Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Sunnudagur 26. október 1975.
(JíhÍT/*
ut
GJR eru þeir leikhúsgestir
sem bíða með óþreyju eftir óper-
unniparmen, en nú fer frumsýn-
iiigardagiirinn senn aö renna upp,
en'hánn er föstudaginn 31. októ-
ber i Þjóðleikhúsinu. Þátttakend-
ur i þessari viöamiklu sýningu
verða tæplega hundrað talsins,
þegar allir eru taldir með, söngv-
arar, dansarar og hljómsveit.
Þetta er ein af fjölmennustu sýn-
ingunum á fjölum Þjóðleikhúss-
ins.
Byrjað var að æfa Carmen síð-
astliðið vor og var Carl Billich
kórstjóri, en auk þess æfði hann
alla einsöngvarana og hljóm-
sveitina. t Þjóðleikhúskórnum
eru 36 manns og 14 drengir eru I
drengjakórnum. Einsöngvararn-
ir eru 10 talsins. t aukahlutverk-
um eru 11 manns og fimm dans-
arar frá Islenzka dansflokknum
ásamt Erni Guðmundssyni. Höf-
undur dansanna er Eric Bidsted.
Leikstjóri er Jón Sigurbjörns-
son, um leikmyndir og búninga
sér Baltasar, hljómsveitarstjóri
verður Bodan Wodisko. Sigriöur
E. Magnúsdóttir fer með hlutverk
Carmen, en Ruth L. Magnússon
hefureinnig æftþaðog mun koma
fram á nokkrum sýningum. Hlut-
verk Don Jose er sungið af Magn-
úsi Jónssyni, en finnski söngvar-
inn Walton Grönroos fer með
hlutverk nautabanans Escamillo.
Hann er ráðinn við þýzku óperuna
i Berlfn og fékk leyfi þaðan til að
syngja hér á fyrstu sýningunum,
en siðan mun Jón Sigurbjörnsson
taka við.
Með önnur hlutverk fara Ing-
veldur Hjaltested.sem nú syngur
i fyrsta skipti einsöngshlutverk i
Þjóðleikhúsinu, Micaelu, unnustu
Don Jose. Með hlutverk liðsfor-
ingjans fer Hjálmar Kjartansson
og liðþjálfans Halldór Vilhelms-
son, en þetta er einnig fyrsta ein-
söngvarahlutverk hans.
Vinkonur Carmen eru þær"
Frasquita, leikin af Elinu Sigur-
vinsdóttur og Mercedes leikin af
Svölu Nielsen. Hlutverk smygl-
araforingjans Dancaire er i hönd-
um Kristins Hallssonar, en Garð-
ar Cortes syngur hlutverk smygl-
arans Remendado.
Tónskáldið.
Georges Bizet, eða Alexandre
César Léopold eins og hann hét
réttu nafni, var fæddur i Paris 25.
október 1838. Hann var aðeins
fimm ára gamall þegar faðir
hans, sem var söngkennari tók
hann I fyrsta tónlistartimann. Tiu
ára gamall fékk hann inngöngu i
tónlistarskólann.
Bizet samdi sina fyrstu
symfóniu sautján ára að aldri, lít-
Operan Carmen á
100 ára afmæli í ár
— frumsýnd í Þjóðleik-
húsinu 31. október k
m
Úr siðasta þætti Car«|en, sem
skeður við innganginn i nautaats-
hringinn. Carnien lofar Eseamillo
öllu lögrueí hann stendttr sig vel.
Eins og sjá má eru ekki aliir
söngvararnir i búningum, ett
myndin var tekin á æfingu.
ið fallegt verk. t þessu verki, var
að finna stef, sem vel hefðu getað
verið úr seinni verkum hans, svo
sem Stúlkan frá Arles eða
Carmen. Nótur þessarar fyrstu
symfóniu Bizet týndust, og fund-
ust ekki aftur fyrr en áttatiu ár-
um siöar eða árið 1935.
Bizet var nitján ára er hann
samdi fyrsta leikhúsverk sitt.
Það var Perluveiðararnir, sem ér."
ópera i þrem þáttum og var frum-
sýnd 1863, en vakti litla eftirtekt.^
Síðan komu verk hans eitt af
öðru. Don Procopio, Fallega
stúlkan frá Perth, Arlési-
enne-svftan, Damileh og fleiri.
Carmen var siðasta verkið,
sem Bizet skrifaði. Frumsýningin
var 3. marz 1875, en verkið hlaut
ekki þær undirtektir sem Bizet
hafði vonazt til. Hann tók sér
mjög nærri alla gagnrýni og„
fylltist svartsýni og biturleik i
hvert sinn er verk hans hlutu
neikvæð ummæli.
Þrem vikum eftir frumsýningu
Carmen, veiktist Bizet, en hann
hafði allt frá unga aldri verið
hjartaveill. í mai flutti hann með
fjölskyldu sina til Bougival, en
þar hrakaði honum ört og lézt
hann þar 3. júni 1875. Það sama
kvöld var 31. sýningin á Carmen.
Georges Bizet blés nýju lifi i
óperurnar með þvi að gera per-
sónur sinar meira lifandi og fjör-
ugri en áður hafði þekkzt. Nýstar-
leg brögð komu i stað hinnar
gömlu tilfinningasömu óperu-
tækni, sem tiðkazt hafði til þessa.
Carmen.
óperan Carmen er i fjórum
þáttum, en Bizet hóf gerð hennar
1873 og var verkið frumflutt i
Paris 3. marz 1875, eins og áður er
getið, og varð því aldargamalt sl.
vor.Textann skrifuðu Meilhac og
Haléug byggðan á smásögu
Prosper Mérimées. Bizet tók
virkan þátt i starfi þeirra og sér-
staklega þó i áhrifameiri textum
óperunnar. Söguþræði Mérimées
er ekki nákvæmlega fylt og at-
burðarrásinni mikið breytt.
Óperunni var þó fljótlega breytt'
eftir að hUn var frumsýnd fyrst,
og var niiklu af samtalsformun-
um breytt eða hreinlega sleppt.
Þessibreytta útgáfa er langoftast
notuð þegar óperan er flutt. Þó að
Bizethafi tekizt vel aðgæða óper-
una spönskum anda er hún þó
fyrstogfremst franskt verk: Það
er eins og sjá og upplifa Spán, séð
með augum Frakkans Bizet.
Arið 1888 skrifaði heimspeking-
Carmen les I spilunum að hún
muni láta lifið mjög fljótlega.
urinn Nietzsche<um Carmen: Mér
finnst þessi tónlist vera fullkom-
in. Hún er leikandi létt og heill-
andi, djöfulleg, slungin og dular-
full og mun alltaf vera vinsæl, á
hvaöa tima sem er.
Óperan gerist á Spáni um 1820 i
Sevilla og nágrenni. Hlutverk
Don Jose i Cármen er óskahlut-
verk tenórsöngvara, en jafnframt
álitið eitt af erfiðustu tenórhlut-
verkum i óperuheiminum. Fyrri
hluta óperunnar er hlutverkið
mjög ljóðrænt, en i seinni hlutan-
um mjög dramatiskt eins og
efnisþráðurinn gefur til kynna, og
eru þeir ekki margir tenór-
söngvararnir, sem valda hvoru
tveggja.
En nU skulum við fara yfir efni
óperunnar Carmen og fylgjast
með hvernig hin fallega og slótt-
uga sigaunastoílka Carmen dreg-
ur Don Jose á tálar, en fleygir
honum siðan frá sér þegar hUn
hefur eyðilagt lif hans.
Skammstafanirnar fyrir aftan
nöfn söngvaranna, þýða hvaða
rödd þeir syngja. BS þýðir bassi,
S er sópran, T er tenór og MS er
messó-sópran.
1. þáttur.
Þegar tjaldið er dregið frá, sést
að sviðið er torg i Sevilla. Zuniga
liðsforingi (BS) og Moralés lið-
þjálfi (BS) standa fyrir utan her-
skála riddaranna, sem er beint á
móti sigarettuverksmiðjunni.
SveitastUlkan Micaela (S)
kemur til að hitta unnusta sinn,
Don Jose liðþjálfa (T), en fer aft-
ur þegar i ljós kemur að Jose get-
ur ekki hitt hana fyrr en hann
hefur lokið vakt sinni.
Jose hefur aðeins rétt nýtekið
við varðstöðinni, þegar starfs-
stUlkurnar i verksmiðjunni
streyma Ut á torgið i hádegishlé-
inu. Ein þeirra er hin fallega og
slóttuga sigaunastUlka Carmen
(MS), sem kemur auga á Jose og
reynir þegar að heilla hann með
þvi að syngja og dansa fjörugan
habanera. Jose þykist þó ekki
taka eftir henni, þó hann verði
þegar hugfanginn. En þetta gerir
aðeins að verkum, að Carmen
verður ennþá ákafari. Þegar hUn
verður aftur að hverfa til vinnu
sinnar, kastar hun rauðri rós til
José, sem tekur rósina ekki upp
fyrr en Carmen er farin og felur
hana i barmi sér.
Micaela kemur aftur og færir
Jose bréf frá móður hans.
Leikstjórinn er Jón Sigurbjörnsson, en eftir fyrstu sex sýningarnar mun hann taka við hlutverki Es-
camillo. Baltasar sér um leikmyndir og búninga.
Smyglaraforinginn Dancaire er vfgalegur mjög, eins og hér sést en
Kristinn Hallsson fer með það hlutverk.