Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 8
¦> *•< /<ff,r i<i
.f.TOI ladolíin i)S iirscbililiiiiK
TÍMINN
Fyrir fimmtán árum, i
febrúar 1960 þurfti 61 prófessor i
Ameriku að taka ákvöröun.
Það hafoi verið fundin upp
pilla, sem var hægt að gleypa
eins og brjóstsykurmola og —
kom i veg fyrir þungun. En á
þessum tima gat enginn sagt
nákvæmlega.hvernighún fdr að
þvi, hvað efnin gerðu — hvar og
hvernig i kvenllkamanum. Ætti
samt sem áður að leyfa sölu á
lyfinu?
FDA bandarísku lyfjayfir-
völdin lögðu þessa spurningu
fyrir 61 sérfræðing útkoman
var sú, að 14 voru á móti, af þvi
að „þeir hefðu á tilfinningunni,
að hafa of litlar heimildir til að
taka slíka ákvörðun." Aðrir 21
voru á móti án þess að geta um
ástæðu fyrirþvi.Ekki helming-
urinn — 26 voru meðfylgjandi.
Með þessu vafasama at-
kvæðamagni byrjaði frjáls sala
á mest notaða lyfi aldarinnar.
Þarna hófst tilraun, sem á sér
engan lika I sögu læknis-
fræðinnar. Milljónir heilbrigðra
kvenna gleyptueitthvert meðal
og læknar gátu ekki vitað með
vissu fyrr en við þessa almenna
notkun, hvort það kynni að
valda langvarandi sjúkdómum
eða jafnvel dauða.
Þessi tilraun verður um þess-
ar mundir 15 ára gömul.
Tölurnar eru geypilegar. Siðan
fyrsta „Anti-Baby"-Pillan kom
á markaðinn 1960 hafa 150
milljónir kvenna tekið hana i'
lengri eða skemmri tima. Sem
stendur taka 50 milljónir
stöðugt Pilluna.
Hefur þessi „múgtilraun"
skýrt málin? Vitum við, hversu
mikla áhættu kona tekur á sig,
sem gleypir þúsundir af pillum
þessum árum saman. A 15 ára
afmælinu hafa visindamenn
gert yfirlit yfir hinar langvar-
andi rannsóknir.
Ekkert meðal hefur verið
prófað eins nákvæmlega. 1
Englandi eru 32000 konur, sem
taka Pilluna, i stöðugri
rannsókn og jafnmargar, sem
taka hana ekki. 1 Ameriku eru
þaö 18000. Auk þess eru gerðar
sérrannsóknir alls staðar i
rieiminum. Eftir 15 ára
rannsóknir af sliku tagi er nu
fyrst hægt að móta nokkurn
veginn skýra mynd, sem sýnir
hvers konur geta vænzt af
pillunni.
10 óþægilegar sþurningar
hafa mest gert vart við sig.
1. Getur maður dáið af
völdum Pillunnar?
Svariðer jákvætt. Enþungun
er 5—10 sinnum lifshættulegri.
Ef teknar eru 100.000 giftar kon-
ur sem engar getnaðarvarnir
nota er árangur eins árs 50.000
börn og 15 dauðsföll. Ef þessar
konur tækju Pilluna kæmu eng-
in börn, en þrjár mundu deyja
af völdum hennar. Læknisfræöi-
lega séð er það mjög lltið og
aðrar nýjungar eru mun hættu-
meiri. Bfllinn veldur dauða 17 af
hverjum 100.000 í Þýzkalandi,
en áfram er ekið:
2. Veldur Pillan
• krabbameini?
Arum saman var það aðal-
áhyggjuefni kvenna. Nú kemur
óvænt i ljós, að Pillan kemur ef
til vill i veg fyrir krabbamein.
Krabbameinsvaldandi efni
þurfa oftast 10 ár til þess að á
þeim fari að bera. Eftir 15 ár
ættu krabbameinstilfelli að
aukast, ef Pillan væri hættuleg.
Brjtítkrabbi hefur hins vegar
ekki aukizt, og konur sem taka
Pilluna hafa helmingi sjaldnar
hniiða í brjóstum, sem eru
álitnir vera algengasti vottur
um brjóstkrabba.
Móðurlifskrabbi kemur oftast
fyrir hjá konum með hormóna-
rugling. Pillan . jafnar hann og
eyðir þannig skilyröum fyrir
krabbameininu.
Vlsindamenn I Cleveland I Bandarlkjunum héldu apaheila á lifi og
blönduðu efnum úr Pillunni I blóðrásina. Þannig komust þeir að því
hvaöa áhrif verða I heila konunnar.
Einstök atriöi áhrifanna, sem Pillan hefur, uröu ekki kunn fyrr en
löngu eftir að byrjað var að nota hana. Einungis fáar konur gera sér
grein fyrir að Pillan verkar á heilastöðvarnar, sem stjórna hinni
mánaðarlegu hringrás.