Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 15
;<//'/./ ,?.' *;'• ¦» '.v1. I ».'. Sunnudagur 26. október 1975. Æ/iWiíT TÍMINN 15 I-au komust undan: Gunther Neukirchner og dóttirin Birgit (lengst til vinstri). verið i hópnum. Hún vann til árs- ins 1973 á skrifstofu i Austur- Berlin. Þá þurfti vinnuveitandi hennar aö flýja skyndilega til Vestur- landa. öryggislögregla Austur- Þýzkalands hafði komizt að þvi, að hann hafði með leynd lagt á ráðin og komið i kring flótta fjölda manns. Tveimur dögum seinna flugum við Teddy aftur til Moldárvatns- ins. Allt var nákvæmlega eins og á föstudeginum áður, og eins og það hafði verið I allra fyrsta skiptið, en það var þangað fyrir einu ári. Málafærslumaðurinn, sem var litið málgefinn, hafði aftur afhent mér 10.000 mörk. Hann hafði valið flóttamennina og hringt i mig. Og við Putti höfðum aftur átt sára en stutta kveðjustund. Ég flaug aftur i eins metra hæð yfir vatninu, þegar Teddy leit skelfdur á mig. Fólkið, sem við áttum að flytja til Vesturlanda, var ekki á hinum fyrirfram ákveðna stað! Ég flaug smábeygju. Þá sáum við flóttafólkið. Það húkti i hné- háu grasinu nokkur hundruð metra i burtu. Ég sá strax að þarna var ekki nógu slétt, til að ég gæti lent. Ég gat valið um að hætta við verkið, eða taka áhættuna við að biða nokkrar endalausar sekUndur i viðbót fyrir innan járntjaldið. Núna eftir að þetta mistókst sver ég sjálfum mér: Ég mun að vísu i framtiðinni ná í fólk Ur austrinu, ef ég verð beðinn um það, en ég kem ekki nálægt þvi, ef allt er ekki eins og skipulagt var fyrirfram. Þennan sunnudag tók ég áhætt- una. Ég flaug til fólksins og Teddy gaf þeim merki meðan við sveimuðum rétt yfir höfðum þeirra, og þau áttu eftir merki hans að hlaupa á annan stað, þar sem við mundum lenda rétt strax. Sá staður var i um það bil tvö hundruð metra fjarlægð. Landið hallaði um það bil 30 gráður. Ég gat því aðeins tyllt öðrum kjálkanum niður, hinn var á lofti. Teddy stökk Uttil að hjálpa flótta- mönnunum. Ég horfði á hvernig fjórmenningarnir hlupu til okkar i gegnum hnéhátt grasið. Ég hélt á myndavél í annari hendi, sem mér virðist i dag kærulaust, til þess að mynda svæðið. Sorgleg endalok: Teddy hafði heyrt Helga Neu- skot i fyrsta kirchner var skiptið, en þá skotin niöur, fá- voru það bara um skrefum frá skellir i sætisól- þyrlunni. unum. ioftinu, að enginn timi er til aö hugsa um annað. Um það bil tveimur kilómetr- um handan við landamærin birt- ist Moldárvatnið fyrir neðan okk- ur. Ég lækkaði mig svo mikið að þyrlan var ekki nema svo sem einn metra yfir vatnsborðinu. Við vildum með þvi forðast það að sæist til okkar. Það sem svo gerðist, skipti eng- um togum. Ég lenti þyrlunni á staðnum, sem áður hafði verið ákveöinn, Teddy stökk vinstra megin út, hjálpaði flóttafólkinu, sem stóð þarna tilbUið, inn, og stökk svo sjálfur á eftir og lokaði hurðinni. Svona var þetta einfalt. Ég leit aftur á klukkuna, þetta haföi tekið nákvæmlega tiu sekUndur. Við flugum i lágflugi til baka yfir vatnið, og hækkuðum okkur svo og flugum inn i Austurriki, og siðan inn i Þýzka lýðveldið. Bak við mig heyrði ég háværar raddir flóttamannanna, sem þökkuðu Teddy i sifellu. Að lokum, þegar við höfðum lent i Miinchen, fór ég með Teddy inn I veitingastaðinn á flugvellin- um. Þar sat Putti og beið. Þegar hUn sá okkur sagði hUn og virtist alveg róleg: „Jæja, þit eruð komnir." En ég tók að sjálfsögðu eftir þvi, að öskubakkinn fyrir framan hana var fleytifullur. Ég sá endalok mín, en fannst það samt hlægilegt. Hverjirflóttamennirnirvoru og hvaðum þá varð, vissi ég aldrei. Ég hef hins vegar heyrt, að einkaritari umbjóðanda mins hafi Stórskotahrlð og niðurskotnar flugvélar hræða ævintýramanninn ekki, siöan hann flaug sem orustuflugmaður á þessari vél i Vietnam. Hann undrast enn, að hann slapp svona vel. Flugkortið útatað I blóði, með leiðinni til sjukrahussins. Barry og Putti. Hann hélt ekki Ut á sjúkrahUsinu og strauk með aðstoð kærustunnar. Fyrstur kom ungur piltur aö þyrlunni og á hæla honum eldri maður. Báðir stukku inn um vinstri dyrnar og hnipruðu sig saman aftur i. 14ára stUlka kom næst. í nokk- urra skrefa fjarlægð féll hUn allt i einu og Ur sári á vinstra læri hennar rann blóð. — Ég hafði ekki heyrt skotin fyrir hávaðanum i mótornum. Siðan gerðist allt I einu. Teddy stökk til stUlkunnar og dró hana i átt að þyrlunni. A sama augnabliki fann ég til sársauka I vinstri handlegg og siðunni. Við hlið mér sá ég litið gat á glugganum. Ég man ennþá nákvæmlega hvað ég hugsaði: Svona getur endirinn þá orðið: Hlægilega litið gat á rUðunni og ekki einu sinni svo mjög mikill sársauki. Ég leit niður og sá, að kUlan hafði farið i gegnum vinstri oln- bogann og strokizt siðan við rif- beinin. Ég öskraði á Teddy, þó að ég vissi að hann heyrði ekki Teddy og siðastí flóttamaður- inn voru enn fyrir utan, i um það bil tuttugu skrefa fjarlægð. Ég öskraði: „Teddy, Teddy!" Ég mátti ekki vera einni sekUndu lengur á jörðinni. Það var eina leiðin til að sleppa, að fara strax á loft. En ég vissi auðvitað.að Teddy gat ekki heyrt hróp min i vélar- hávaðanum. Hann hljóp til flótta- konunnar, sem hljóp upp á lif og dauða. Allt I einu féll hUn, skot hafði hitt hana. Ég átti engra kosta völ, en fór af stað. Teddy og konuna, hUn heitir Helga Naukirchner, varð ég að skilja eftir. Hvað þau henti á næstu sekUndum, veit ég ekki, ég veit bara, að ég hef ekki verið eins örvæntingarfullur'i mörg ár, eins og á þessum augnablikum. Það skipti mig þvi ekki svo miklu, er ég tók eftir því rétt eftir að ég fór af stað, að vélin var far- in að tapa orku, svo að um mun- ' aði. Seinna kom i ljós að þessir góðu herrar með markrifflana höfðu hæft tUrbinuna f þrýstiloftshreyfli þyrlunnar og heppni má teljast, að hægt var að fljUga þyrlunni, eins og hUn var mikið skemmd. Ég hafði i huga að lenda á þyrluvelli sjUkrahUssins i Burg- hausen. En vegna þess að landa- kortið var allt orðið Utatað i blóði, gat ég ei fundið þetta þorpskrili. Þá sá ég allt i einu Chiemvatnið fyrirneðan mig. Ég vissi alveg að þar i nágrenninu var bærinn Traunstein. Þar er sjUkrahUs,' sem lika hefur þyrluvöll. Ég hafði oft lent þar, meðan ég flaug i sjUkraflutningum. SjUkraliðarnir, sem hlupu Ut að vélinni þennan sunnudag, voru ekki lítið hissa: „Hvert þó I heit- asta... Barry, hvað ert þU að gera hér. Það blæðir Ur þér!" Ég gaf ekki langa skýringu, heldur hljóp i næsta sima og hringdi i flugvallarveitingastað- inn i Miinchen, þar sem Putti beið. Ég sagði: „Heyrðu, ég verð seinn fyrir. Ég varð fyrir óhappi. Ég er I sjUkrahUsinu I Traun- stein." Til frekari meðhöndlunar var farið með mig á herbergi 505. Ég hafði gott af þvi að hvilast, en sjUkrahUssrúm er eitt og rUmið mittheima er annað. Þess vegna skuluð þið ekki vera hissa á þvi, þótt ég hafi stolizt burtu eins og þjófur á nóttu Ur þessu notalega sjUkrahúsi. Mér kann að skjátl- ast, en ég held að Putti, sem hjálpaði mér til þess að strjuka, hafi haft enn meiri hita en ég við það tækifæri. Frásögn min hljómar ef til vill æsandi fyrir venjulegan borgara. En þið megið trUa þvi, að ég þekki lika hversdagsleikann. Ekkert hefurkomiðmérmeira iuppnám, en þessi hversdagsleiki. Ég bein- linis þoldi hann ekki. Hugsið ykkur, að vinna i einum af skrifstofuturnum i New York. ÞU byrjar á minUtunni niu og hættir á minUtunni fimm. Það þýðir: daglega sama þófið, sama skrifborðið, á hverjum degi sömu andlitin i kringum þig og þU verð- ur að hlusta daglega á sömu áhyggjur samverkamanna þinna og hlæja að sömu börndurunum. Ég fékk nóg af þessu einn dag- inn. Það var daginn, sem ég ákvað að verða það, sem kallað er ævin- týramaður. En hvernig verður maður það. Það er ekki ráölegt að fara á næstu ráðningastofu og spyrja i deild A — D: „Hafið þér nokkra vinnu fyrir ævintýramenn?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.