Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Séra Gisli Brvniólfsson. ÞEIR SEM ÞURFA að leita upplýsinga um jarðir i eigu islenzka ríkisins, munu flestir kannast við séra Gisla Brynjólfsson i landbún- aðarráðuneytinu i Reykjavik. En þar sem séra Gisli hefur, — eins og embættistitill hans ber með sér, — gert fleira um dagana en að veita upplýsingar og margháttaða fyrir- greiðslu um rikisjarðir, þótti fara vel á þvi að hefja samræðurnar með þvi að spyrja um aðra hluti. Sat á Klaustri í 21 ár — Er þao ekki rétt, séra Gisli, að þú hafir lengi verio sálnahir&ir Vestur-Skaftfellinga? — JU, rétt er það, ég var I nim- an aldarfjórðung prestur á Kirkjubæjarklaustri á Siðu. Ég vtgðist þangað haustið 1937, og var einn af siðustu mönnunum, sem Jón biskup Helgason vigði tií prestsþjónustu. Ég settist að á Kirkjubæjar- klaustri, enda þótt hið rétta prestssetur væri reyndar Prests- bakki, sem er nokkru austar á Sfðunni. Þarna hafði verið prests- laust i eitt eða tvö ár, áður en ég kom, og bóndi sat á Prestsbakka, en ég var einhleypur og hugði ekki á búskap að svo komnu máli svo að ég fékk að dveljast hjá þeim mæta héraðshöfðingja, Lár- usi Helgasyni á Kirkjubæjar- klaustri og hans ágætu konu, Elinu. Siðan varð framvinda mála sú að ég var alla mina tið á Kirkjubæjarklaustri, en fluttist aldrei að Prestsbakka, enda þótt það sé vildisjörð og þar hafi margir vel búið. — Sá rikið þér þá fyrir aðstöðu til frambúðar á Klaustri? — Já, það var keyptur partur úr jörðinni og ákveöið að byggja þar prestssetur. Þannig hefur þetta verið siðan, en meö þessu voru höfð endaskipti á hlutunum, þvi að á meðan séra Jón Stein- grímsson var prestur þarna, svo sem frægt er orðið i tslandssög- unni, þá sathann á Prestsbakka, en kirkjan var á Klaustri. Ég, aftur á niót.i, sat á Klaustri, þótt kirkjan væri á Prestsbakka. NU er komin kirkja á Kirkjubæjar- klaustri, eins og allir sjá, sem þar eiga leið um, Það er minningar- kapella um séra Jón Steingrims- son, eldklerkinn fræga, og var sannarlega vel við eigandi að vlgja hana á þjóðhátiðardaginn 17. júnl 1974, á þjóðhátlðarári. NU er því bæði prestur og kirkja á þessu fornhelga setri Skaftfell- inga. — Var þetta ekki fjölmennt prestakall, þegar þú varst þar? — Nei, þetta var og er heldur með fdmennari prestaköllum, þótt það taki að visu y fir allmarg- ar sveitir, Siðuna, Landbrotið og hálfan Brunasand, sem er I svo- kallaðri Prestsbakkasókn. Svo er Kálfafell I Fljótshverfi, þar sem sóknin er Fljótshverfið sjálft og Brunasandur háll'ur. Nokkuð er þetta viðlent. Frá Klaustri austur að Kálfafelli eru eitthvað um þrjátiu kilómetrar, ef ég man rétt, og þegar ég kom fyrst þang- að austur, voru ekki brýr nema á Hverfisfljóti og Brunná i Fljóts- hverf i. Aðrar ár á þessum slóðum eru lfka fremur litlar að öllum jafnaði, þótt nokkur vöxtur geti hlaupið i þær, einkum i haust- og vetrarrigningum, en það kom ekki að sök, þótt ég væri óvanur vötnum, þvi að mér var alltaf fylgt og séð um að ég kæmist ferða minna heilu og höldnu. Fékk miklar mætur á Ves tur-Ska ftf ellin gum — Fannst þér ekki- heillandi að búa á Kirkjubæjarklaustri, sem er ekki aðeins einhver fegursti staður á landinu, heldur einnig svo mjög sögufrægur, sem al- kunna er? — Jii. Að visu var ég ekki svo mjög kunnugur þessu, þegar ég kom fyrst austur, en þó hafði ég lesið ævisögu séra Jóns Stein- grlmssonar, Hana hafði ég með mér austur og las i henni jafnan á hverju ári, enda er það ein þeirra bóka.semhægteraðlesaaftur og aftur og lita i hvenær sem er, eins og til dæmis Njálu. Annað var og, sem jók mjög á ánægju mina — og vil ég segja . Hfshamingju — austur þar: Ég kynntist þar fljótt ákaflega góðu og traustu fólki. Ég fékk strax i upphafi miklar mætur á Vest- ur-Skaftfellingum og hef litið upp til þeirra frá fyrstu kynnum til þessa dags. Sama er að segja um landið sjálft. Mér féll það strax mjög vel I geð, enda er fagurt á Kirkjubæjarklaustri, eins og þú sagðir áðan, og að visu engum manni þakkandi, þótt hann uni þar vel hag sinum. Nú eru liðin rUm tlu ár, síðan ég fluttist það- an, og ég sakna enn áranna minna þar, sem voru hvorki meira né minna en tuttugu og sjö. — Þúsagðist hafa verið ókunn- ugur Skaftafellssýslu og Skaft- fellingum, þegar þú komst þang- að fyrst. — Já, ég var það. Ég fluttist austur síðla hausts, i október, og hafði þá aðeins einu sinni komið austur á Siðu. Það var sumarið áður, þegar ég fór austur að Klaustri til þess að kynna mér að- stæður, og hvernig ég gæti bezt komið mér fyrir, ef Ur þessu yrði, og ég yrði vigður þangað. Hins vegar á ég rætur að rekja I Vestur-Skaftafellssýslu, þegar horft er aftur I tímann, og má þannig með nokkrum rétti segja, að ég væri að vitja fornra stöðva. Langa-langafi minn átti heima bæði I Seglbúðum, Kirkjubæjar- klaustri og Rauðabergi i Fljóts- hverfi. Sverrir Eiriksson hét hann. Meðal sona hans var Eirik- ur Sverresen sýslumaður, siðast I Kollabæ I Fljótshlfð. Dætur hans tvær urðu báðar ömmur mlnar. önnur var Guðlaug, kona séra Glsla á Reynivöllum, hún var móðir föður mins, en hin var Sig- rlður, kona séra Jóns Þörðarson- ar á AuðkUlu, og hún var móðir móður minnar, Baðar þessar konur, Guðlaug og Sigríður voru dætur Eirfks sýslumanns, og þar með get ég rakið bæði föður- og móðurætt mina i Vestur-Skafta- fellssýslu. Það er mikil prestaætt, sem að mér stendur, og liklega var það fyrir áhrif hennar, bæði beint og óbeint, að ég gerðist prestur. Bróðir minn var prestur, — séra Eirikur á Útskálum, — föður- bróðir og móðurbróðir minn voru báðir prestar, og ég held, að ég sé sjötti maður frá séra Illuga Hall- dórssyni á Borg á Mýrum, sem m^á p*u~ -*--*•* *** ¦¦¦&*.¦- j? ,. - - '* -. ^r7 ¦¦¦^- -^i,-*'-''¦ : ¦¦**;£**• -' - J ¦4fW& ^jíT"-'? **-'*^-. - *^#-*" .>*-,^M»^ awmá '£&*" wm&f*"- Stjórnar jarðeignade skrifað bók um Staðí "^ oMKé^ M". var bróöir Bjarna Halldórssonar á Þingeyrum, og það eru prestar I öllum liðunum á milli okkar séra .Illuga. Sex ættliðir, og meira eða minna af prestum I þeim öllum. Það var þvi sizt að undra, þótt mér rynni blóðið til skyldunnar, og ég gladdist mjög, þegar sonur minn tók sér fyrir hendur að lesa guðfræði. Hann er nú prestur i Stafholti I Borgarfirði. — Hann er þannig sjöundi ættliðurinn I röð, sem helgar sig prestsstarfinu. — En hvar fæddist þú sjálfur? — Ég fæddist á sveitabæ, sem nú er orðinn hluti af Reykjavik, Skildinganesi við Skerjafjörö. Foreldrar minir fluttust hingað suður norðan Ur Húnavatnssýslu árið 1907, fyrst til Viðeyjar, og voru þar I tvö ár, en bjuggu siðán lengi i Skildinganesi, og þar fædd- ist ég, yngstur niu systkina. Eftir lát föður mins, fluttist móðir mln með okkur til Reykja- vlkur, en þrátt fyrir það þótt ekki væri auöur I búi, lögðu foreldrar okkar rika áherzlu á að mennta okkur. Þrir bræðurnir uröu stUdentar, tvö fóru i Verzlunar- skólann og f jórar systurnar voru I Kvennaskólanum. Við megum þvi sannarlega minnast foreldra okkar með þakklæti. Þar eru skilyrði fyrir péttbýliskjarna — En svo viö vikjum aftur aö þeirri ágætu jörð, Kirkjubæjar- klaustri á Siðu: Bjóstu þar jafn- framt prestsskapnum? — Já, já. Þannig var frá mál- unum gengið, þegar rikið keypti þennan part jarðarinnar af Lár- usi fyrir prestssetur, að þá fylgdi með I kaupunum ákveðin tUn- stærð, eitthvað þrjá til fjóra hekt- ara. Svo voru slægjur I Heiðinni, sem nægja áttu fimmtiu til sextlu Eldmessutangi við Skaftá, vestan Systrastapa. Hér stöðvaðist eldflóðið á meðan séra Jón Steingrlms- son söng þá messú, sem einna frægust hefur orðiö I gervallri kristnisögu þjóðarinnar. Skaftfellsk vatnsföll hafa löngum þótt ódæl viðureignar. Hér sést gömul kláfferja á Hverfisfljóti I Fljótshverfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.