Tíminn - 11.12.1975, Page 23

Tíminn - 11.12.1975, Page 23
JÓLABLAÐ 1975 23 afar flókin, og hraunbraö sú, sem myndast á hverjum tima, hefur allt aðra efnasamsetningu en möttulefnið, sem hún bráðn- ar úr. En það eyðist, sem af er tekið, og þess vegna verður efnasamsetning hverrar bráðar sem myndst úr sama möttulefni önnur en fyrri bráða. Efnasam- setning islenzku hraunanna verður skiljanleg, ef gert er ráð fyrir þvi að hraunbráð frá miðju möttulstróksins komi upp á Kverkfjallasvæðinu, en önnur hraun fjær þvi svæði hafi mynd- azt við frekari bráðnun sama möttulefnis. Samkvæmt þessu ræður islenzki möttulstrókurinn eldvirkni á stóru svæði i Atlantshafi. v Ekki verður skilizt við jarð- fræði Islands og plötukenning- una án þess að nefna nýstárlega hugmynd þeirra Kristjáns Sæmundssonar og Guðmundar Pálmasonar um þróun islenzku gosbeltanna. Þeir hafa fært gild rök jarð- fræði og jarðeðlisfræði fyrir þvi, að gosbeltin frá Sléttu um Dyngjufjöll og Kverkfjöll i Surtsey, þ.e.a.s. norður- og austurbeltin, hafi ekki myndazt fyrr en fyrir u.þ.b. 4 milljónum ára, — fram að þeim tima hafi Mið-Atlantshafshryggurinn leg- ið um Reykjanesbeltið og beint norður á Skaga. Þá gerðist það, að norðurhluti þess gosbeltis, nl. hlutinn milli Langjökuls og Skaga, dó ut, en nýtt belti opnaðist milli Sléttu og Kverk- fjalla.. Suðurendi hins riýja belt- is hefur svo smáfærzt suður á bóginn, nú siðast með Surts- eyjargosinu 1963-’66. Ástæðan fyrir flutningi þessum er talin vera sú, að plötukerfið allt rek- ur hægt til norðvesturs miðað við möttulstrókinn, sem nú er undir Kverkfjallasvæðinu, og þar kom fyrir 4 milljónum ára, að strókurinn var kominn svo langt austur fyrir gosbeltið, að hann rauf plötuna og skapaði nýtt gosbelti. Hið nýja gosbelti tengistmeð röð misgengja, svo nefnt brotabelti, við Jan-Mayen-hrygginn aðnorðan, og Reykjanes-beltið að sunnan. A shkum brotabeltum verða oft jarðskjálftar, og má ætla, að Dalvikurjarðskjálftinn 1934, og jarðskjálftarnir á Suðurlandi 1784 og 1896, séu dæmi um slikt. Gosbeltafærsla sem þessi, þar sem rekhryggur færist yfir möttul6trók, er þekkt fyrirbæri annars staðar frá, t.d. frá Galapagoseyjum og Hawaii- eyjum i Kyrrahafi. Atburðir þessir hafa mikil áhrif á jarð- fræði þeirra svæða, þar sem þeir gerast t.d. hefur Guðm. Sig- valdason nýlega stungið upp á þvi, að skýra megi bergefna- fræði Heklu, og hið óvenjulega magn ljósgrýtis á íslandi yfir- leitt, i ljósi hinnar flóknu gos- beltaskipunar landsins. Taliðer,aðundanfarin 1100 ár hafi að meðaltali orðið 20 eldgos á öld, eða eitt á 5 ára fresti. A þessari öld hafa orðiða.m.k. 15 eldgos á landinu, og má ætla, að svipuð eldvirkni hafi haldizt frá upphafi þess. En sé eldvirkni sl. 1100 ára borin saman við 10.000 ára timabiliðfrá lokum isaldar, virðist ljóst, að hún færist aust- ur á bóginn. Snæfellsnesið virð- ist vera útkulnað, og Reykja- nesbeltið á sömu leið. Hins veg- ar eru allar virkustu eldstöðv- arnar á suðurbeltinu — Hekla, Katla, Laki, og Kverkfjalla- svæðið frá Dyngjufjöllum i Grimsvötn. Þessi þróun er i samræmi við það, að plötukerfið i N-Atlantshafi sé á NV-leið miðað við Kverkfjallastrókinn. Hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir plötukenningunni og upphafi hennar, og ýmis atriði tind til varðandi áhrif hennar á islenzka jarðfræði. Er þó margt ótalið, sem vonlegt er. Kenning þessi hefur verið hið mesta balsam öllum jarðvisinda- rannsóknum, glætt áhuga manna á þeim og aukið þeirra veg. Hingað sækja ár hvert hóp- ar útlendinga, sem leita vilja gagna meðeða ámótihinni nýju heimsmynd, enda skipar Island nú fyrir hennar tilstilli veglegan sess i jarðfræði heirasins, ■ Ihniseríur Útsölustaðir I víða úm lcrndýw fíur : Skrautljós FÁLKIMiy ■ niiin i i Suðurlandsbraut 8 Reykjavík • Sími .8-46-70 Gleðileg jól farsælt komandi ár Hið íslenzka prentarafélag Gleðileg jói farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári Hjólbarðaverkstæðið NV BARJO.tf'í N’ikGarðahreppi. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Ferðamiðstöðin h.f. Aðalstræti 9. Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðandi ári. Hjartarbúð. •■ Suðurland ppf'íf'S?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.