Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 33
fví>< fqrlívHo ,»S iiijxiftunnii'i >r/invirr S£ Sunnudagur 26. október 1975 TÍMINN 33 —Við skulum flýta okk- ur héðan. Börnin gengu nú lengi, lengi og komu inn i stór- an skóg. Þar komu þau i rjóður eitt. Var það allt krökkt af berjum, blá- um, rauðum og svört- um. Þau uxu þar hvert innan um annað, svo að það var unun á að sjá. Þá hrópuðu börnin himinlifandi glöð: — Berin megum við tina! Pabbi og mamma hafa alltaf sagt: Berin og blómin, sem i skógin- um vaxa, eru almenn- ingseign. Börnin lögðust á hnén og tindu ber með báðum höndum og átu nægju sina. Siðan settust þau niður. Þar rann litill, silfurtær lækur. Þau létu fæturna hanga niður og busluðu með þeim i læknum, svo að vatnið skvettist út um allt. Skammt frá, þar sem börnin sátu, óx dálitið jólatré. Stofn þess og greinar voru úr silfri, en nálarnar úr skiru gulli. í greinum trésins hafði smáfugl byggt sér hreið- ur. Drengurinn hugsaði með sér: — Það hljóta að vera dæmalaust fal- leg egg i þessu hreiðri. Ég ætla að minnsta kosti að lita á þau. Siðan reis hann á fæt- ur og ætlaði að klifra upp i tréð. Þá hrópaði systir hans: — Láttu þetta ógert, bróðir minn. Fuglinn verður hræddur og afrækir ef til vill hreiðrið. Settist þá drengurinn aftur niður i grasið, og systkinin hlýddu á, hve fuglinn söng yndislega. Rödd hans var svo hrein og skær, að hún ómaði langar leiðir um allan skóginn. Allt i einu stóð gull- drottningin góða frammi fyrir þeim. Hún var dásamlega falleg. Börnin urðu óttaslegin er þau sáu drottninguna fögru, en hún sagði við þau ofur bliðlega. — Hver eruð þið, og hvaðan ber ykkur að? Hvernig komust þið inn i riki mitt? Þá f óru börnin að gráta. En að lokum sagði stúlkan undur lágt: — Kæra góða drottning. Við erum fá- tæk börn. Faðir okkar hefur legið veikur mánuðum saman. Við eigum engin hlý föt og i allan vetur höfum við háttað svöng og köld á hverju kvöldi. Vilt þú ekki hjálpa okkur? Drottningin komst við er hún heyrði þetta, og sagði — Jæja, börnin góð. Ég ætla nú samt fyrst að vita, hvort þið verðskuldið gjafir min- ar. Svo tók hún hljóð- pipu upp úr tösku sinni og blés i hana. Þá komu allir fuglar skógarins fljúgandi. Þeir kvökuðu og flögruðu umhverfis drottningu sina. Hún mælti: — Syngið þið, fuglar, og segið mér, hvernig börnin höguðu sér. Allir fuglarnir vildu segja frá i einu og tistu og kyökuðu, en drottn- ingin hristi höfuðið og sagði —: — Það er ekki unnt að skilja ykkur ef þið kvakið allir i einu. Litli fuglinn, sem áður hafði fegurst sungið, hafði ekkert látið til sin heyra. Drottningin leit til han&og sagði siðan: — Seg þú frá. Það glaðn- aði heldur en ekki yfir fuglinum, og hann sagði nú allt af létta. Og hann sagði frá þvi, að systir drengsins hafði varað hann við þvi, að klifra upp i tréð til þess að skoða eggin, og hann hefði hlýtt henni. — Gæfusamur ertu að eiga svo góða systur, sagði drottningin. Greip hún siðan eitt eggið og rétti honum það. Það ljómaði eins og fegursta perla. — Þetta egg vil ég gefa þér. I þvi býr stór og sterkur fugl. Hann kemur úr egginu óðara og skurnin er brotin. Fuglinn mun hjálpa þér, er þú brýtur skurnina og biður hann um hjálp. En mundu vel, að fuglinn hlýðir þér aðeins einu sinni og siðan flýgur hann burt. Drengurinn tók við egginu og þakkaði drottningu vel fyrir gjöf- ina. . Nokkru siðar komu þau að garðinum, sem börnin höfðu áður séð. Drottningin opnaði hlið- ið og tók siðan höfuðdúk sinn og veifaði honum nokkrum sinnum. Þá fengu öll trén mál og vildu öll segja frá. Drottning hristi höfuðið og sagði — Eitt tréð á að segja frá. Litla tréð sagði frá þvi, er drengurinn ætlaði að reyna að ná i eplin, en systir hans varaði hann við þvi og hann hlýddi henni. Þá mælti drottn- ingin: — Lánsamur varstu að látá eplin i friði. Það hefði orðið bani þinn, ef þú hefðir etið eplin án mins leyfis. Gæfusamur ertu að eiga svo góða systur. Siðan tók hún eitt epli og rétti honum og sagði: — Þetta epli vil ég gefa þér. Það verður þér til blessunar ef þú notar það réttilega. 1 eplinu eru fjórir kjarnar, sem hafa lækningamátt, en aðeins fjórum sinnum getur þú notað undra- mátt þeirra. Minnztu þess! Drengurinn tók við eplinu og þakkaði. Svo héldu þau áf ram unz þau komu á ströndina, þar sem telpan hafði tint fögru steinana. Drottn- ingin tók hálsbandið af hálsi sér, hristi það nokkrum sinnum og sagði: Leiftrið þið steinar og lýsið fyrir mér, hvernig börnin höguðu sér. Allir seinarnir skvöldruðu, en drottn- ingin bað aðeins einn að tala. Litli steinninn sagði frá þvi, er börnin komu að landi i litla bátnum, og telpan hafði tekið handfylli sina af glitrandi steinum, en bróðir hennar hefði var- að hana við þvi að taka steinana og þá hefði hún fleygt þeim frá sér. Þá leit drottningin á telp- una og spurði: — Hvað ætlaðir þú að gera við steinana mina? — Mig langaði að búa mér til hálsfesti, sagði telpan og fór að gráta. — Ekki gráta, barnið gott, sagði drottning. — Lánsöm varstu að láta steinana i friði það hefði orðið þinn bani, ef þú hefir tekið þá i leyfis- leysi. Gæfusöm ertu að eiga svo góðan bróður. Drottningin beygði sig þvi næst til jarðar og tók hnefafylli sina af hinum fegurstu steinum, dró þá upp á gullinn þráð, og rétti telpunni. — Háls- band þetta vil ég gefa þér. Ef þú verður góð og ráðvönd framvegis, mun það verða þér til blessunar. Þú munt öll- um geðþekk verða, sem með þér eru, á meðan þú berð bandið. Allir munu elska þig og virða. Telpan þakkaði drottningu kærlega fyrir gjöfina og tók við band- inu. — Nú ættuð þið að flýta ykkur heim, sagði drottning, þvi að faðir ykkar og móðir eru orð- in dauðhrædd um ykkur. Börnin kvöddu nú i snatri og lögðu af stað i bátskelinni sinni. Drottningin stóð á ströndinni og veifaði til VEI Á FULLNEGLDUM SN, OÐ •KKJUM. 13m«m VETRARHJOLBARDAR (NEGLDIR) RADIAL Kr. 145 SR 12 OR 7 5.950.— » 165 SR 14 OR 7 8.990.— ^fVtum VETRARHJÓLBARÐAR (NEGLDIR) DIAGONAL Kr. 520 12/4 OS 14 4.720.— 550 12/4 OS 14 5.520.— 590 13/4 OS 14 7.010.— • 640 13/4 OS 14 8.310.— 615/155 14/4 OS 14 6.750.— ' 700 14/8 OS 14 9.920.— 590 15/4 OS 14 7.210.— 600 15/4 OS 14 ; 9.210.— 640/670 15/6 OS 14 <• 9.530.— 670 15/6 OS 14 9.530.— 600 16/6 NB 16 m/slöngu 10.070.— 650 16/6 TP 7 m/slöngu 11.790.— 750 16/6 TP 7 m/slöngu 13.240.— TEKKNESKA BIFREIDAUMBODIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44 KOPAVOGI SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstseðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Fnilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar Ít&UkMMn HRÆRIVÉLIN KAA 32 Léttir eldhússtörfin og eykur heimilisánægiuna Meö 400 watta motor — 2 skál- um — þeytara og hnooara. Fjöl- breytt úrval auka- og hjálpar- tækja fáanlegt. Verö um kr. 31.450.-. \ Eigin ábyrgðar — viögeröar og varahlutaþjónusta. ,,Leiðin aö hjarta mannsins liggur um Braun hrærivélina", segja danskar húsmæður. 1 Braun umboðið: Simi sölum. 1- 87-85. RAFTÆKJAVERZLUN ISLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 þeirra. Bylgjurnar báru þau áfram, en eftir skamma stund dró dökkan skýflóka upp á himininn. Siðan gerði þrumur og eldingar. Börnin urðu dauðhrædd og héldu að bátnum mundi hvolfa. Þá datt drengnum töfraeggið i hug. Hann náði i eggið, braut af þvi skurnina og hrópaði: — Fuglinn minn góði, flyttu okkur til föður okkar og móður! Stór og fallegur fugl kom út úr egginu. Hann breiddi út vængina, tók börnin á bak sér og flaug með þau hátt upp i loftið., Börnin lokuðu augunum og vissu ekki af sér, fyrr en fuglinn setti þau nið- ur á lækjarbakkann i skóginum heima, þar sem bláu, fögru blómin vaxa. Siðan flaug fugl- inn að nýju upp i loftið og hvarf, en börnin flýttu sér heim i kotið til foreldra sinna. Þar varð fagnaðarfundur. Barn- anna hafði verið leitað um allt, en árangurs- laust. Börnin hlupu upp um háls foreldra sinna og sögðu þeim alla sög- una. Sverrir tók eplið sitt, skar það i sundur og tók úr þvi tvo kjarna. Annan gaf hann föður sinum, en hinn móður sinni. Þau urðu sam- stundis hraust og heil- brigð, er þau höfðu borð- að kjarnana. Nú gat faðir þeirra unnið og allt gekk vel. Ekki leið á löngu, þar til þau gátu keypt sér snot- urt hús, og nú voru börn- in aldrei svöng eða köld. Sverrir varð haustur og góður ungur maður og Svava varð frið og yndisleg stúlka. Þau voru ávallt góð og varð- veittu gjafir gulldrottn- ingarinnar góðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.