Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ 1975 7 HelgiHaraldsson. harmsaga heföi gerzt þarna og mér var nú sagt frá. Þeir komu þarna undir vetur, og ekkert hús eða skýli að hafa, svo þeir voru bókstaflega settir á guð og gaddinn. Stjórnin gerði ekkert fyrir þá nema að gefa þeim landið, sem var þó hálfgerö hefndargjöf. Auðvitaö varö þarna sultur og mannfellir fyrsta veturinn. Þarna voru villtir Indiánar, sem reikuöu um og veiddu sér villidýr til matar. Aldrei höföu Indiánarnir séö furðulegri hóp en þessa tslendinga i vaðmálsfötunum sinum, veöurbaröa og ;meö bækur i farangri sinum en engin vopn. Þeir voru þvi ekki hættu- legir, og vinátta skapaðist á milli, og Indiánarnir gáfu ts- lendingunum villidýr, sem þeir veiddu, þvl aö þeir sáu aö þeir voru svangir, og hefur þetta sjálfsagt komiö sér vel eins og á stóö. Fyrsti tslendingurinn, sem fæddist i fyrirheitna landinu, kom I þennan heim undir steini á eyöitanganum Viöinesi, þar sem gengiö var á land. Þaö hefur sjálfsagt veriö stórum ömurlegra en þegar Hrafn son- ur Ketils hængs fæddist á Hrafntóttum og var fyrsti maö- urinn sem fæddist i þeim land- nema hópi, sem nam Rangár- þing. Nú var þaö fyrsta, seta- vesturfararnir uröu aö gera, aö byggja sér kofa yfir mannskap- inn. Þessir kofar eru enn til sýn- is þarna á ströndinni viö Winni- pegvatn. Þetta eru bjálkakofar, þar sem stórum trjábolum er raöað hverjum ofan á annan og allt geirneglt á homunum. Svo hefur veriö klesst leir og mosa i allar rifur til þess aö ekki blési I gegn. Þaö hefur sjálfsagt bjarg- aö, aö nógur var eldiviöurinn til þess aö hita upp kofana. Þaö er saga um það, aö is- lenzk kona var ein I kofa sinum. Þá komu nokkrir Rauöskinnar til þess aö skoöa þetta mann- virki. Konan varö auðvitaö dauöhrædd, en gestirnir settust bara niðurog fóru aö reykja. Þá setti konan upp ketilinn og gaf þeim kaffi, aö islenzkum sveita- siö. Þannig myndaöist gagn- kvæmt traust milli þessara óliku þjóöflokka. Þaö er lika sagt, að Indiánar hafi kennt Is- lendingunum aö fiska þegar is var á vatninu. Þaö er taliö, aö nálægt þriöji hver maöur, sem þarna settist aö, hafi dáib á næstu tveimur árum, og var bólusótt þar einnig að verki. En þeir sem eftir liföu hafa tekiö til hendinni á Nýja-Islandi. Þeir voru einir um hituna, og þar eru öll bæjarnöfn islenzk. Þeir fluttu meö sér islenzku kvöldvökúna og lásu lestrana f Jónsbók og sungu sálma Hallgrims. Þá voru fornbókmenntirnar lesnar á kvöldin. En þaö er furöulegt, aö eftir 2 ár eru þessir landnem- ar farnir aö gefa út blaö, sem hét Framfari. Er taliö aö þaö sé einsdæmi i sögu landnema þar vestra, og er þaö vist rétt. Þegar ég hefi rifjaö þaö upp, sem okkur var sagt af fyrstu vesturförunum, þá kemur i hugann þegar ég var aö leika I gamanleik Matthiasar, Vestur- förunum, fyrir hálfri öld og skáldið geröi óspart gys aö vesturfara-agentunum, og lætur Framhald á bls. 7 2 Vandaðar gjafavörur Ryksugan vinsæla Kr. 26.300 Ehrokud Brauðrist Kr. 5.875 Sjálfvirk kaffivél — 1 til 8 bolla Kr. 8.930 FÁLKIN N* Suðurlandsbraut 8 — Reykjavík Nuddtæki með ýmsum fylgihlutum Kr. 4.725 Sími 8-46-70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.