Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 12
u VtViilfiiW ;,ífti [i«títótto.Æ£ itituröwtmið 12 TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. I I Ausfurríki hefur ungur, þýzkur efnaf ræðingur fundið upp nýja plast- blöndu/ sem hentar vel í hjólbarða. I AAonte Carlo kappaksturskeppninni í ár notaði austurríkst lið hjólbarða úr þessu efni og þurfti aldrei að skipta meðan á keppni stóð. HJÓLBARÐAR SEAA ALDREI SPRINGA íbúar litla austurriska þorpsins Kittsee, sem er rétt viö tékknesku landamærin, hafa lengi furðað sig á hinni miklu umferö til og frá verksmiðjunni Polyair. Alls kon- ar fólk frá öllum heimshornum heimsækir.verksmiðjuna á hverj- um degi. Venjulega er farið með það í ökuferð — i gömlum illa út- litandi jeppa af 1940 árgangi, og kemur fólkiö til baka með upp- glennt augu og hrifið á svip. Það hefur fulla ástæðu til að vera hrifið, því að i þessari austurrisku verksmiðju hefur Óskar Schmidt efnafræðingur gert stórkostlega uppfinningu, sem kemur til með að koma okk- ur öllum við á næstu árum. Schmidt hefur tekizt það, að visindamenn hafa árum saman haldið, að væri ómögulegt, — hann hefur fundið upp hjólbarða úr plasti, — hjólbarða, sem þolir allt og getur ekki sprungið! Þetta er merkasta uppfinning á sinu sviði siðan Amerikumaður- inn William Goodyear fann lög- málið fyrir gúmmisuðu fyrir 135 árum, en það hefur verið undir- stöðuatriöi i hjólbarðaframleiðslu sfðan. Plasthjólbarðar Schmidts eru miklu öruggari, betri i akstri og tídýrari. Samt sem áður líður áreiðan- lega á löngu áður en hætt verður aö nota gUmmi og plast tekið i staðinn. Stórkostleg alþjóðleg framleiðsla byggist á gömlu að- ferðunum, þar sem notað er gUmmi, fóðrað með taui og stáli samkvæmt mjög flóknum tækni- legum aðferðum. Gervihjólbarð- ar Schmidts eru fullmótaðir i einu lagi. Gerviefni? Margir hafa gert tilraunir með ólikar tegundir af plasti til að búa til svokallaða skothelda hjólbarða, þ.e.a.s. hjól- barða, sem aldrei springa. Schmidt byrjaði á réttan hátt, hann var þegar sérfræðingur i polyuretan, sem er hópur af gerviefnum. Það var þýzki efna- fræðingurinn og auðjöfurinn Otto Bayer, sem fyrstur uppgötvaði þessar efnafræðilegu samsetn- ingar árið 1937. Nú á dögum er polyuretan notað á dteljandi vegu. Þræði, froðuplast, fast- formaða hluti, teygjanleg efni. Lakk eða lim er mögulegt að gera úr polyuretan, allt eftir þvi hvaða gerviefni er uppistaðan. Þessi efni hafa það sérstaklega sér til ágætis, hversu sterk þau eru. Þegar ekki þarf lengur að smyrja hverja bilategundina á fætur annarri nú á dögum, ef það ekki slzt þvi að þakka, að nU er farið að nota polyuretan i legur. Notagildi á öðru sviði: skósólar. Þessir léttu og sveigjanlegu skósólar, sem nú eru á markaðin- um, eru biínir til úr polyuretan og taka öllu öðru áður notuðu fram, hvað endingu snertir. Frá skó til hjólbarða Efnafræðingar hafa árum saman velt fyrir sér að búa til hjólbarða úr plasti. Margar tilraunir hafa verið gerðar og miklu fé varið til að leysa vandann. En fyrir fáum árum voru mestu plastframleiðendur heims allt að þvi sammála um, að samt sem áður væri ekki til efni, sem hentaði til þessara nota. Stærsta vandamálið var i sam- bandi við hitnun. 011 plastefni, sem þá var búið að búa til, hitnuðu svo mikið við nUning, að þau voru ónothæf i hjólbarða. Við 80 til 100 gráðu hita fóru þau að linast og glata festu- eiginleikum sinum. Hjólbarðar verða að standast allt aðrar kröfur. Oskar Schmidt fann lausnina, en henni er auðvitað enn haldið leyndri! Efnafræðingurinn, sem nú er fertugur fann einfaídlega polyuretanmólekúl, sem tryggir styrk, teygjanleika og hitnunar- stöðvun i meiri mæli en áður þekktist. Efnið er I duroplast- hópnum, sem andstætt termo- plasthópnum, er ekki lengur sveigjanlegt eftir að það hefur verið steypt. Duroplastefni er ekki mögulegt að breyta við hit- un. Efnafræðilegu lögmálunum, sem þau eru búin til eftir, verður ekki snúið við, eiginleikum þeirra verður ekki breytt. I Polyairverksmiðjunni gera gestirnir alltaf sömu hreyfing- una, þegar þeir stiga út úr slitna prófunarjeppanum, þeir beygja sig niður til að snerta einn hjól- barðann. Og sérfræðingarnir Ur öllum heimshornum hafa litið undrandiupp. Hjólbarðarnir voru nefnilega ekki glóandi heitir, eins og þeir höfðu vænzt! Óskar Schmidt er ekki óþekktur efnafræðingur. En ekki er langt slðan hann vissi sáralitið um hjól- barða, en þvl meir um polyure- tan. Það var hann, sem fann upp staðlaða aðferð til að setja plast- sóla rétt að yfirleðrinu á skóm, aöferð, sem hefur gjörbylt stór- um hluta af skóframleiðslu heimsins og gert hana sjálfvirk- ari. Schmidt hefur selt stærstu framleiðendum i heimi skósóla- vélar sínar, svo sem Bata i Sviss og Otsuka i Japan. Sagan um hvernig Oskar Schmidt vann frá skósólum I hjól- barða er merkileg. Vorið 1973 tók hann og Polyair þátt i stóru iðn- stefnunni i' Kiev I Rússlandi með skósólavélina. Ahrifamenn i rússneskum iðnaði urðu hrifnir af þekkingu Schmidts á polyuretan. Þeirleituðu hann uppi og spurðu, hvort'hann gæti ekki búið til poly uretanblöndu, sem væri nothæf I hjólbarða. Schmidt var ekki viss um það en var mjög áhugasamur. RUssarnir lofuðu að leggja inn stórar pantanir, ef hann gæti fundið plastefni, sem hentaði. NU hófust miklar leynilegar tilraunir I Kittsee. Eins og er er bUið að bUa til u.þ.b. eitt þUsund hjólbarða undir vörumerkinu LIM, sem er skammstöfun á enska hugtakinu Liquid Injection Molding. Vandamálið er leyst. BUið er að bUa til plasthjólbarðann, hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.