Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 3 BH-Reykjavik. — Hlauparinn góðkunni, Jón Guðlaugsson minntist út- færsiu landhelginnar i 200 mílur með þvi að taka 200 milna sprett og laukhonum á Arnarhólium 4-leytið á föstudaginn. Hafsteinn Þorvalds- son, formaður Ungmennafélags tslands, heiðraði Jón við það tækifæri, afhenti honum góðan bikar og veifu UMFt, þakkaði honum afrekið og kvað hann hafa lagt sitt af mörkum til þess að vekja athygli vitt og breitt á þessu hagsmunamáli þjóðarinnar. Jón Guðlaugsson hóf hlaupið á laugardegi fyrir viku og var óheppinn með veður fyrstu dagana, lenti i slagviðri á Hellisheiði á leið sinni aust- ur fyrir fjall, en þangað lá leiðin. Hann lagði af stað frá Austurvelli á laugardag og þessa rúmu 320 kilómetra leið hljóp hann um sveitir aust- an fjalls, unz leiðin lá til Reykjavlkur aftur. Jón Jakobsson landsbóka vörður. Myndina gerði Eirikur Smith list- málari. Jóns Jaköbssonar landsbókavarðar minnzt í Landsbókasafni Nýlega hefur verið settu upp i aðallestrasal Landsbókasafns málverk af Jóni Jakobssyni landsbókaverði. Jón réðst að Landsbókasafni sem aðstoðarbókavörður 1895, en var jafnframt forngripavörður á árunum 1897—1907. Hann var við fráfall Hallgrims Melsteðs lands- bókavarðar 1906 settur til að gegna embættinu og fékk veitingu fyrir þvi 1908. Jón Jakobsson sat á Alþingi sem fulltrúi Skagfirðinga 1893—1899, en þingmaður Hún- vetninga var hann 1903—1907. Landsbókasafni var mikill styrk- ur að þvi að eiga þannig fulltrúa á þingi, enda hélt hann vel fram málum safnsins á þeim vett- vangi, stuðlaði m.a. að byggingu Safnahússins, en smiðf þess var hafin haustið 1906 fyrir forgöngu Hannesar Hafstein ráðherra og gekk svo greiðlega, að unnt var að hefja starfsemi I Safnahúsinu snemma árs 1909. A siðari árum sinum við safnið samdi Jón Jakobsson sögu þess: Landsbókasafn íslands. Minning- arrit 1818-1918 er prentað var á árunum 1919—1920 og er hið merkasta verk. Jón Jakobsson lét af embætti haustið 1924 eftir nær 30 ára giftu- drjúgt starf i Landsbókasafni. Hann lézt 18. júni 1925, og voru þvi nú i sumar liðin 50 ár frá and- láti hans. PIOIMCER OX-949 4 CHANNEL RECEIVER PIONEER 1 {iió i rioii CS- 06 OMNI - DIRECTIONAL SPEAKER SYSTEM PIONEER PL- 51 A DIRECT DRIVE TURNTABLE PIOIMEER SE-700 STEREO HEADPHONES PIONEER CT-F7171 STEREO CASSETTE DECK PIONEER

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.