Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 21 ild ríkisins og hefur íarhverfi í Grindavík " ¦¦ -: :- ¦ :l:: -: ¦ ':¦ ¦ .':¦ ¦ " ' ' ' ¦ ¦Fveir vinir. Séra Gisli á Brún sinuni. :;, • i":,-iftfíBií'i1Íjif"iii ám til fóöurs, og aö lokum var á- skilinn réttur til beitar fyrir þann fénaö, sem þessi jarðarstærö gat borið. Viö hjónin höföum alltaf „blandað bU", eins og nii er farið að kalla það, bæði sauðfé, kýr og hross, og búnaðist vel, að visu með mikilli hjálp og i góðri sam- vinnu við þá Klausturbræöur, sem kunnir eru að hjálpfýsi og margs konar drengskap. En svo ört hefur byggðin vaxið á Kirkjubæjarklaustri, aö allt ,,preststúnið", sem svo var kall- að, er komið undir byggingarlóð- ir. Það var þvi ekki litils virði fyrir islenzka rfkið að vera búið að tryggja sér land fyrir þessa mjög svo öru uppbyggingu, sér- staklega kringum skólann, sem risið héfur á Klaustri með mikl- um myndarbrag, eins og mörgum er kunnugt. Breiðabólstaður, sem er austar á Siðunni, er gamalt læknissetur. Þegar ég var á Klaustri gerðist það, að læknirinn fluttist þangað. Aður var þar landssimastöð, pósthús og barnaskóli, að ó- gleymdri verzlunarmiðstöð hér- aösins, með myndarlegu útibúi frá Kaupfélagi Skaftfellinga i Vik. Þannig hefur fjölmargt stuðlað aö því á liðnum árum, aö Kirkjubæjarklaustur verði hér- aösmiðstöð, og aö þar myndist nokkur þéttbýliskjarni. Deildarstjóri jarðeigna- deildar ríkisins. — Þú hefur samt ekki beöiö elliáranna á Klaustri, þótt þér liði i alla slaöi vel þar. — Rétt er það. Ég var talsvert innan við sextugt, þegar ég flutt- ist frá Kirkjubæjarklaustri. Það er persónulegsannfæringmin, að ekki sé heppilegt að sami maður- inn gegni sama starfinu alla sina embættistið. Og hvað prestum viðkemur, þá er ég alveg viss um að bæði presti og söf nuði er það á- vinningur að skipt sé um öðru hverju. Um mi'g er-það að segja, að ég sótti um nokkur brauð á meöan ég var á Klaustri, en hlaut aldrei kosningu. Það var að visu ekki beinlinis uppörvandi. Svo gerðist það, að auglýst var fulltriiastaða i jarðeignadeild rfkisins, sem Sveinbjörn Dag- finnsson veitti þá forstöðu. Ég sótti um þessa stöðu og fékk hana og fluttist til Reykjavikur haustið 1964, og hef verið starfandi þarna Fulltrúar á fundi Stéttarsambands bænda, en þar átti séra Gisli sæti um langt árabil. — Talið frá vinstri: Guðmundur Ingi Kristjánsson. Sæmundur Friðriksson, séra GIsli Brynjólfsson og Páll Zóphoniasson. i jarðeignadeikhnni siðan. Deild- arstjóri jarðeignadeildar hef ég verið frá sfðustu áramótum. — Til þin eiga þeir þá að leita, sem kunna að renna hýru auga til rikisjarða á tslandi? — Já. Þessi jarðeignadeild var stofnuð i ráðherratíð Hermanns Jónassonar, og voru þá settar undir þann hatt allar rikisjarðir, nema þær sem eðli sinu sam- kvæmt heyra undir aðrar stofn- anir. Þannig eru til dæmis allar prestssetursjarðir á snærum kirkjumálaráðuneytisins, allar skógarjarðir eru undir umsjón Skógræktar rikisins og Land- græðslan er með margar jarðir á sinum vegum. En allar almennar bUjarðir, hvort sem þær eru setn- ar eða þær eru auðar og nytjaðar af öðrum bændum, þá eru þær undir umsjá jarðeigandeildar landbiinaðarráðuneytisins. — Er nokkurn tima hægt að fá rikisjörð keypta? — Já, undir vissum kringum- stæðum er það hægt. Samkvæmt ákvæðum um sölu þjóð- og kirkju- jarða, erfðaábúð og óðalsrétt, hafa bændur, sem búið hafa þrjú ár á viðkomandi jörð, rétt til þess að kaupa ábýlisjörð slna, ef þeir geta fengið meðmæli hrepps- nefndar og uppfylla önnur skil- yrði, og ef ráðherra telur ekki eitthvað annað vera þvi til fyrir- stööu. 1 annan stað geta þeir, sem hafa hug á að kaupa rikisjörð, — hvort sem það eru hreppsfélög eöa einstaklingar, — leitaö til þingmanna að bera fram frum- varp um sölu á þessari tilteknu jörð, og ef frumvarpið nær sam- þykkt alþingis, fá þeir undir flest- um kringumstæðum jörðina keypta. — Það þarf þannig lagasetningt I hvert skipti? — Já, nema þegar um er aö ræða bændur, sem búa á jörðun- um og uppfylla öll eðlileg skilyrði sem sett eru. Það eru aðeins ein- stáklingar, sem ekki búa á jörð- unum, opinberar stofnanir og hreppsfélög, sem þurfa að leita lagaheimildar til kaupanna. Gagnkvæm kynni og samvinna — Ef við leyfum okkur aö kitla taugar einhverra háttvirtra les- enda: Er ekki eitthvað til af rikis- jörðum, sem engar Ifkur eru til að þar verði nokkru sinni búið, og sem hugsanlegt er að þreyttir bæjarbúar gætu fengið keyptar til þess að hvfla sig þar á sumrin? — Eins og ég sagði áðan, er ekki hægt að fá þær keyptar nema með vissum skilyrðum og laga- setningu. Hins vegar koma alltaf annað slagið fram fyrirspurnir um þetta, sem þU varst að minn- ast á, og ég held að segja megi, að það sé vilji löggjafans hverju sinni að reyna að koma til móts við þarfir manna og óskir, á þessu sviði sem öðrum. Ef mig ekki misminnir var á siðasta þingi samþykkt þingsályktunartillaga þess efnis, að-rfkisvaldið léti fara fram athugun á þvi, hvort ekki væru einhverjar jarðir i eigu þess, sem heppilegar væru til þess að afhenda þær fólki til sum- ardvalar. Ekki er mér að visu kunnugt um að nokkuð sérstakt hafi verið gert i þessu efni ennþá, og sannleikurinn er sá, að ef ætti að skipuleggja heil sumarbú- staðahverfi á vissum stöðum, þá er hætt við að það skapaði veru- legan átroðning i umhverfinu. Og það er fullkomlega eðlilegt, að sveitafólk sé á verði gagnvart sliku. Hitt vita allir, að þess háttar sambiið hefur mjög viða gengið vel og arekstralaust. Þess eru fjölmörg dæmi, að kaupstaðafólk hafi fengið leigða aðstöðu eða keypta bletti i landareign bú- jarða. Af þvi hafa sprottið gagn- kvæm kynni, samvinna og vin- átta, sem hafa orðið öllum hlutað- eigendum til góðs. — Er ekki langsamlega al- Frú Asa )>. Valdimarsdóttir, kona séra Gisla Brynjólfssonar, ræktaði fajíran garö ao Kirkjubæjarklaustri þegar þau voru þar. Og hér eru þau i garðinum sinum ásamt biskupi tslands, herra Sigurbirni Einarssyni. gengast að rfkisjarðir séu i byggð, og meira að segja setnar með prýði? — JU, sem betur fer er það svo. Ég hef ekki getað séð, að þeim bændum sem sitja rikisjarðir bUnistverr en hinum, þótt margir hafi haldið þvi fram, að æskileg- ast sé að bændur eigi sjálfir á- býlisjarðir sinar. Sizt skal ég am- ast við þvi að jarðir séu i einka- eign, en mér finnst hvort tveggja fara mætavel saman, hlið við hlið. 1 langflestum tilvikum hefur rikiseignin gefizt bændum ágæt- lega, og þeir hugsa engu miður um jarðirnar, sem þeir hafa þannig á leigu en allflestir bænd- ur um eignarjarðir sinar. Þetta er, eins og flest annað, undir ein- staklingnum komið, og ekki hægt að draga þar neinar skarpar línur á milli. „Mannfólk mikilla sæva" — En svo við snúiini okkur frá bdskap og að bókum: Er það ekki rétt, sem ég þykist hafa frétt, að þd hafir stundað grúsk f tóm- stundum þinum? — Ekki ber ég á móti þvi. Mér þykir ákaflega gaman að koma niður á Þjóðskjalasafn og lita þar á sóknarmannatöl og ministerial- bækur prestanna, og visitasiu- gerðir biskupa og prófasta. Svo gerðist það eitt sinn, að ég tók mig til og skrifaði æviatriði prestanna á Stað i Grindavik, sem nU er orðið eitt af eyðibýlum landsins. Þetta sýsl mitt leiddi til þess að ég komst i kynni við félag eitt, sem heitir Staðhverfingafé- lag, og það hafði hug á þvi að láta skrá sögu þessa hverfis. Arang- urinn af þessum kynnum varð svo sá, að nU er verið að prenta sögu þessa hverfis, skráða af mér. Mun sU bök koma út nuna fyrir jólin. — Er leyfilegt að spyrja, hvaö barniðáaðheita, eða hefurskirn- arathöfnin þegar farið fram? — Ég held að Utgefandinn, Orlygur Hálfdánarson, vilji láta -bókina heita Mannfóík mikilla sæva, og mun þar vera um að ræða smitun frá hinum alkunnu orðum Hávamála: Litilla sanda, litilla sæva, litil eru geð guma. Honum hefur sjálfsagt fundizt sem Staðhverfingar ættu þveröf- Eldmessan. Séra Jón Steingrims- son blessar yfir söfnuö sinn. — Útskurftur eftir Ríkarð Jónsson á skirnarfonti i Prestsbakkakirkju á Siðu. uga einkunn skilda, og ekki ber ég á móti því. Svo mikið er að minnsta kosti vist, að oft getur sjór orðiö stór i Grindavik. — Er þetta stór bók, séra Gisli? — HUn er I vænu broti og eitt- hvað á þriðja hundrað siður. Ég held að myndirnar i henni séu orðnar upp undir tvö hundruð, þegar allt er talið, bæði manna- og landslagsmyndir. — Þetta er kannski ekki eina „synd" þin á sviði fræðanna, ef ég má nota slikt orð? — Ja, þegar ég hef verið á ferðalögum og hef komizt i kynni við bæði staðinn og fólkið sem þar býr, þá hef ég stundum skrifað þætti um þetta, — landið og fólkið sem ég kynntist. Sumt af þessum þáttum hefur birzt i Lesbók Morgunblaðsins og vfðar. Ég hef einkum lagt mig eftir sveitunum „Milli sanda" I Vest- ur-Skaftafellssýslu, en það eru sveitirnar á milli Mýrdalssands ogSkeiðarársands, og ég-a dálitið af fróðleik um þetta land og lif fólksins þar. — Þú værir ef til vill ekkert á iuóti þvi að halda slikri iðju á- fram, ef færi gefst á á efri arun- um? — Ég er auðvitað ákaflega feg- inn að eiga þetta athvarf, ef ég heldheilsuogstarfskröftum, eftir að ég verð kominn yfir lögaldur embættismanna og hættur starfi. —VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.