Tíminn - 11.12.1975, Síða 59

Tíminn - 11.12.1975, Síða 59
JÓLABLAÐ 1975 59 um. Ekki þekkjum vib neinar menjar um þessa hlýindakafla hérlendis, þótt i Miö-Evrópu sjái þeirra viöa staö. Vel má vera, aö jöklar hafi þegar fyrir 50.000 árum alls staöar náö út á strend- ur landsins eöa út i sjó. Isaskil munu fyrst hafa legið nærri þvi sem nú eru vatnaskil um miðbik landsins, en þegar meginjökull- inn stækkaði, hækkaði hann jafn- framt og munu isaskilin þá hafa færzt sunnar, þ.e.a.s. á móti úr- komuáttinni, enda eru jökulbung- ur þykkra og mikilla jökla háðir úrkomu og landslagi. Þegar meginjökull siöasta jökulskeiðs varð stærstur, fyrir um 20.000 ár- um, lágu isaskilin langt fyrir sunnan núverandi vatnaskil eða sem næstTorfajökli þaðan austur um miðjan Vatnajökul til austurs, en önnur meginisaskil lágu frá Kverkfjöllum norðureftir Möðru- dalsfjallgarði til Melrakkasléttu. Af legu isaskila er ljóst, að suð- austanáttin hefur verið úrkomu- sæl á isöld eins og nú, og snjósöfn- unin einkum orðið sunnan til á meginjöklinum, en norðan þeirra og vestan hefur úrkoman verið minni. Liklega hefur úrkomu- munur þá verið meiri á milli Norðurlands og Suðurlands en nú er, og þó er úrkoman nú t.d. nær 10 sinnum meiri á Kviskerjum i öræfum, um 3200 mm á ári, en á Mýri i Bárðardal, þar sem hún er um 340 mm á ári. Frá snjó- fyrningasvæðunum við isaskilin skreið meginjökullinn til allra átta og þakti sunnanvert landið, svo að vart hefur séð þar i dökkan dil. Jökulstraumurinn til norðurs hefur hins vegar leitað niður dali norðan lands og út i sjó, sem miklir en aðskildir skriðjöklar. Liklega hafa hin hærri fjöll milli Skjálfanda og Skagafjarðar verið jökullaus og veitt jurtum og ýms- um smærri dýrum vaxtarstaði, þótt ekki sé það sannað svo óyggj- andi sé. Þar hefur þá verið um- horfs svipað og nú er i Esjufjöll- um i Vatnajökli, en þar vaxa ofan 800-900 m hæðar yfir sjó um 100 tegundir háplantna — hið feg- ursta blómstóð. Auk meginjök- ulsins hafa verið sjálfstæðir jökl- ar á Snæfellsnesi, Vestfjarða- kjálkanum og dal- og hvilftarjökl- ar á fjalllendinu um miðbik Norðurlands sem sameinazt hafa meginjöklinum niðri i dölum og fjörðum. Stærð isaldarjökulsins Um útbreiðslu eða stærð jökla siðasta jökulskeiðs veita enn sem komið er jökulrákir á annesjum og eyjum glögga vitneskju. Menj- ar jökulrofs finnast á nær öllum annesjum, t.d. bæði á Melrakka- sléttu og Garðskaga, og einnig i úteyjum, svo sem Mánáreyjum og Grimsey, sem þó er um 40 km undan landi. Jökullinn, sem fór yfir þessar eyjar, kom úr suð- austri, sennilega þangað skriðinn frá isaskilum á Melrakkasléttu eða Hólsfjöllum. Þetta sýnir að jökull hefur alls staðar gengið út fyrir núverandi strönd á siðasta jökulskeiði. Það skal tekið fram, að i Vestmannaeyjum finnast engar jökulmenjar, eyjarnar sennilega yngri en 12.000 ára. Lengi vel voru engar jökul- menjar þekktar á sjávarbotni hér viö land. En fyrir tveim árum eða svo benti Sæmundur Auðunsson, skipstjóri á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni — en hann gjörþekkir fiskislóðir umhverfis landið — ungum jarðfræðinema, Þórdisi ólafsdóttur, á langan 20-30 m háan hrygg á um 200 m dýpi um 100 km út á landgrunninu undan Breiðafirði, milli Kolluáls og Vikuráls. Þórdis fékk tækifæri til að kanna þennan hrygg á ferð- um Bjarna Sæmundssonar og skrifaðihún ritgerð um athuganir sinar, sem birtist i siðasta hefti Náttúrufræðingsins. Liklega er hér fundinn jökulgarður frá hámarki siðasta jökulskeiðs. Fróðlegt væri að kanna land- grunnið nánar i þessu augnamiði og ef til vill gætu sjómenn frætt okkur nánar um það, hvort slikir hryggir frnnast viðar á fiskislóð- um kringum landið, slik vitneskja yrði vel þegin, enda bæði fróðleg og gagnleg. Sjókort eru enn ekki nógu nákvæm til að sjá megi slika hryggi á þeim. Af ofangreindu er augljóst, að jöklar hafa náö út á landgrunnið þar sem það er breitt eins og und- an Norðvestur- og Norðurlandi og ýtt upp jökulgörðum, en brotnað fram af þvi i sjó, þar sem það er IOO km i Meginstraumar (örvar) á siöasta jökulskeiði og lega jökuljaðra á Alftanesskeiöi og Búðaskeiði. mjótt eins og undan suðaustan- verðu landinu. Þykkt isaldarjökulsins Nú hefur verið fjallað nokkuð um útbreiðslu meginjökuls sið- asta jökulskeiðs, en nú skulum við athuga, hvað vitað er um þykkt eða yfirborðshæð isaldar- jökla, en vitneskju um það er afl- að við rannsóknir á háum fjöllum. A fjöllum, sem skagað hafa upp úr jökli, finnast engar jökulmenj- ar, en i hliðum þeirra vottar oft fyrir efstu rofmörkum. Þó skal það tekið fram að á mörgum fjöll- um, sem næsta auðsætt er, að jöklar hafa gengið yfir, eru um- merkinoftfarin forgörðum vegna frostveðrunar. Jökulrákirá háum fjöllum veita einnig betri vitneskjuum skriðstefnu jökla en rákir á láglendi, þar eð landslag hefur mikil áhrif á jökulskrið. Hæð móbergsfjalla veitir einnig vitneskju um þykkt jökuls á myndunarskeiði þeirra, en þau mynduðust við gos undir jöklum. Móbergshryggir hafa ekki náð að hlaðast upp úr jökli, en hraun- bungur móbergsstapanna hafa hins vegar orðið til ofan yfirborðs jöklanna. Sem dæmi um þetta má nefna, að i ofanverðri Arnes- sýslu eru a.m.k. tvö fjöll, sem skagað hafa upp úr meginjöklin- um. Á Hlöðufelli, sem er 1188 m hátt eru ekki menjar eftir skrið meginjökulsins, svo að jökulyfir- borðið hefur þar verið i 900-1000 m hæð yfir sjó, en það gefur 500 m jökulþykkt. A Bláfelli eru jökul- rákir i 1160 m hæð, en engar á kollinum i 1204 m. hæð. Jökulyfir- borðið hefur orðið hæst þar um 1160 m en jökulþykkt verið um 800 m. I Suður-Þingeyjarsýslu hefur jökull hvorki farið yfir Herðubreið, sem er 1682 m, né Bláfjall, sem er 1222 m að hæð, en hins vegar skriðið yfir Sellands- fjall, sem er 988 m og Búrfell á Tjörnesi, sem er 761 m. Þetta gefur til kynna, að jökulyfirborðið hafi á þessum slóðum verið 800-1000 m hæð. Sennilega hefur meginjökullinn verið þykkastur við jökulmiðjuna á Tungnáröræf- um og Vatnajökli. Yfirborð hans hefur þar liklega verið i um 2000 m hæð og jökulþykktin um 1500 m. Annars staðar hefur jökul- þykktin verið minni. Þetta er all- mikil þykkt þegar að þvi er gáð, að hinir stóru jöklar á Suður- skautslandinu og Grænlandi eru „aðeins” um 3000 m þykkir, en litil sem engin úrkoma fellur þeg- ar komið er i þessa hæð i heimskautslöndum og einnig sér jökulskrið frá ismiðjum um það, að þeir vaxi ekki óendanlega i hæö. Til samanburðar skal þess getið, að mesta þykkt Vatnajök- uls er um 1000 m i dal Skeiðarárs skammt sunnan Grimsvatna, en yfirborð jökulsins er þar i 1540 m. Leysing ísaldarjökulsins Fyrir 20.000 árum tók að hlýna i veðri og jökulskjöldinn yfir Islandi að leysa. Loftslags- breytingin til hins betra varð þó ekki án afturkippa. Jarðfræðileg- ar heimildir eru til um tvö kulda- köst, en það eru tveir miklir en slitróttir jökulgarðar, Álftanes- röðin og Búðaröðin. Sú atburða- rás, sem nú verður rakin, er studd fjölda aldursákvarðana eft- ir C 14 aðferð á fornskeljum frá ýmsum stöðum á landinu. Fyrir um 13.000 árum hafði jað- ar meginjökulsins hopað vegna hlýnandi veðráttu inn fyrir nú- verandi strönd suðvestan, vestan og norðanlands. Þá kólnaði skyndilega i veðri á ný, svo að meginjökullinn gekk fram og ýtti upp miklum jökulgarði, sem rekja má frá Alftanesi, en bæja- röðin þar stendur á garðinum, t.d. Bessastaðir. Siðar má rekja garðinn þvert yfir Hvalfjörð hjá Kiðafelli norður um Skorrholts- mela og um mynni hinna syðri Borgarfjarðardala. 1 tengslum við jökulgarða Alftanesstigsins eru viða leirlög með skeljum, enda fylgdi sjórinn jöklinum eftir inn yfir láglendið. Aldur þessara skelja er rúm 12.000 ár. 1 dölum og fjörðum norðan- lands hafa og tungur Alftanes- jökulsins gengið fram, og t.d. stiflað Dalsmynni og Ljósavatns- skarð, svo að i Fnjóskadal, sem þá var jökullaus, myndaðist jök- ulstiflað lón, sem hafði útfall um Flateyjardalsheiöi i 217 m hæð. en i Fnjóskadal eru mjög greinilegar strandlinur i þessari hæð. 1 Röndinni við Kópasker hefur Alftanesjökullinn gengið yfir sjávarset með skeljum og reynd- ist Cl4-aldur þeirra vera tæp 13.000 ár. Eru þetta einu lifrænu leifarnar, sem enn hafa fundizt frá hlýindakaflanum fyrir Álfta- nesskeið. Eftir kuldakastið á Álftanes- skeiði kom enn 1000 ára langur hlýindakafli og hörfaði meginjök- ullinn þá upp i hálendisbrúnina sunnanlands og inn til heiða norð- anlands. Aö meðaltali mun jök- ullinn hafa hörfað um 50 m á ári. Jarölög frá þessu skeiði eru viða til, en ennþá hefur einungis fund- izt sjávarset. Cl4-aldursákvarö- anir hafa verið geröar á skeljum frá þessu skeiöi á þrem stöðum, þ.e. úr Saurbæ i Dalasýslu, úr grunni félagsstofnunar stúdenta i Reykjavik og úr bökkum Kaldár i Hnappadal. Aldur skeljanna er um 11.600árá öllum þessum stöð- um. Þetta hlýindaskeið er kennt við Saurbæ og nefnt Saurbæjar- skeið. Fyrir tæpum 11.000 árum kóln- aði i veðri enn á ný, svo að megin- jökullinn gekk fram og ýtti upp miklum jökulgarði, sem rekja má sunnanlands frá Keldum á Rang- árvöllum allt til Efstadalsfjalls i Laugardal. Jökulgarðurinn ligg- ur þvert yfir Þjórsá skammt fyrir ofan Árnes við fossinn Búða og er kuldakast þetta kennt við fossinn og nefnt Búðaskeið. Norðanlands má rekja slitrótt- an jökulgarð frá mynni Ljósa- vatnsskarðs, um mynni Reykja- dals og norðan Mývatns hjá Reykjahlið, um Möðrudal og a.m.k. allt til Hauksstaða á Jökuldal. Garðar þessir eru mjög sennilega frá Búðaskeiði. Á Álftanes- og Búðaskeiði voru Malarkambar myndaðir við 55 m hærri sjávarstöðu i isaldarlok á IIjallafjalli i ölfusi. Láglendið var þá allt uudir sjó.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.