Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 17 Í/JMIV SVALANDI ANDRÚMSLOFT Jakob Thorarensen: SKALDVERK I-VI Almenna bókafélagið 1975. ÞEGAR JAKOB THORARENSEN andaðist, i aprilmánuði 1972, rösklega hálf- niræður að aldri, hafði hann af- kastað miklu ævistarfi sem rit- höfundur. Eftir hann lágu tiu ljóðabækur, sjö smásagnasöfn og eitt leikrit, sem að visu hafði ekki komið út i bók, en verið flutt oftar en einu sinni opinber- lega. Allur ber þessi skáldskap- ur skýr einkenni höfundar sins, þau „jakobsku" einkenni, sem Jakob Thorarensen átti einn. Oftast eru ljóð Jakobs Thorarensens stæðileg að ytri gerð, þau minna á hreggbarin fjöll, eru traustleg en heldur ómjúk viðkomu. Hann virðist hafa haft miklar mætur á sterk- um orðum og jafnvel tekið á sig krók til þess að geta komið þeim að, þótt stundum yrði honum háít á þeirri viðleitni, eins og bráðum mun sýnt verða. Mörg Ijóða Jakobs urðu fljótt ákaflega vinsæl, og munu yrkis- efni hans hafa átt drjúgan þátt i þvi. Ég man vel þá tið, fyrir nokkrum áratugum, þegar kvæði hans Skuggamyndir, heillaði svo hjörtu rdmantiskra ungmeyja i afskekktum sveit- um, að það gekk i afskriftum bæ frá bæ.: Stuttu siðar straumur þungur steðjar fram með konulik, lemur þvi við kletta og klungur, kastar þvi svo upp i vik. Henni þótti þetta betra, þessi grimmu heljartök, en að vistast átján vetra i ógæfunnar þrengstu vök. Hér hefði höfundurinn átt að setja punkt og láta kvæðið ekki verða lengra, en þvi miður tók hann þann kost að fara að pré- dika frá eigin brjósti, og þá dett- ur allt niður á jafnsléttu. Siðasta erindið i kvæðinu er svona: Þú, sem veldur þessum skrefum, þekkir blygðun svikarans og færð að kenna á hefnihnefum hnúabera sannleikans. Hér reiðir skáldið refsivönd- inn, en málið er þróttlaust, höggið verður vindhögg. Ég hef valið þetta dæmi vegna þess, að hér erum við komin i námunda við það, sem mér, persónulega, hefur alltaf fundizt einn lakasti ljóðurinn á ráði Jakobs Thorarensens sem skálds. Hann er engan veginn laus við þá synd, sem margir höfundar hafa drýgt, bæði fyrir hans daga og eftir, — og er til dæmis mjög áberandi hjá Kristjáni Fjallaskáldi — að hrúga saman máttlausum og .marklitlum stóryrðum. (Hér á ég auðvitað ekki við klúryrði eða dónalegar skammir. Jakob Thorarensen var of vandur að virðingu sinni til þess að honum dytti nokkru sinni i hug að óhreinka skáldskap sinn með sliku). En eins og flestir munu nú vera farnir að skilja, að ,,...núerhorfiðNorðurland/nú á ég hvergi heima," er margfalt sterkari skáldskapur en ,,...i jörmunefldum iturmóði...", þannig mun það einnig ásann- ast, þótt siðar verði, að örstutt, hnitmiðuð smásaga, eins og Helfró eftir Jakob Thorarensen mun lifa lengur en tylft kvæða, þar sem reynt er að taka á af öllum kröftum. — Kyrst minnzt hefur verið á rekið — og ofrekið — orðalag hjá Jakobi Thoraren- sen, er ekki siður skylt að geta hins, að mjög oft tekst honum að yrkja heil kvæði með sterku orð færi, án þess að spennufall verði, eða málið verði nokkru sinni tilgerðarlegt, og er I hákarlalegum þar nærtækt dæmi. Og hann gat lika ort létt og lipurt (t.d. kvæðið Mikill munur o.fl.), þótt vafalaust hafi honum verið tamari hinn stirð- ari stíllinn. Allt öðru máli gegnir um sög- ur Jakobs Thorarensens en kvæði hans. Þær eru yfirleitt Jakob Thorarensen skrifaðar i ljósu og lipru máli, auðveldu aflestrar. Hann skrif- aði góð og eðlileg samtöl, ekki sizt þegar hann lagði gömlum kjarnakörlum og harðjöxlum orð i munn. Hann hefur vafa- laust kynnzt nokkrum slikum og fengið á þeim vissar mætur, svc oft sem sú manngerð skýtur upp kollinum i skáldskap hans. Vist verða þeir karlar ekki alltaf neinir englar i meðförum Jakobs, en traustir eru þeir og sjá.lfum sér samkvæmir, og — prýðilegt söguefni. Mikið hefur verið rætt um skop og hæðni Jakobs Thoraren- sens. Arni Hallgrimsson nefnir það „hina alkunnu Jakobsku kaldhæðni," í ritdómi I Iðunni 1929, og fleiri hafa tekið I sama streng. Sjálfsagt verður þvi ekki á móti mælt, að háðið sé sterkur þáttur í skáldskap hans, en ein- hvern veginn er það nú samt svo, að þótt hæðni hans sé „stundum gróf og köld", eins og Eirikur Hreinn Finnbogason borgarbókavörður segir i rit- gerð sinni Um Jakob Thoraren- sen og skáldskap hans, þá er ekki auðvelt að fyrtast eða reið- ast við lesturinn. Honum er ekki lagið að vera ónotalegur og sær- andi. Jakob Thorarensen átti ekkert skylt við þau samá- menni, sem geta ekki sagt skoð- un sina &' hversdagslegustu málum, án þess að særa náung- ann. Þegar Jakob Thorarensen fæddist, voru enn eftir fjórtán ár af nitjándu öldinni. Hann var orðinn fulltiða maður, þegar þær holskeflur riðu yfir, sem áttu eftir að umturna islenzku þjóðlifi gersamlega. Þvi hefði mátt ætla, að hann liti samtið sina hornauga og hefði jafnvel ýmugust á öllu bramboltinu og „framförunum." Þetta mun þó vera helzt til grunnfærnisleg ályktun. Það er að visu augljóst hverjum manni, sem eitthvað þekkir skáldskap Jakobs Thorarensens að ráði, að hann hefur haft miklar mætur á eðli- legu, heilbrigðu lifi sveitafólks, en það táknar ekki, að hann hafi verið fullur fordóma gagnvart bæjalifinu! Og ekki eru sveita- menn einir um það að neyta brauðs sins i sveita sins andlitis. (Sbr. hákarlamennirnir, sem Jakob orti um). Hins vegar var Jakob Thorarensen nógu vitur maður til þess að skilja hættuna sem þvi fylgir, þegar örlitil dvergþjóð eins og Islendingar hefur svona rækilega endaskipti á ölluni hlutum, svo að segja i einni svipan, og naumast munu barnasjúkdómar og vaxtar- verkir Reykjavikur hafa farið framhjá honum. Svar hans við þessu öllu var að halda sem fastast við forna hefð, bæði um form skáldskapar og val yrkis- efna. Hvort sem þau viðbrögð hafa verið ómeðvituð eða af ásettu ráði gerð, eru þau á allan hátt eðlileg. Hitt er annað mál, hvort skáldskapur Jakobs hefði ekki grætt á dálítið „nýtizku- legri" vinnubrögðum. Um þessa nýju útgáfu á verk- um Jakobs Thorarensens hafa þeir séð, Eiríkur Hreinn Finn- bogason borgarbókavörður og Tómas Guðmundsson skáld. Tómas skrifar formála, en Eirikur birtir aftast i siðasta bindi ritgerð, sem heitir Um Jakob Thorarensen og skáld- skap hans. Þetta er mjög fróð- leg ritgerð, hófsöm og sann- gjörn I garð skáldsins, að þvi er bezt verður séð. En þótt jafnágætir menn og Eirikur Hreinn Finnbogason og Tómas Guðmundsson hafi um fjallað, þá verð ég að segja, að mér finnst útgáfunni að ýmsu leyti áfátt, — að sitthvað hefði mátt betur fara. Ritsafnið hefst á sögum, en fyrstu bækurnar, sem komu frá hendi Jakobs Thorarensens, voru ekki sögur heldur ljóð. Hann hafði sent frá sér fjórar ljóðabækur, þegar fyrsta smá- sagnasafnið kom út. Þegar að ljóðunum kemur, hefði farið vel á þvi að láta hverja ljóðabók halda sinu gamla nafni og efni, sem sjálf- stæðum kapítula i heildarverk- inu. Með þvi moti hefði þeim, sem nú lesa skáldverk Jakobs i fyrsta skipti, orðið miklu hæg- ara um vik að kynna sér þróun skáldsins frá einni bók til ann- arrar. Að lokum hefði verið mjög æskilegt, ef birt hefði verið að bókarlokum yfirlit um þau verk Jakobs Thorarensens, sem ekki eru I þessari útgáfu, svo og hvar þau væri að finna. t þvi sambandi dettur mér i hug smá- sagan Jarðabætur, sem birtist i Iðunni árið 1929 (og hefst þar á bls. 130). Þessi saga er ekki i hinu nýja ritsafni, og svo undar- legt sem það er, þá hefur mér ekki tekizt að finna hana i smá- sagnasöfnum skáldsins. Má þó mikið vera, ef Jakob Thoraren- sen hefur ekki einhvern tima tekið hana með i bók, þvi að I þessari gömlu sögu birtast ein- mitt mörg þeirra einkenna, sem seinna áttu eftir að setja svip á skáldskap hans. Lýsingin á þögulu striði þeirra stórbænd- anna, Björns á Smyrilfelli og Sæmundar i Lindahlið, er ágæt- lega „jakobsk." — Þess má geta, að Jarðabætur birtust i Ið- unni undir dulnefninu Jón Jökl- ari. Mörg nöfnin á bókum Jakobs Thorarensens eru valin af mik- illi smekkvisi og í góðu sam- ræmi við efni þeirra: Kyljur — Stillur — Heiðvindar — Hrim- nætur. Þó held ég að mér finnist Svalt og bjart bera af hinum nöfnunum öllum. Yfir skáld- skap Jakobs er svalur þokki og þar er bjart um að litast, eins og ihreinni, hvitskúraðri baðstofu. -VS. Sterkur slereo-magnari 2x20 wött Sinus (2x35 wött musik). utvarpstæki með langbylgju, 2 miöbytgjum og FM bylgju. , » ¦ —- ¦¦¦¦¦! r. Cassettuupptöku-ogafspilunartæki meðsiálfvirku NEiTE stoppí ¦ ^ ™" ¦ ¦ ¦¦" Fyrir bæði Chrome cassettur og venjuleqar STD Teljari. Stórglæsilegt stereo-tæki með innbyggðu útvarpi og cassettu segulbandstæki. Hver vill ekki njóta eiííf ra unaðsstunda með Svörtu Maríu fyrir aðeins |<r# 124.205 Einar Farestveit & Co hf. Góðir Bergstaðastræti 10 A «11 Sími 1-69-95 — Reykjavik greiðsiu skilmáiar : Auglýsícf 1 __iSnðusii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.