Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 31 Nitty Gritty Dirt Band — Dream United Ártists Records — UA- LA-4G9-G ★ ★ ★ ★ ★ -5" THE NITTY GRITTY DIRT BAND hafa oft verið kallaðir meistarar hinna mörgu tón- listarstefna, sem nú ráða rikj- um — þar er átt við að þeir geti eiginlega leikið hvaða afbrigði af rokki sem er, eins og þeir sem allt geta. Hvað satt er i þessu, veit ég ekki, en eitt er vist, að þeir búa yfir miklum tónlistar- hæfileikum. Ferill hljómsv. hefur ekki alltaf verið dans á rósum, — svo svart var það einu sinni, að hún hætti, 1969, — en ári seinna (tón- listarunnendum til óblandinnar gleði) hófu þeir að leika saman á ný, og úr varð platan Uncle Charlie and his Dog Teddy (þeirra fimmta plata að ég held), og Nitty Gritty vöktu heimsathygli — að íslandi undanskildu. Ég náði i þessa plötu á útsölu og hef sjaldan gert önnur eins kjarakaup um ævina. Næst kom svo platan All the Good Times, 1971, og seint á ár- inu 1972 féll sprengjan, er þeir gáfu út þriggja platna albúmið Will the Circle Be Unbroken. A þeirri plötu söfnuðu þeir að sér mörgum frægustu country- söngvurum vorra tima, jafnt ungum sem öldnum, og útkom- an varð einhver frægasta og heimssögulegasta plata, sem gerðhefur verið. Siðan kom tvö- falthljómleikaalbúm, Stars And Stripes Forever, og þá fyrst skildi ég, hvers vegna hljóm- leikar þeirra eru sagðir hrein upplifun. Þá erum við komin að nýju plötunni, Dream, og ekki vantar fjölbreytnina þar. Plötuhliðarnar byrja og enda á þvi, sem kalla mætti framúr- stefnu eða elktróniska tónlist, en framhaldið er eitthvað á þessa leið: Fyrst kemur leikið lag, gæti verið irskt þjóðlag, leikið i blue-grass stil, þá er gamalt, þekkt country-lag, Battle Of New Orleans, flutt i stil sem á ekkert sameiginlegt með country. Þá hörku stuðlag i country-rokkstil, siðan eldfjör- ugt blue-grass lag, þá gamalt og þekkt Hank Williams lag, „Hey Good Looking”, þar sem Linda Ronstadt syngur með af fullum krafti. Svo kemur klassiskur banjóleikur, meira country- rokk. soft rokk, gamalt Everly Brothers-lag, „All I’ve To Do is Dream”, og siðan endar platan á lagi, sem er undir sterkum reggae-áhrifum. Eftir þessa upptalningu ætti öllum heilvita mönnum að vera Ijóst, að hér er afburöa plata á ferðinni, þar sem ýmsu óllku er blandað saman, en flutt af slíkri snilld, að útkoman er heilsteypt. G.G. Meisfarar fjölbreytileikans LP-PLATA VIKUNNAR: DREAAA — NITTY GRITTY DIRT BAND Paul Simon — Still Crazy After AU These Years PC-33540 — Columbia. ★ ★ + Ar Garfunkel — Breakaway PC-33700 — Columbia ★ ★ ★ ★ + ÞAÐ ER VÍST óþarfi að kynna þá félaga Art Garfunkel og Paul Simon. Allir þeir, sem fylgzt hafa með sögu rokksins á und- anförnum tiu árum, hafa vist örugglega heyrt i þeim eða á þá — minnzt. Siðasta platan, sem þeir gerðu saman, var Bridge Over Troubled Water (1970), og er hún ein mest selda plata allra tima. Eftir þá plötu slitu þeir samvistum og lögðu út á sóló- brautina. Paul Simon hefur gert þjrár plötur (plús eina sem hann gerði ’65, The Paul Simon Songbook) og Garfunkel eina. Þvi verður ekki neitað, að við samanburð hafa plötur Simons haft tölu- verða yfirburði, enda var það Simon, sem samdi lög þeirra hér áður fyrr, þannig að lög hans eru meira i ætt við Simon- Garfunkel-timann. Nýlega komu út plötur frá þeim báðum, og er eitt lag það sama á báðum plötunum, „My Little Town”. 1 þvi lagi syngja þeir saman upp á gamla mát- ann, og er ekki annað að heyra, en að gömlu góðu dagarnir séu ekki með öllu gleymdir. Snúum okkur þá að plötum þeirra og byrjum á plötu Paul Garfunkel slær Simon við Simons, Still Crazy After All These Years. Bezta lag þeirrar plötu er „My Little Town”, og bar það höfuð og herðar yfir allt annað á plötunni, enda eru hin lögin svona og svona. Flutningurinn er svo sem á- gætur, en lögin eru einfaldlega ekki nógu góð. Melódiurnar eru stirðar og sumar hverjar leiðin- legar, þannig að i heildina er platan þunglamaleg og langt fyrir neðan getu Paul Simons. Still Crazy After All These Years olli mér vonbrigðum, og ég vona, að i framtiðinni eigi Simon eftir að gera betri hluti en þetta — hann hefur svo oft sannað snilli sina. Plata Garfunkels, Breaka- way, kom mér aftur á móti skemmtilega á óvart. Garfunkel semur að visu ekki lögin sjalfur, heldur velur hann sér lög úr ýmsum áttum, sum ný, önnur gömul. Að þessu sinni hefur valið tek- izt vel, þvi lögin eru öll mjög góð, með fallegum melódium, að einu undanskildu. Eins og áð- ur sagði, er „My Little Town” á þessari plötu, en hér er það ekki bezta lagið, heldur aðeins i hópi þeirra beztu. Platan i heild er róleg og frekar falleg. Af ein- stökum lögum má nefna lag Alberts Hammonds, „99 Miles From L.A.”, Beach Boys-lagið „Disney Girls” og eitt vinsæl- asta lagið i Evrópu um þessar mundir, „I Only Have Eyes For You”. Breakaway er virkilega góð og vönduð plata, allur flutning- ur er fyrsta flokks, og söngur Garfunkels er stórgóður. Sama gamla tuggan Alvin Lee — Pump lron PC 33796 —Columbia ★ ★ EFTIR AÐ Ten Years After hættu, hefur Alvin Lee verið nokkuð iðinn við plötuútgáfu — tvöfalt albúm i vor og þessi nýja plata fyrir stuttu. Tvöfalda albúmið, er kom út i vor, var að visu tekið upp á hljómleikum og mjög gott sem slikt. Þess vegnabjóstég við að þessi nýja plata Lee, sem er fyrsta stúdió- sóló-plata hans eftir að TYA hættu, væri upphafið að nýjum sigrum, eftir að hann hefur verið að hjakka i sama farinu meö TYA i mörg ár. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Flest laganna á plötunni er sama gamla tuggan, sem Lee er búinn að japla á I mörg ár, þ.e. einföld hard-rokklög, þar sem gitarinn e- -oalhljóðfærið. í þokkabót hefur Lee gerzt svo ósvifinn að setja tvö live-lög inn á þessa plötu og koma þau eins og skrattinn úr sauðaleggnum, innan um hin lögin, sem öll eru stúdióunnin. Þegar litið er á heildina, er ekki annað hægt að segja, en að platan sé Alvin Lee til litils sóma og er greinilega kominn timi til að hann fari að gera eitthvað nýtt — annars er hann dauðadæmdur. -SþS. MEXICO 1 GÆRKVÖLDI kom ný hljómsveit i fyrsta skipti fram opinberlega og lék hún i Tóna- bæ. Þessi nýja hljómsveit ber nafnið Mexico* en meðlimir hennar eru allir mjög svo vel þekktir, en þeir eru: Arnar Sigurbjörnsson, gitar, Ragnar Sigurjónsson, trommur Þórður Árnason, gitar Bjarki Tryggvason, bassi og söngur Guðmundur Benediktsson, hljómborðshljóðfæri. — Af hverju Mexico? Nú það var fyrsta lagið sem við byrjuðum að æfa, sagði Arnar við Nú-timann. Mest seldu plöturnar vikuna 13. til 19. október Stórar plötur: 1. Sumar á Sýrlandi — Stuðmenn 2. American Graffiti — Ýmsir 3. Wish You were here— Pink Floyd 4. Still Crazy after all — Paul Simon 5. O'Lucky Man — Alan Price 6. Extra Texture— George Harrison 7. Born to Run — Bruce Springsteen 8. AAi11ilending — Megas 9. Blues for Allah — Greatful Death 10. Ministrel in the gallery — Jethro Tull Litlar plötur: 1. Black Superman — Jonny Wakelin 2. Rhinestone Cowboy — Glenn Campell 3. El Bimbo — Bimbo Jet 4. SOS — Abba 5. Love will keep Us together — The Captain & Tenille ............... .. / Faco hljómdeild Faco hljómdeild Laugavegi 89 Hafnarstræti 17 sími 13008 simi 13303. SENDUM I PÓSTKRÖFU Æ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.