Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 26
 '/lV.IMÍJ TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Sigurður Bjarnason: n V r%%J +9 LV71IV RIRLÍAN IJAA DIDLIrVIM wfwl FRAMHALDS LiriL/ s Við lifum á timum stórstigra ' breytinga og umskipta. Jafnvel þaö, sem staðið hefur óbreytt um langan aldur, verður nú að vikja eða breytist á einhvern hátt. Flest verður undan að láta. Ein stað- reynd stendur þó óhögguð: eítt sinn verður hver að deyja. Dauðinn hefur jafnan verið hinn mikli óvinur mannsins. Hann verður ávallt köld stað- reynd, sem erfitt verður að venj- ast. Maðurinn hefur þvi frá öröfi alda velt fyrir sér gátunni um dauðann. Hvað verður við andlát- ið? Skoðanir manna eru ákaflega sundurleitar, þegar kemur til þess að gefa svör við spurningum um þetta efni. Margir telja, að maðurinn hafi ódauðlega sál frá fyrstu tið og við andlátið gerist svipað þvi, er stigið . er yfir þröskuld, sálin færist frá jarð- vistarlitinu yfir i næsta tilveru- stig. Aðrir gera ráð fyrir, að við andlátið fari sumar sálir i hreinsunareld en aðrar i slustað. Margt annað hefur komið fram um þetta efni, sem ekki er hirt um að geta hér. Kenningar og skoðanir manna um þetta efni sem önnur eru fljót- ar að taka breytingum. Það sem er talið bjargfast og öruggt i dag, veröur að þoka á morgun. Það getur þvi ekki talizt viturlegt að byggja lifsskoðun'sína á svo ó- traustum grunni. „Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna lærdóma. sem eru manna boð- orð", (Matt. 15,9) sagði Jesús, er hann talaði um fánýti mannlegra kenninga. Bibllan er trúarbók kristinna manna. Hún hefur staðið af sér árásir efasemda og gagnrýni og hefur reynzt vera sönn söguleg heimild um menn og málefni. Fornleifafræðin hefur eigi átt minnstan þátt I að skapa það álit. Bibllan hlýtur að vera sú örugga lind, sem við sækjumst eftir, er við leitum svara við þeim spurn- ingum, sem hér hefur verið varp- að fram. Hvað verður við andlátið? Kristur svarar þessu skýrt og greinilega i 11. kafla Jóhannesar- guðspjalls. Náinn vinur JesU, Lasarus frá Betaniu, hafði veikzt hastarlega. María og Martá, systur Lasarusar, sendu strax til Jesii og báðu hann um hjálp. JesUs lýsti dauða hans sem svefni, þvl að hann sagði, að Lasarus væri sofnaður. Læri- sveinarnir héldu, að hann talaði um hvíld svefnsins. ,,Því sagði JesUs þá með berum orðum. Lasarus er dáinn". Margir biblíuhöfundar nefna dauðann og þá oftast sem svefn. Páll postuli sagði þetta I ræðu sinni i Antíokkiu I Plsidiu (Post. 13,36): „ÞviaðDavið sofnaði.eft- ir að hann hafði þjónað Guðs ráði I sinni eigin kynslóð og safnaðist jaj Byggingalánasjóður ™ Kópavogs Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán úr Byggingalánasjóði Kópavogs. Skilyrði fyrir þvi að lánbeiðanda verði veitt lán úr sjóðnum eru þessi: a. að hann hafi verið búsettur i Kópavogi a.m.k. 5 ár. b. að ibúðin fullnægi skilyrðum Húsnæðis- málastjórnar um lánshæfni úr Bygginga- sjóði rikisins. c. að umsækjandi hafi, að dómi sjóðs- stjórnar, brýna þörf fyrir lánsfé til þess að fullgera ibúð sina. Við úthlutun lána úr sjóðnum skulu þeir umsækjendur, sem flesta hafa á framfæri sinu ganga fyrir að öðru jöfnu. Lánsumsóknum skal skila til undirritaðs fyrir 1. nóvember n.k. Kópavogi, 9. október 1975. Bæjarritarinn i Kópavogi. til feðra sinna og kenndi rotnun- ar". Þegar þessi sami Páll skrif- aði hinum trúuðu I Þessaloníku, vildihann ekki láta þeim „vera ó- kunnugt um þá sem sofnaðir" væru (1. Þess. 4,13) og átti þá við hina látnu. Job sagði þetta: „Hvi dó égekkiimóðurkviði.....þvl þá lægi ég nU og hvildist, væri sofn- aðurog hefði frið" (Job 3,11—13). Daníel talar um þá „sem sofa I duftijarðar" (Dan.12,2) og mætti þannig halda áfram að telja. TrUlega er margt ólikt með vanalegum svefni og svefni dauð- ans. Af Hkamlegum svefni getum við vaknað, annað hvort af sjálfs- dáðum eða tilstuðlan annarra. Hins vegar vaknar enginn af sjálfsdáðum af svefni dauðans. Enginn mannlegur máttur megn- ar að vekja hina dauðu. Jafnvel móðureyrað þunna megnar ekki I svefni dauðans að greina kvein barna sinna, sem hún þó annars ávallt heyrir. Aðeins Kristur megnar að vekja látinn mann til Hfsins aftur. Hinir dauðu sofa svefni dauðans og vita ekki neitt allt frá andlátinu og þar til þeir við upprisuna heyra raust mannssonarins, þvi að sá timi kemur er allir þeir, sem i gröfun- um eru, munu heyra raust hans (Jóh. 5,28). Þegar kenning Bibliunnar um þetta efni er rannsökuð nánar, verður ljósar, hvers vegna dauð- inn er nefndur svefn. Spekingur- inn Salómon sagði þetta: „Þvi að þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, þvl að minning þeirra gjeymist. Bæði elska þeirra og hatur og öf- und, það er fyrir löngu farið og þeir eiga aldrei framar hlutdeild I neinu því, sem við ber undir sól- unni". „í dánarheimum þangað sem þU fer, er hvorki starfsemi, né hyggindi, né þekking, né vizka". Prél, 9,5.6.10. Augljóst er, að um enga meðvitund er að ræða eða neins konar starfsemi, vits- munalega eða andlega. Jafnvel guöstilbeiðsla er engin: „Þvi að enginn minnist þin (Guðs) I dán- arheimum, hver skyldi lofa þig hjá Helju?" „Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er i dauðaþögn". (Sálm. 6,6, 115,7). Allt þetta er sjálfsagt og eðlilegt, þar sem dauðinn er likastur svefni og um enga meðvitund er að ræða allt frá andlátinu fram að upprisunni. Er um afturhvarf að ræða eftir andlátið? Jesús gerði það Ijóst i samtali sinu við Nikódemus, að „enginn getur séð guðsrfki, nema hann endurfæðist". (Jóh. 3,3). Endurfæðing er grundvallar- breyting á afstöðu og hugarfari mannsins. Af orðum Krists er það ljóst, að þessi breyting verður að gerast, áður en maðurinn fær að sjá guðsrfki, áður en honum veit- ist gjöf eilifs lifs. En getur þessi breyting gerzt eftir andlátið? Eftir upprisuna verður ekki um breytingu að ræða, þvi að Jesús segir, að við upprisuna munu menn „ganga Ut, þeir, sem gott hafa gjört, til upprisu lifsins, en þeir sem ill hafa aðhafzt, til upp- risu ddmsins". (Jóh. 5,29). Tök- um eftir þessum orðum fretear- ans. Við upprisuna ganga sumir inn til llfsins en aðrir til dóms, allt eftir þvl, hvort menn hafa sótzt eftir lifgefandi og umbreytandi krafti Heilags anda til endurfæð- ingar og siðbótar eða þeir hafa staðið I gegn sllkum áhrifum. Getur orðið um endurfæðingu aö ræða á skeiðinu frá þvi menn gefa upp andann og þar til þeir rlsa upp? Við erum þegar bUin að sjá, að á þvi timabili er ástandi mannsins svefni Hkast, svo að slik breyting getur ekki átt sér stað þá. Spekingurinn segir: „Þegar óguðlegur maöur deyr, veröur von hans að engu" (Orðsskv. 11,7). Sama kemur fram hjá Páli postula: „öllum oss ber að birt- ast fyrir dómstóli Krists, til þess að sérhver fái endurgoldið það sem hann hefur unnið I Hkaman- um, samkvæmt þvi sem hann hefur aðhafzt, hvort sem það er gott eða illt". (2. Kor. 5,10). Kenningin um afturhvarf eftir andlátið er ekki komin frá kristn- inni. Þegar i fornöld trúðu margir þjóðflokkar á sálnaflakk, það að sálin hyrfi til annars staðar eftir andlát mannsins til þess að hreinsast, þar til hún næði full- komnun. Þessi kenning kann að virðast aðgengileg I fyrstu, en við, nánari athugun þjónar hUn tæp- ast öðrum tilgangi en þeim að slæva ábyrgðartilfinningu manna gagnvart þessu Hfi og eilifum verðmætum. Kristin trU gerir það ljóst að þetta llf er reynslutlmi, sem sker Ur um afstöðu manna til eillföarinnar og vilja manna til að veita viðtöku hjálpræðinu I JesU Kristi. Upprisan Oft er sagt, að Gamla testa- mentið sé þögult um upprisu- kenninguna, en sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast. Glögg- lega má sjá, að bæði ættfeður og spámenn báru gott skyn á þetta efni og að þeir settu von sina á upprisuna. Við lesum I 1. Sam. 2,6: „Drottinn deyðir og Hfgar, færir til Heljar niður og leiðir upp þaðan". Davið konungur og sálmaskáld hefur þetta að segja um þetta efni: „Þú munt láta oss lifna við. af nýju og láta oss aftur stiga upp Ur undirdjUpum jarð- ar". Sálm. 71,20. Spámaðurinn Jesaja talar um upprisuna sem dýrlega von fyrir fólk Guðs: „Hann mun afmá dauðann að ei- Hfu, og herrann Drottinn mun þerra tárin af hverri ásjónu og svivirðu sins lýðs mun hann burt nema af allri jörðinni, þvl að Drottinn hefur talað það". „Menn þlnir sem dánir eru, skulu lifna". Jes. 25,8, 26,19. Þegar við opnum Nýja testa- mentið ber fyrst að nefna orð frelsarans: „Undrist ekki þetta, þvi að sú kemur stund, er allir þeir, sem I gröfunum eru, munu heyra raust hans og þeir munu ganga Ut, þeir sem gott hafa gjört, til upprisu lifsins, en þeir sem illt hafa aðhafzt til upprisu dómsins". Jóh. 5,28. Allir, sem deyja eru lagðir i gröf. En á sin- um tlma munu þeir heyra raust Krists. Hann getur vakið þá til Hfsins. Hann hefur lofað að gera það á „efsta degi" (Jóh. 6,44). Þetta kemur líka fram I samtali JesUs og Mörtu. Þegar JesUs gekk til Betaniu til að vekja Lasarus upp, tók Marta á móti honum með svofelldum orðum: „Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn". JesUs segir við hann: „Bróðir þinn mun upp rlsa". Marta segir við hann: „ég veit, að hann mun upp rlsa I upprisunni á efsta degi". Marta bar i brjósti sér upprisuvonina. Þessi orö vitna um bjargfasta trú og dýrlega von. Það er rétt að veita þvi athygli, að þau ræða ekki um það, að sál eða andi Lasarusar sé I sælustað — á himni eða I ríki dauðra — strax að afloknu jarðvistarlifi. TrUlega hefði það verið gert, ef um það hefði verið að ræða. Það sem hins vegar vekur bjartar vonir I brjóstum þeirra er hugs- unin um upprisuna. Og nU gripur Jesús tækifærið til að fræða Mörtu um þætti þessa máls, sem henni voru enn ekki nögu vel ljó'sir, nefnilega hver hann I rauninni var. Hann sagði: „Ég er upprisan og Hfið. Sá, sem trUir á mig mun lifa þött hann deyi. Og hver sá sem lifir og trUir á mig, hann skal aldrei að eilifu deyja. TrUir þU þessu?" Jóh. 11,25.26. Kristur er frumgróöinn. í honum risa allir upp og sá, sem trUir á hann erfir eilift Hf. Hann „mun lifa" á morgni upprisunn- ar, „þtítt hann deyi". „Hann skal aldrei að eilifu deyja" — dauðinn mun alls ekki um aldur hafa tak á honum. Páll taldi það afar þýðingar- mikið, að kristnir menn skildu til hlltar kenningu Krists um uppris- una. Fyrra bréf hans til Þessa- lonfkusa fnaðar ber ljósan vott um þetta: „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir sem ekki hafa von. Þvi að ef vér trUum þvl, að JesUs sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð sömuleið- is fyrir Jesum leiða ásamt honum fram þá sem sofnaðir eru. Því að það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drottins, að vér, sem lifum og eftir erum við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. Þvi að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básunu Guðs, stiga niður af himni, og þeir, sem nánir eru I trU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.