Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 13 hefur veriö reyndur við erfiðar aðstæður og hefur staðizt allar prófanir. En eins og alltaf er með byltingarkenndar uppfinningar, tekur það tímann sinn áður en all- ur heimur-nýtur góðs af. Fram- leiðsla á giimmihjólbörðum er milljarðaiðnaður og dreifist um allan heim. Þann iðnað er ekki mögulegt að leggja niður eða breyta á örfáum árum. En Schmidt er forsjáll. Hann hefur ekki látið sér nægja að finna plastefni, sem nothæft er i hjól- barða. Hann hefur líka byggt al- sjálfvirka verksmiöju til að fram-. leiöa hjólbarðana. Hann selur ekki efnafræðilegu uppskriftirnar sinar gegn einkaleyfi — en venju- legverksmiðja meÆ dagsgetu upp á 10.000 hjólbarða kostar u.þ.b. 65 milljónir marka. Og hann hefur þégar selt fyrstu verksmiðjurnar til Sovétrikjanna og trans! Stórkostlegt slitþol NU þegar liggja umsóknir Schmidts á einkaleyfisskrifstof- um um allan heim. Og Schmidt má xeikna með að halda ágóðan- um sjálfur. Aö þessu sinni vann uppfinningarhaður svo hratt, að keppinautar hafa ekki haft mögu- leika á að komast i fótspor hans fyrr en einkaleyfin eru alls staöar viðurkennd. Þetta á við um efna- blönduna, tæknilegu kunnáttuna ogtilbUnu verksmiðjurnar. Oskar Schmidt hefur alveg séð við iðnaðarstórlöxum og visinda- mönnum I USA Japan, Sovétrlkj- unum og Evrópu. Sjálfur segir hann bara: Þróuninni er lokið, hjólbarði framtiðarinnar er hér þegar. NU springa hjólbarðar ekki lengur, varahjólið heyrir fortlðinni til. Plasthjólbarði Schmidts er ein gerviefnaheild. Allur hjólbarðinn vinnur sem einn burðarflötur, þ.e.a.s. að hann tekur álagiö á sig allan I einu, en ekki eins og i gömlu gUmmihjólbörðunum, þar sem álagið lendir á hinum og þessum hlutum til skiptis. Poly- uretanið er nefnilega nógu sterkt sjálft. Hliðarveggirnir ILIM hjól- börðunum eru bara fimm milli- metrar á þykkt. Eini aðskotahlut- urinn I plastbörðunum er „vulst”- vfrinn. Hann er, eins og á venju- legum hjólbörðum, gerður úr samfléttuðum stálþráðum, og er til að festa barðann örugglega við felguna. Vegna formfestu plastefnisins eru engir viðkvæmir staðir I nýja hólbarðanum. Þó nokkuð afl þarf til að stinga flugbeittum hnff I gegnum hliðarveggina. Það sem mikilvægara er: gatið stækkar ekki, jafnvel eftir mikinn akstur, og loftþrýstingur minnkar mjög hægt. 1 Polyair er mögulegt að biía til margar gerðir af plastbörðum. Niina eru gerðir hjólbarðar úr tveim plastefnum, en ekkert mælir gegn þvi að gera barða úr fleiri efnum. Aðalatriðið er að nota harða polyuretanblöndu i innri hluta barðans og mýkri blöndu I sjálft slitlagið. Ekki ar þörf á sérstökum bindiefnum milli þessara tveggja plastlaga, sem eru steypt saman, þannig að þau bindast saman með mólekúl- um. Vélar Schmidts starfa þannig að unnt er að stilla þær inn á ákveðnar stærðir og mynstur- gerðir. Plastbarðarnir eru 20 til 30 prósent léttari en „radial”- baröar sem eðlilegast er að bera þá saman við. Það merkir, að hinn ófjaðraði hluti bilsins léttist, og það hefur áhrif óþægindi við akstur. Fyrir hjólbarða eru sjálfsagt endingartimiog slitþol aðalatriði. Og hvað þetta snertir eru plast- barðarnir i sérflokki. Það er ekk- ert vandamál að búa til barða, sem þola 150.000 km akstur, en þvi harðari plastblanda sem not- uð er, þvi hastari verður fjöðrun- in, svo að spurningin er, hversu mikil þægindi fólk vill. Eftir 10.000 km reynsluakstur á hörbum þýzkum vegum mældu tæknimennirnir frá Polyair 0.6 mm slit á mynstri plastbarðanna. Sama útkoma fékkst eftir fimmtlu daga reynsluferð, þar sem eknir voru u.þ.b. 100.000 km. I LIM barðanum, sem nú er verið að setja á markað, er farin millileið hvað snertir kröfur um þægindi og slitþol. Hann á að þola um 80.000 km akstur án verulegs slits. Plastbarðinn hefur marga kosti fram yfir gúmmibarðann. Hann „þrlfur” sig sjálfur, þ.e.a.s mynstrið þéttist aldrei af skit og for, jafnvel ekki þó að ekið sé I aur og leðju. Fyrir almenning skiptir vissan um, að ekki springi, þó mestu máli. Hljólbarðaframleiðendur hafa árum saman unnið að þvi að finna upp hjólbarða, sem ekki geta sprungið, op núna eru reyndar til gúmmibarðar, sem standastþærkröfur. Sá nýjastier framleiddur hjá Dunlop, er þannig, að mögidegt er að aka á honum sprungnum. En plast- barðinn slær öllum þessum gervilausnum við, þar eð efnið sjálft hefur slíka yfirburði, að ekki þarf lengur að hugsa um loft- þrýstinginn! Auðvelt væri að steypa svo traustan plastbarða, að ekkert loft þyrfti I hann. Rækilegar undir- búningstilraunir Ameriski bílaiðnaðurinn hefur vafalaust fylgzt með tilraunum Schmidts af miklum áhuga. Hjá General Motors hefur komið i ljós, að verði komizt hjá notkun varahjóls sé unnt að hafa bilana u.þ.b. 20 cm styttri. Hjá Polyair verksmiðjunni fara allar nýjar plastblöndur gegnum mjög erfiðar prófanir. Allar nýjar efnisprufur eru fyrst settar i beygingarprófanir. Prufan er þá beygð 30 gráður I allar áttir fimmtlu milljón sinnum! Standist prufan þessa meðferð án þess, að I hana komi brestur, eða einhver önnur veila, er hún sett i teygingarprófun, þar sem hún er teygö margfalda lengd sina. I októbermánuði 1973 fann Oskar Schmidt „sitt” mólekúl. Or þeirra polyretanblöndu, sem þá varð til, var fyrsti plast- hjólbarðinn búinn til og reyndur. Næstiáfangivaraðsteypa saman tvær mismunandi blöndur til að fá mýkri slitflöt. Þessi barði var reyndur á þýzkum akvegum og stóðst vel allt að 200 km hraða með tiðri snögghemlun. Framleiðsla venjulegra gúmmihjólbarða er þó nokkuð flókin. Þeir eru gerðir i þremur hlutum: þ.e. slitflötur, tau- uppistaða og „vulst” vir. Slitflöt- urinn er yfirleitt úr tveim ólikum gúmmiblöndum, annarri til að þola vel slit frá veginum, og hin er notuð i hliðarveggina. Tau- uppistaðaner gerðúr ,,cord”lagi — gúmmismurðum vefi úr baðmull eða nylon. Við felgu- festinguna er þessi vefur vafinn um hring af samanfléttuðum stálþráðum, það er hinn svokallaði „vulst” vir. Allir þess- ir hlutar eru settir saman i vél og siðan er þetta gúmmísoðið i pressu, þar sem barðinn fær þá lögun og mynstur sem ætlazt er til. Nú eru slöngulausir „radial” eða beltisbarðar algengastir. Við gúmmísuðu eru barðarnir settir i hitapressu, þar sem hitinn er 170 til 195 gráður. Saman viö hrágúmmiið eru sett ýmis efni, t.d. sót og brennisteinn. Þó að nútimahjólbarðaframleiðsla sé háþróuð, hefur ekki tekizt að gera hana algerlega sjálfvirka. Enn er nauðsynlegt að vinna hluta verksins I höndunum. Þar af leiöandi eru möguleikar á mis- tökum i framleiðslu venjulegra gúmmibarða. Það varðar byggingu, gúmmiblöndu og hin mannlegu afskipti. Við framleiðslu á plastbörðum er þessum möguleikum ekki til að dreifa 1 Polyair verksmiðju er öll framleiðslan sjálfvirk og tölvustýrð. t plastbarðaverk- smiðju er hraefnatankur, steypuvél og rafeindamiðstöð. t hráefnatankinum eru löguð blöðrulaus blanda úr þrem mis- munandi hráefnum, sem aðlagast hvort öðru, og fer siðan i steypuvélina, þar sem barðinn verður fullgerður. Rafeinda miðstöðin stýrir allri gerðinni og gefur stöðugar upplýsingar um ástandið. tsetning ,,vulst”virsins er einnig sjálfvirk og mennskur vinnukraftur hefur einungis eftir- lit meö höndum. Atján steypuvélar mynda „hringborð”, eða framleiðslueiningu sem framleiðir 2000 hjólbarða á dag. U.þ.b. niu minútur liða frá þvi að steypa hefst og þar til hinn fullbúni hjólbarði spýtist út úr steypuvélinni. En siöan verður að geyma barðana I fjóra sólarhringa við 100 stiga hita — svo að mólekúlin geti „keyrt sig út”, eins og kallað er. :fVn Sulc og Schurek notuðu plastbarða i Monte Carlo keppninni I*ár. Hér eru þeir staddir við landamæri Austurrikis og Ungverjalands. Síðan er mögulegt að geyma barðanaeinslengioghenta þykir, þeir eru fullgerðir. Þar hafa þeir lika yfirburði yfir gúmmibarð- ana. Eins og kunnugt er, ráöleggja bilasalar að skipta um hjólbarða á fimm ára fresti, þó aö barðarnir virðist óslitnir — þvl að gúmmi grotnar smám saman niður, þannig að það kann að vera hættulegt að nota of gamla barða. Aldrei skipt um hjólbarða 15. janúar hófst kappaksturs- keppnin I Monte Carlo i ár. Meðal þátttakenda, sem lögðu upp frá Varsjá, var Gulur Ford Escort „Mecixo” með orðið Polyair málað á hurðirnar. Mjög fáir vissu, hvað var óvenjulegt við þennan bil. Honum var ekið hina 3800 km löngu leið til Suður- Frakklands á plastbörðum Oskars Schmidts eftir alla vega vegum i alls konar veðri og margvislegri færð. Yfirleitt þarf liö, sem er framarlega i Monte Carlo keppni, að skipta um barða allt að 50 sinnum meðan á keppni stendur. Lið Polyairs, sem I voru austurrisku meistararnir Wolfgang Sulc og Oswald Schurek, þurfti aldrei að skipta. Þeir voru mjög framarlega i keppninni, þegar að lokasprettin- um kom. Á lokabrautinni gaf raf- kerfið iEscortinum sig, og þó að Austurrtkismennirnir gætu gert við það, höfðu þeir glatað of mikl- um tima og áttu engan möguleika á einhverju af efstu sætunum i keppninni. Þrátt fyrir það — staðreyndin er sú að Sulc og Schurek óku alla keppnina á einum einasta hljólbarðaumgangi. Það eitt sannar slitþol plastbarðanna. Sulc sagðisjálfur siðar, að hannn væri steinhissa á styrk LIM-barð- anna og að plastbarðar hafi yfir- burði yfir búmmibarða á næstum öllum sviðum. Þessir hjólbarðar eru eins góðir og þeir beztu „radial” barðar, hvað snertir átak á vegi og hemlun, og að öðru leyti eru þeir betri, sagði Sulc. Umhverfisverndarfólk fær lika ástæðu til að gleðjast. Það er enginn vandi að endurvinna plastbarðana, þ.e.a.s. að nýta efnið hvað eftir annað, svo að það þarf ekki að lenda á sorphaugun- um. Að visu er ekki mögulegt að gera nýja barða úr gömlum, en efnið er nýtanlegt til annarra hluta, svo sem t.d. i gólf- klæðningu eða i sérlega sterkt slitlag á vegi. Uppfinning Schmidts er sem sagt varanleg, og ekki liður á löngu þar til við öll njótum góðs af. Siðast en ekki sizt má ekki gleyma þvi, að plastbarðarnir verða u.þ.b. 30 prósent ódýrari en gúmmibaröar. Eins og er, biða Schmidt og samstarfsmenn hans þess, að Amerikanar kaupi sina fyrstu verksmiðju til framleiðslu á plastbörðum. Amerikanar hafa verið ðfúsir til að viðurkenna á- rangur Schmidts, en það er fyrst og fremst af öfund — þvi að þeir hafa vafalaust sjálfir lengi leitað aö hinni réttu gerviefnablöndu i bilhjólbarða. Heimsfyrirtæki, svo sem Goodyear og Dunlop, neyðast til að breyta allri sinni framleiðslu á næstu 5-6 árum. Sennilega verða gúmmfplant- ekrur i Austur-Asiu og Suður- Ameriku seldar, milljarðaiðnaði verður að breyta. Óskar Schmidt heldur rannsóknum áfram. Hann álitur bilh jójib arða va nda má lið nú leyst. Þegar er hann kominn á hnotskóg eftir nýjum mólekúlum. Til hvaða nota þau ættu að koma fæst hann ekki til að segja neitt um. En varla er þetta það siðasta, sem við fréttum af efna- fræðingnum i Kittsee. (Þýtt K.L.) BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO KÓPAV0GS SF NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000 C/ Þar sem fagmennirnir verzla, er yöur óhætt Vel búið baðherbergi fráBYKDB Það fæst bókstaflega allt í BYKO, a. m. k. allar bygg- ingavörur sem nöfnum tjáir að nefna. Við gætum t. d. nefnt hreinlætistæki, blöndunartæki, veggflís- ar. Það fæst líka í BYKO. Hreinlætistækin eru af ýmsum gerðum í mörgum litum og úr- valið af blöndunartækjum og keramikflísum er satt að segja ótrúlega mikið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.