Laugaveg- inn i fylkingu. — Fáninn táknar uppgjöf, enda erum við i miklum minnihluta hér, sagði einn banka- maðurinn. < --------------------m. Bankastjórarnir gerðu sér litið fyrir og fóru sjálfir i afgreiðsluna á föstudaginn. Hér sést Gunnlaugur Kristjánsson, bankastjóri i Landsbankanum við afgreiðslustörf. fyrirgóóan mai ^ KJÖTÍÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Tímamyndir: G.E. og Róbert ' Sunnudagur 26. október 1975. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.