Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 14
TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Hin örlagariku augnablik á bökkum Moldár. Barry heldur til baka og veröur aö skilja aöstooarflugmanninn, Teddy, og eina konu eftir í kúlnahriöinni Ameriski ævintýra- maðurinn Barry Meeker flaug með 7 manns yfir járntjaldið á þremur dögum. Hann slasaðist aivarlega við það, en flúði úr spitalanum. Hér segir hann sögu sina: Sá, sem bað mig um að fara þessa flugferð, er leyndardóms- fullur málafærslumaður, sem ég hef ekki séð nema þrisvar sinn- um. Starfið: Ég flyt fólk yfir járn- tjaldið. Launin: Tiu þiisund mörk fyrir flugið. Ég veit að næstum allur heimurinn talar um mig eftir sið- asta flugið. Stundum er talað um dirfsku og kjark, en lika er minnzt á verzlun með mannslif. Stundum er talað um hugsjónir og sveo einnig um lágkúruleg við- skipti. Svona starf gerir mann einmana, en mér er sama um hvað sagt er. Það var erfitt að þurfa að skilja aðstoðarflugmann minn, Teddy, eftir i síðasta flugi. Það fékk mjög á mig. Þetta var á föstudegi, rétt fyrir klukkan fjögur. Teddy og ég fór- um ut á flugvöll, Miinchen-Riem. Putti keyrði okkur. Putti er gælunafn á konunni, sem ég er búinn að búa með i 600 daga. Hún er kona fram i fingur- góma. Eg kann vel við öra skap- gerðhennar, og hvað hún er órök- vís, en það finnst mér einkenn- andi fyrir raunverulega konu. Putti vissi vel, að við tókum á okkur býsna mikla lifshættu þennan dag. Ég gleymi aldrei augum hennar, þegar við kvödd- umst við flugvallarhliðið. En á þessu angistaraugnabliki sagði hún samt ekkert annað en: „Bless, gangi þér vel!" Enginn kveðjukoss, ekkert vink. Stór- kostleg kona. Ég hygg, að innst inni, skilji Putti, að einmitt þegar mest á reynir, kæri ég mig ekki um stór orð. Nokkrum miniítum seinna vor- um við komnir á loft. Ég stýrði þyrlunni eins og svo ótal sinnum áöur, og var hamingjusamur i þessu óþægilega hægra framsæti við stýrisstöngina. Þið megið segja að þetta sé gömul þvæla, en aðeins á tveimur stöðum kann ég reglulega vel við mig. — Annaðhvort hjá konu, eða i stjórnklefanum. Viö flugum á 210 km hraða yfir Bayern og Austurriki i átt að Moldá, þar sem við áttum að lenda á litlu nesi. Fallegasta flug, ef ekki er tekið með i reikninginn, að þetta nes, er hinum megin við járntjaldíð. Ég fékk að visu 10.000 mörk, en það er ,ekki mikilvægt. Lendingarstaðinn leynilega fann umbjóðandi minn, mála- færslumaðurinn i Múnchen. Hann sá einnig um flestan annan undir- búning. Hann hafði ákveðið fólkið, sem ég átti að taka upp þennan dag við Moldá, til að fljúga með þau i frjálsan heim. Hann hafði útbúið nákvæma flóttaáætlun fyrir fólk- ið, sem bjó i Austur-Berlin. Dög- um saman hafði hann fylgzt með staðnum i kiki frá austurrisku landamærunum. Hann hringdi i migáföstudagsmorguninn: „Allt i lagi, við getum hafizt handa." Hann hafði afhent mér 10.000 mörk nokkrum dögum áður fyrir þessa ferð, allt i 500 marka seðl- um. Þið megið álíta hvað sem þið viljið um peningana. Þið getið lika sagt, að þetta sé smáupphæð 'iniðað við alla áhættuna. Ég verð að segja, að peningarn- ir skipta mig svo að segja engu. Það er tvennt, sem er miklu mikilvægara fyrir mig. í fyrsta lagi er ég þeirrar skoðunar, að hver og einn á þess- ari jörð hafi rétt á þvi að fara þangað sem hann langar, og að enginn megi hindra það með vél- byssum og dauðramannalandi. (Milli gaddavirsgirðinganna tveggja á tékknesku landa- mærunum er autt svæði þakið jarðsprengjum Aths. þýð). I öðru lagi verð ég að viður- kenna, að ég hef vissa ánægju af að framkvæma verk, sem eru nánast óframkvæmanleg. Ef þið vitið aðeins meira um mig, skiljið þið ef til vill ánægju mlna af þvi, sem annað fólk mundi kalla hættu. Ég var orustuflugmaður i Viet- nam. Þar varð ég að venja mig við, hvérnig sem mér llkaði, að stiga inn i nýja fallega þyrlu að morgni til og koma með hana til baka um kvóldið gegnumskotna eins og sigti. 200 til 300 skotgöt voru alls ekki neitt óvenjulegt. Spyrjið mig ekki hversu margir félaga minna særðust eða jafnvel létust fyrir augum minum. Eg veit það ekki lengur. Sennilega hef ég ýtt þvi til hliðar i hugskoti mlnu. Eg undrast það bara I dag, að ég skyldi sleppa með nokkrar skrámur. ¦£. Verið getur, að siðan þá sé mér það keppikefli að reyna á þolin- mæði verndarengils mins til hins ýtrasta með alls konar hættuspili. Daginn, sem þolinmæði hans þrýtur, er hægt að jarða mig. Og þött merkilegt sé, eftir allt það sem hefur komið fyrir mig, kvíði ég þvi ekki. Ef svona er litið á málið, er augljóst, að það er ekkert tauga- strið fyrirmig að flytja flóttafólk. Um fimmleytið flugum við yfir landamæri Austurrikis og Tékkó- slóvakíu. Ef ég væri spurður, hverjar væru tilfinningar minar er ég var að brjótast um hábjart- an dag inn i austantjaldsland, verðég að segja : eiginlega engar. Sá, sem situr við stjörnvölinn, hefur svo mikið að gera bæði með skynsemi sinni, með höndum og jafnvel fótum að halda relhinni i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.