Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. LÖGREGLUHA TARINN 49 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal Áður en varði var hann horfinn. Fótatak hans bergmál- aði dálitla stund, en dó svo út. — Hvað heldur þú? — sagði Willis. — Ég held að við höf um farið kolvitlaust að þessu öllu, sagði Hawes þreytulega... — Við hef ðum átt að elta hann út úr garðinum í stað þess að handtaka hann. Þá hefði hann leitt okkur beint að þeim heyrnardaufa. — Ekki hélt f lokksforinginn það. Hann sagði engan mann vera svo vitlausan að senda einhvern bráð- ókunnugan eftir fimmtiu þúsund dölum. Flokksforing- inn taldi, að sá sem sækti peningana, hlyti að vera f élagi i glæpasamtökunum. — Flokksforinginn hafði rangt fyrir sér, sagði Hawes. — Viljið þið vita mína skoðun? spurði Kling. — Láttu það flakka. — Ég held, að sá heyrnardauf i haf i VITAÐ, að ekkert yrði í skrínunni. Þess vegna gat hann hætt á að senda bráðókunnugan mann eftir henni. Hann VISSI, að peningarnir yrðu EKKI GREIDDIR. Hann vissi líka að við MYNDUAA HANDTAKA HVERN ÞANN, SEM HANN SENDI. — Ef þetta er rétt, þá... Willis gat ekki lokið við setninguna. — HANN ÆTLAR SÉR ÞÁ AÐ MYRÐA SCANLON, sagði Kling. Leynilögreglumennirnir litu hver á annan. Faulk klór- aði sér í höfðinu og sagði: — Ég verð að koma mér á vaktina mína, nema það sé eitthvað annað. — Nei, það var ekki annað. Þakka þér fyrir, Stan, sagði Meyer. — Það var ekkert, sagði Faulk, um leið og hann hrað- aði sér út. — Það var gaman með þér i pokanum, sagði Eileen Burke, og leit tvíræðu augnaráði á Willis. Svo hraðaði hún sér út. — Er það kannski blærinn... — söng Meyer. — Sem ilmareins og særinn...— bætti Kling við. — Farið í heitasta, sagði Willis. Svo bætti hann við bráðeitraðri viðbót. — abbadísir. XXX Fæstum er um það gef ið að vinna á laugardögum. Þeir eru þóenn færri, sem vilja vinna á laugardagskvöldi. Þá á að skvetta úr klaufunum. Þá fara menn í sitt fínasta púss, klæðast skyrtu með stíf um f libba, úða ilmefnum á sig alla og hlæja dátt. Á laugardagskvöldi bregður stórborgin yfir sig hátíð- arblæ, og ilmur og Ijósadýrð eru í algleymingi. Á laugar- dagskvöldi er ef tirvænting og spenna í borginni. Væntan- leg rómantík ýtir undir þetta. Þá er borgin ekki lengur kaldir kumbaldar, heldur lifandi risalíkami. Af þessum sökum hefðu leynilögreglumenn 87. sveitar áttaðfagna því, að lögreglustjórinn hringdi í Byrnes og tilkynnti honum, að hann hefði beðið sérstaka öryggis- sveit að taka að sér þá miklu ábyrgð að gæta lífs og lima Scanlons varaborgarstjóra. Leynilögreglumenn 87. sveitar hefðu í raun átt að prísa sig alsæla. En það var nú samt svo, að mönnum sveið þessi ákvörðun lögreglu- stjórans. Byrnes tókþetta mest til sín, en þegar hann sagði mönnum sínum tíðindin, þóttust allir f inna tii sömu kenndar. Leiðir skildi því þetta laugardagskvöld. Sumir fóru að sinna kvöldvakt sinni, enn aðrr fóru heim til að hvílast. En öllum fannst eins og þeim hefði mistekizt. Enginn þeirra gerði sér Ijóst, hversu sæll hann mátti telj- ast. Leynilögreglumennirnir tveir úr hinni sérstöku öryggissveit voru þrautreyndir í ýmsum sérverkefnum. Þegar einabílstjóri varaborgarstjórans sótti þá, biðu þeir á gangstéttinni fyrir utan dómshúsið. Klukkan var nákvæmlega átta að kvöldi. Einkabílstjóri varaborgar- stjórans var nýkominn úr bílageymslu borgarinnar, þar sem hann hfði sótt stóran Cadillac Sedan um hálfi klukkustund fyrr. Hann varbúinn að pússa bílinn allan og bóna rúðurnar. Allir öskubakkar í bílnum voru ný- tæmdir. Einkabílstjórinn var reiðubúinn til starfa, og það gladdi hann, að leynilögreglumennirnir voru stund- vísir. Honum var meinilla við kærulaust fólk. Þeir óku upp í Smoke Rise-hverf ið, þar sem varaborg- arstjórinn bjó. Annar leynilögreglumannanna steig út úr bifreiðinni, gekk að aðaldyrunum og hringdi bjöllunni. Þerna í svörtum einkennisbúning hleypti honum niður stóran drifhvítan stigagang, sem lá upp í aðalstofuna. Hann heilsaði leynilögreglumanninum með handabandi og bað hann afsökunar á því að ræna hann f ritíma sínum á laugardagskvöldi. Hann sagði eitthvað um ,,þessa bölvuða vitleysi". Þá kallaði hann á konu sína og sagði henni, að bíllinn væri kominn. Frúin kom þá gangandi lill ilill SUNNUDAGUR 26. október 8.00 Morgunandakt. Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. „Haustið” og „Veturinn”, konsertar op. 8 nr. 3 og 4 fyrir einleiks- fiðlu og hljómsveit eftir Vivaldi. Felix Ayo, og I Musici leika. b. Kvintett i Es-dúr op. 16 fyrir pianó og blásturshljóðfæri eftir Beethoven. Vladimir Ashkenazy og Blásarasveit Lundúna leika. c. Einleiks- svita fyrir selló nr. 4 i Es- dúr eftir Bach. Enrico Mainardi leikur. 11.00 Guðsþjónusta I kirkju Filadelfiusafnaðarins i Reykjavik Einar J. Gisla- son forst.maður safnaðarins flytur ræðu. Asmundur Eiriksson les ritningarorð og flytur bæn. Kór safnaðarins syngur. Orgel- leikari og söngstjóri: Árni Arinbjarnarson. Undirleik- ari á orgel: Daniel Jónas- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Hugmyndir Jerome Bruners um nám og kennslu Jónas Pálsson skólastjóri flytur hádegiserindi. 14.00 Staldrað við á Vopnafirði — fjórði og siðasti þáttur þaðanJónas Jónasson litast um oe spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistðnleikar: Frá tónlistarhátið i Salzburg Verk eftir Mozart. Flytjend- ur: Mozarteum-hljómsveit- in, Sylvia Sass sópran og Jörg Demus pianóleikari. Stjórnandi: Ralf Weikert. a. Sinfónia I F-dúr (K75). b. Pianókonsert i C-dúr (K467). c. Tvær ariur úr óperunni „Idomeneo” (K336). d. Sinfónia i D-dúr (K202). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritið: „Eyja i hafinu” eftir Jó- hannes Helga I. þáttur: „Skip kemur af hafi”. Leik- stjóri: Þorsteinn Gunnars- son. Persónur og leikendur: Murtur: Arnar Jónsson, Klængur: Jón Sigurbjörns- son, Úlfhildur Björk: Val- gerður Dan, Alvilda: Guðrún Stephensen, Njörð- ur: Guðmundur Pálsson, Sigmann: Jón Hjartarson, Sögumaður: Helgi Skúlason Aðrir leikendur: Randver Þorláksson, Harald G. Haralds, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Sigurður Skúlason, Sigrún Edda B jörnsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Helga Bach- mann. 17.1D Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les fyrsta lestur. 18.00 Stundarkorn með semballeikaranum Kenneth Gilbert. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina. Umsjónar- menn: Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson. 20.30 óperutónleikar: „Roberto Devereux” eftir Donizetti. Flytjendur: Beverly Sills, Peter Glossop, Beverly Wolff, Robert Ilosfalvy o.fl. ásamt Ambrosian óperukórnum og Konunglegu filharmoniu- sveitinni i Lundúnum. Charles Mackerras stjórn- ar. Guðmundur Jónsson kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.