Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 21 E Séra Gísli Brvniólfsson. ÞEIR SEM ÞURFA að leita upplýsinga um jarðir i eigu islenzka rikisins, munu flestir kannast við séra Gisla Brynjólfsson í landbún- aðarráðuneytinu i Reykjavik. En þar sem séra Gisli hefur, — eins og embættistitill hans ber með sér, — gert fleira um dagana en að veita upplýsingar og margháttaða fyrir- greiðslu um rikisjarðir, þótti fara vel á þvi að hefja samræðumar með þvi að spyrja um aðra hluti. Sat á Klaustri í 27 ár — Er það ekki rétt, séra Gisli, að þú hafir lengi verið sálnahirðir Vestur-Skaftfellinga? — Jii, rétt er það, ég var I rúm- an aldarfjórðung prestur á Kirkjubæjarklaustri á Siðu. Ég vígðist þangað haustið 1937, og var einn af síðustu mönnunum, sem Jón biskup Helgason vigði til prestsþjónustu. Ég settist að á Kirkjubæjar- klaustri, enda þótt hið rétta prestssetur væri reyndar Prests- bakki, sem er nokkru austar á Siðunni. Þarna hafði verið prests- laust i eitt eða tvö ár, áður en ég kom, og bóndi sat á Prestsbakka, en ég var einhleypur og hugði ekki á búskap að svo komnu máli svo að ég fékk að dveljast hjá þeim mæta héraðshöfðingja, Lár- usi Helgasyni á Kirkjubæjar- klaustri og hans ágætu konu, Elinu. Síðan varð framvinda mála sú að ég var alla mina tið á Kirkjubæjarklaustri, en fluttist aldrei að Prestsbakka, enda þótt þaö sé vildisjörð og þar hafi margir vel búið. — Sá rikið þér þá fyrir aðstöðu til frambúðar á Klaustri? — Já, það var keyptur partur úr jörðinni og ákveðið að byggja þar prestssetur. Þannig hefur þetta verið siðan, en með þessu voru höfð endaskipti á hiutunum, þvi að á meðan séra Jón Stein- grfmsson var prestur þarna, svo sem frægt er orðið i íslandssög- unni, þá sathann á Prestsbakka, en kirkjan var á Klaustri. Ég, aftur á móti, sat á Klaustri, þótt kirkjan væri á Prestsbakka. Nú er komin kirkja á Kirkjubæjar- klaustri, eins og allir sjá, sem þar eiga leið um, Það er minningar- kapella um séra Jón Steingrims- son, eldklerkinn fræga, og var sannarlega vel við eigandi að vigja hana á þjóðhátiöardaginn 17. júni 1974, á þjóðhátiðarári. Nú er þvi bæði prestur og kirkja á þessu fornhelga setri Skaftfell- inga. — Var þetta ekki fjölmennt prestakall, þegar þú varst þar? — Nei, þetta var og er heldur meö fámennari prestaköllum, þótt þaö taki að visu yfir allmarg- ar sveitir, Siðuna, Landbrotiö og hálfan Brunasand, sem er i svo- kallaðri Prestsbakkasókn. Svo er Kálfafell i Fljótshverfi, þar sem sóknin er Fljótshverfið sjálft og Brunasandur hálfur. Nokkuð er þetta viðlent. Frá Klaustri austur að Kálfafelli eru eitthvað um þrjátiu kilómetrar, ef ég man rétt, og þegar ég kom fyrst þang- að austur, voru ekki brýr nema á Hverfisfljóti og Brunná i Fljóts- hverfi. Aðrar ár á þessum slóðum eru lika fremur litlar að öllum jafnaði, þótt nokkur vöxtur geti hlaupið i þær, einkum i haust- og vetrarrigningum, en það kom ekki að sök, þótt ég væri óvanur vötnum, þvi að mér var alltaf fylgt og séð um að ég kæmist ferða minna heilu og höldnu. TIS Fékk miklar mætur á Vestur-Skaftfellingum — Fannst þér ekki heillandi að búa á Kirkjubæjarklaustri, sem er ekki aðeins einhver fegursti staður á landinu, heldur einnig svo mjög sögufrægur, sem al- kunna er? — Jú. Að visu var ég ekki svo mjög kunnugur þessu, þegar ég kom fyrst austur, en þó hafði ég lesið ævisögu séra Jóns Stein- grimssonar, Hana hafði ég með mér austur og las i henni jafnan á hverju ári, enda er það ein þeirra bóka, sem hægt er að lesa aftur og aftur og lita i hvenær sem er, eins og til dæmis Njálu. Annað var og, sem jók mjög á ánægju mina — og vil ég segja . lifshamingju — austur þar: Ég kynntist þar fljótt ákaflega góðu og traustu fólki. Ég fékk strax i upphafi miklar mætur á Vest- ur-Skaftfellingum og hef litið upp til þeirra frá fyrstu kynnum til þessa dags. Sama er að segja um landið sjálft. Mér féll það strax mjög vel i geð, enda er fagurt á Kirkjubæjarklaustri, eins og þú sagðir áöan, og að visu engum manni þakkandi, þótt hann uni þar vel hag sinum. Nú eru liðin rúm tiu ár, slðan ég fluttist það- an, og ég sakna enn áranna minna þar, sem voru hvorki meira né minna en tuttugu og sjö. — Þú sagðist hafa veriö ókunn- ugur Skaftafellssýslu og Skaft- fellingum, þegar þú komst þang- að fyrst. — Já, ég var það. Ég fluttist austur siðla hausts, i október, og hafði þá aðeins einu sinni komið austur á Siðu. Það var sumarið áður, þegar ég fór austur að Klaustri til þess að kynna mér að- stæður, og hvernig ég gæti bezt komið mér fyrir, ef úr þessu yrði, og ég yrði vigður þangað. Hins vegar á ég rætur að rekja i Vestur-Skaftafellssýslu, þegar horft er aftur i timann, og má þannig meö nokkrum rétti segja, að ég væri að vitja fornra stööva. Langa-langafi minn átti heima bæði I Seglbúðum, Kirkjubæjar- klaustri og Rauðabergi i Fljóts- hverfi. Sverrir Eiriksson hét hann. Meðal sona hans var Eirik- ur Sverresen sýslumaður, siðast i Kollabæ i Fljótshllð. Dætur hans tvær urðu báðar ömmur minar. önnur var Guðlaug, kona séra Gisla á Reynivöllum, hún var móðir föður mins, en hin var Sig- riður, kona séra Jóns Þörðarson- ar á Auökúlu, og hún var móðir móöur minnar, Baðar þessar konur, Guðlaug og Sigriður voru dætur Eirlks sýslumanns, og þar með get ég rakið bæði föður- og móðurætt mina i Vestur-Skafta- fellssýslu. Það er mikil prestaætt, sem að mér stendur, og liklega var það fyrir áhrif hennar, bæði beint og óbeint, að ég gerðist prestur. Bróðir minn var prestur, — séra Eirikur á Otskálum, — föður- bróðir og móðurbróðir minn voru báðir prestar, og ég held, að ég sé sjötti maður frá séra Illuga Hall- dórssyni á Borg á Mýrum, sem Stjórnar jarðeignadeild ríkisins og hefur skrifað bók um Staðarhverfi í Grindavík ir vinir. Séra Gisli á Brún sinum. var bróðir Bjarna Halldórssonar á Þingeyrum, og það eru prestar I öllum liðunum á milli okkar séra .niuga. Sex ættliðir, og meira eða minna af prestum I þeim öllum. Það var þvi sizt aö undra, þótt mér rynni blóðið til skyldunnar, og ég gladdist mjög, þegar sonur minn tók sér fyrir hendur aö lesa guöfræði. Hann er nú prestur i Stafholti i Borgarfirði. — Hann er þannig sjöundi ættliðurinn I röð, sem helgar sig prestsstarfinu. — En hvar fæddist þú sjálfur? — Ég fæddist á sveitabæ, sem nú er orðinn hluti af Reykjavik, Skildinganesi við Skerjafjörð. Foreldrar minir fluttust hingað suður norðan úr Húnavatnssýslu árið 1907, fyrst til Viðeyjar, og voru þar i tvö ár, en bjuggu siðán lengi i Skildinganesi, og þar fædd- ist ég, yngstur niu systkina. Eftir lát föður mins, fluttist móðir min meö okkur til Reykja- víkur, en þrátt fyrir það þótt ekki væri auöur I búi, lögöu foreldrar okkar rika áherzlu á að mennta okkur. Þrir bræðurnir urðu stúdentar, tvö fóru i Verzlunar- skólann og fjórar systurnar voru i Kvennaskólanum. Við megum þvi sannarlega minnast foreldra okkar með þakklæti. Þar eru skilyrði fyrir péttbýliskjarna — En svo við vikjum aftur að þcirri ágætu jörð, Kirkjubæjar- klaustri á Siðu: Bjóstu þar jafn- framt prestsskapnum? — Já, já. Þannig var frá mál- unum gengið, þegar rikið keypti þennan part jarðarinnar af Lár- usi fyrir prestssetur, að þá fylgdi með I kaupunum ákveðin tún- stærð, eitthvað þrjá til fjóra hekt- ara. Svo voru slægjur i Heiðinni, sem nægja áttu fimmtiu til sextiu ám til fóðurs, og að lokum var á- skilinn réttur til beitar fyrir þann fénað, sem þessi jarðarstærð gat borið. Við hjónin höföum alltaf „blandað bú”, eins og nú er farið að kalla það, bæði sauðfé, kýr og hross, og búnaðist vel, að visu með mikilli hjálp og i góðri sam- vinnu við þá Klausturbræður, sem kunnir eru að hjálpfýsi og margs konar drengskap. En svo ört hefur byggðin vaxiö á Kirkjubæjarklaustri, að allt „preststúnið”, sem svo var kall- að, er komið undir byggingarlóð- ir. Það var þvi ekki litils virði fyrir islenzka rikið að vera búið að tryggja sér land fyrir þessa mjög svo öru uppbyggingu, sér- staklega kringum skólann, sem risið hefur á Klaustri með mikl- um myndarbrag, eins og mörgum er kunnugt. Breiðabólstaður, sem er austar á Slðunni, er gamalt læknissetur. Þegar ég var á Klaustri gerðist það, að læknirinn fluttist þangað. Aður var þar landssimastöð, pósthús og barnaskóli, að ó- gleymdri verzlunarmiðstöð hér- aösins, með myndarlegu útibúi frá Kaupfélagi Skaftfellinga i Vik. Þannig hefur fjölmargt stuölað að þvi á liönum árum, að Kirkjubæjarklaustur verði hér- aösmiðstöð, og að þar myndist nokkur þéttbýliskjarni. Deildarstjóri jarðeigna- deildar rikisins. — Þú hefur samt ekki beðiö elliáranna á Klaustri, þótt þér liði i alla staði vel þar. — Rétt er það. Ég var talsvert innan við sextugt, þegar ég flutt- ist frá Kirkjubæjarklaustri. Það er persónuleg sannfæring min, að ekki sé heppilegt að sami maður- inn gegni sama starfinu alla sína embættistið. Og hvað prestum viðkemur, þá er ég alveg viss um að bæði presti og söfnuði er það á- vinningur að skipt sé um öðru hverju. Um mig er það að segja, að ég sótti um nokkur brauð á meðan ég var á Klaustri, en hlaut aldrei kosningu. Það var að visu ekki beinlinis uppörvandi. Svo gerðist það, að auglýst var fulltrúastaða i jarðeignadeild rikisins, sem Sveinbjörn Dag- finnsson veitti þá forstöðu. Ég sótti um þessa stöðu og fékk hana og fluttist til Reykjavikur haustið 1964, og hef verið starfandi þarna Skaftfellsk vatnsföll hafa löngum þótt ódæl viðureignar. Hér sést gömul kláfferja á Hverfisfljóti i Fljótshverfi. Fulltrúar á fundi Stéttarsambands bænda, en þar átti séra Gisli sæti um langt árabil. — Talið frá vinstri: Guðmundur Ingi Kristjánsson. Sæmundur Friðriksson, séra GIsli Brynjólfsson og Páll Zóphonlasson. i jarðeignadeildinni siðan. Deild- arstjóri jarðeignadeildar hef ég verið frá siðustu áramótum. — Til þin eiga þeir þá að leita, sem kunna að renna hýru auga til rikisjarða á íslandi? — Já. Þessi jarðeignadeild var stofnuð i ráðherratið Hermanns Jónassonar, og voru þá settar undir þann hatt allar rikisjarðir, nema þær sem eðli sinu sam- kvæmt heyra undir aðrar stofn- anir. Þannig eru til dæmis allar prestssetursjarðir á snærum kirkjumálaráðuneytisins, allar skógarjarðir eru undir umsjón Skógræktar ríkisins og Land- græðslan er með margar jarðir á sinum vegum. En allar almennar bújarðir, hvort sem þær eru setn- ar eða þær eru auðar og nytjaðar af öðrum bændum, þá eru þær undir umájá jarðeigandeildar landbúnaðarráðuneytisins. — Er nokkurn tima hægt að fá rikisjörð keypta? — Já, undir vissum kringum- stæðum er það hægt. Samkvæmt ákvæðum um sölu þjóð- og kirkju- jaröa, erfðaábúð og óðalsrétt, hafa bændur, sem búið hafa þrjú ár á viðkomandi jörð, rétt til þess að kaupa ábýlisjörð slna, ef þeir geta fengið meðmæli hrepps- nefndar og uppfylla önnur skil- yrði, og ef ráðherra telur ekki eitthvað annað vera þvi til fyrir- stöðu. 1 annan stað geta þeir, sem hafa hug á að kaupa rikisjörð, — hvort sem það eru hreppsfélög eða einstaklingar, — leitað til þingmanna að bera fram frum- varp um sölu á þessari tilteknu jörö, og ef frumvarpið nær sam- þykkt alþingis, fá þeir undir flest- um kringumstæöum jörðina keypta. — Það þarf þannig lagasetningi I hvert skipti? — Já, nema þegar um er aö ræða bændur, sem búa á jörðun- um og uppfylla öll eðlileg skilyrði sem sett eru. Það eru aðeins ein- stáklingar, sem ekki búa á jörð- unum, opinberar stofnanir og hreppsfélög, sem þurfa að leita lagaheimildar til kaupanna. Gagnkvæm kynni og samvinna — Ef við leyfum okkur að kitla taugar einhverra háttvirtra les- enda: Er ekki eitthvað til af rikis- jörðum, sem engar llkur eru til aö þar verði nokkru sinni búið, og sem hugsanlegt er að þreyttir bæjarbúar gætu fengið keyptar til þess að hvila sig þar á sumrin? — Eins og ég sagði áðan, er ekki hægt að fá þær keyptar nema með vissum skilyrðum og iaga- setningu. Hins vegar koma alltaf annað slagið fram fyrirspurnir um þetta, sem þú varst að minn- ast á, og égheld að segja megi, að það sé vilji löggjafans hverju sinni að reyna að koma til móts við þarfir manna og óskir, á þessu sviði sem öðrum. Ef mig ekki misminnir var á siðasta þingi samþykkt þingsályktunartillaga þess efnis, að rikisvaldið léti fara fram athugun á þvi, hvort ekki væru einhverjar jarðir i eigu þess, sem heppilegar væru til þess að afhenda þær fólki til sum- ardvalar. Ekki er mér að visu kunnugt um að nokkuð sérstakt hafi verið gert i þessu efni ennþá, og sannleikurinn er sá, að ef ætti að skipuleggja heil sumarbú- staðahverfi á vissum stöðum, þá er hætt við að það skapaði veru- legan átroðning i umhverfinu. Og það er fullkomlega eðlilegt, að sveitafólk sé á verði gagnvart sliku. Hitt vita allir, að þess háttar sambúð hefur mjög viða gengið vel og arekstralaust. Þess eru fjölmörg dæmi, að kaupstaðafólk hafi fengið leigða aðstöðu eða keypta bletti i landareign bú- jarða. Af þvi hafa sprottið gagn- kvæm kynni, samvinna og vin- átta, sem hafa orðið öllum hlutað- eigendum til góðs. — Er ekki langsamiega al- Krú Ása Þ. Valdimarsdóttir, kona séra Gisla Brynjólfssonar, ræktaði fagran garð að Kirkjubæjarklaustri þegar þau voru þar. Og hér eru þau i garöinum sinum ásamt biskupi islands, herra Sigurbirni Einarssyni. gengast að rikisjarðir séu i byggð, og meira að segja setnar með prýði? — Jú, sem betur fer er það svo. Ég hef ekki getað séð, að þeim bændum sem sitja rikisjarðir búnist verr en hinum, þótt margir hafi haldið þvi fram, að æskileg- ast sé að bændur eigi sjálfir á- býlisjarðir sinar. Sizt skal ég am- ast við þvi að jarðir séu i einka- eign, en mér finnst hvort tveggja fara mætavel saman, hlið við hlið. t langflestum tilvikum hefur rikiseignin gefizt bændum ágæt- lega, og þeir hugsa engu miður um jarðirnar, sem þeir hafa þannig á leigu en allflestir bænd- ur um eignarjarðir sinar. Þetta er, eins og flestannað, undir ein- staklingnum komið, og ekki hægt að draga þar neinar skarpar llnur á milli. ,,Mannfólk mikilla sæva” — En svo viö snúum okkur frá bdskap og að bókum: Er það ekki rétt, sem ég þykist hafa frétt, að þú hafir stundaö grúsk i tóm- stundum þinum? — Ekki ber ég á móti þvi. Mér þykir ákaflega gaman að koma niður á Þjóðskjalasafn oglita þar á sóknarmannatöl og ministerial- bækur prestanna, og visitasiu- gerðir biskupa og prófasta. Svo gerðist það eitt sinn, að ég tók mig til og skrifaði æviatriði prestanna á Stað i Grindavik, sem nú er orðið eitt af eyðibýlum landsins. Þetta sýsl mitt leiddi til þess að ég komst i kynni við féiag eitt, sem heitir Staðhverfingafé- lag, og það hafði hug á þvi að láta skrá sögu þessa hverfis. Arang- urinn af þessum kynnum varð svo sá, að nú er verið að prenta sögu þessa hverfis, skráða af mér. Mun sú bók koma út núna fyrir jólin. — Er leyfilegt að spyrja, hvað barnið á að heita, eða hefur skirn- arathöfnin þegar farið fram? — Ég held að útgefandinn, örlygur Hálfdánarson, vilji láta •bókina heita Mannfólk mikilla sæva, og mun þar vera um að ræða smitun frá hinum alkunnu orðum Hávamála: Litilla sanda, litilla sæva, litil eru geð guma. Honum hefur sjálfsagt fundizt sem Staðhverfingar ættu þveröf- Eldmessan. Séra Jón Steingrlms- son blessar yfir söfnuð sinn. — Ctskurður eftir Rikarð Jónsson á skirnarfonti i Prestsbakkakirkju á Siðu. ugaeinkunnskilda.ogekki ber ég á móti þvi. Svo mikið er að minnsta kosti vist, að oft getur sjór orðið stór i Grindavik. — Er þetta stór bók, séra Gísli? — Hún er i vænu broti og eitt- hvað á þriðja hundrað siður. Ég held að myndirnar i henni séu orðnar upp undir tvö hundruð, þegar allt er talið, bæði manna- og landslagsmyndir. — Þetta er kannski ekki eina ,,synd” þin á sviði fræðanna, ef ég má nota slikt orð? — Ja, þegar ég hef verið á ferðalögum og hef komizt i kynni við bæði staðinn og fólkið sem þar býr, þá hef ég stundum skrifað þætti um þetta, — landið og fólkið sem ég kynntist. Sumt af þessum þáttum hefur birzt i Lesbók Morgunblaðsins og viðar. Ég hef einkum lagt mig eftir sveitunum ,,Milli sanda” i Vest- ur-Skaftafellssýslu, en það eru sveitirnar á milli Mýrdalssands og Skeiðarársands, og ég-á dálitið af fróðleik um þetta land og lif fólksins þar. — Þú værir ef til vill ekkert á móti þvi aö halda slikri iðju á- fram, ef færi gefst á á efri árun- um? — Ég er auðvitað ákaflega feg- inn að eiga þetta athvarf, ef ég held heilsu og starfskröftum, eftir að ég verð kominn yfir lögaldur embættismanna og hættur starfi. —VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.