Tíminn - 04.07.1976, Qupperneq 1

Tíminn - 04.07.1976, Qupperneq 1
Leiguflug—Neyöarflug HVERTSEM ER HVENÆR SÉM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122 — 11422 Staðbundnir stórjarðskjálftar ■ ■ hverju er aö búast, velji sér líklegir einu sinni á öld JH-Reykjavik. — „Hættu- legustu skjálftarnir veröa á Suðurlandi og viö noröurströnd- ina”„ segir Sveinbjörn Björns- son i grein um landskjálfta f nýju hefti Náttúrufræöingsins. „Mestu áhrifin eru á tiltölulega litlu svæöi beint yfir upptökum skjálftans, enþau geta oröiö svo mikil, aö jafnvel traustbyggö hús og mannvirki springa illa og skekkjast, ef stærö skjálftans verður á viö þá, sem komu 1784 og 1896”. Eins og kunnugt geröu þessir landskjálftar tveir, sem Svein- björn vitnar til, mikinn usla viöa um Suöurland. Telur hann, aö gera veröi ráö fyrir verulegu eignatjóni á stööum næst upp- takastöðvum hinna mestu skjálfta einu sinni á hverri öld. „Miklu skiptir”, segir hann, „viö skipulagningu byggöar, myndun þéttbýliskjarna og staðsetningu mannvirkja, að sprungusvæðin séu nákvæm- lega þekkt, og menn viti, viö byggingarefni og byggingarlag, sem velhefur rtynzt i skjálftum, og tiltæk sé áætlun um viöbrögö almannavarna viö þeim ham- förum, sem jörðin hefur fariö á þessum svæöum á liönum öld- um og vitaö er, aö enn munu yfir ganga”. Jafnframt lætur hann þess getíö, aö haröir skjálftar séu hér framur sjaldgæfir, þótt jarö- skjálftakippir séu tiöir, og sökum strjálbýlis hafimanntjón hér oröið minna en i flestum öörum jaröskjálftalöndum. 3 ERLENDIR STÓRMEISTARAR — hafa boðað komu sína á alþjóðlegt skdkmót í Reykjavík Gsal — Reykjavlk — Þrfr erlendir stórmeistarar hafa nú tilkynnt þátttöku sina f alþjóð- legu skákmóti sem haldiö verö- ur IReykjavík dagana 23. ágúst til 15. september n.k. Fjórum öörum erlendum skákmönnum hefur veriö boöiö til mótsins og hafa þeir frest til aö svara boö- inu fram til 20. þessa mánaöar. Stórmeistararnir þrfr sem þeg- ar hafa tilkynnt um þátttöku eru Sovétmennirnir Vladimir/ Áiitoskin og Vladimir Tukma- kov og Argentfnumaöurinn Miguel Najdorf. Þeir erlendu skákmenn sem enn hafa ekki svaraö boöinu eru Hamann frá Danmörku, alþjóö- legur meistari, Tarjan frá Bandarlkjunum, stórmeistari, Timman frá Hollandi, stór- meistari og Mecking frá Braseliu, stórmeistari. Aö sögn Jóns Briem, formanns undir- búningsne&idar mótsins, er ekki vitað hvort þrir af þessum mönnum hafi áhuga eöa tækifæri til þess aö koma til tslands og keppa á mótinu, en Timman mun hins vegar hafa lýst sig fúsan til þess ab koma. Timman keppti sem kunnugt er á svæðamótinuhér á siöasta ári og Friðrik ólafsson og hann tefldu báöir á Euwe-skákmótinu i Hollandi fyrir nokkru. Sennilega veröa átta islenzkir skákmenn meöal þátttakenda á þessu alþjóölega skákmótí, og hafa sex þeirra þegar staðfest um þátttöku. Þessir átta skák- menn eru, Friörik Ólafsson, Frh. á bls. 39 Akureyri: Alvar- legt umferð- arslys ASK-Reykjavfk,— Alvarlegt um- ferðaröhapp varð á Akureyri aö- fararnótt föstudagsins. Tveir bil- ar lentu saman á gatnamótum Hörgárbrautar og Stórholts. Oku- maður annars bilsins kastaöist út úr honum og lenti undir bifreið- inni. Að sögn lögreglunnar á Akureyri, mun hann vera nokkuö slasaður, en meiðsli hans voru ekki fullrannsökuð I gærmorgun. Mikil ölvun var á Akureyri sl. föstudagskvöld. Atta fengu inni hjá lögreglunni, en að sögn varð- stjóra þurfti lögreglan að hafa mikil afskipti af fólki vegna ölv- unar. Kvöldíhugun við sjóinn Stór er lófinn — maöur gæti haldið, að þetta væri hönd sjálfs almættisins, þvl að alla tröllatrú höfum viö lagt fyrir róöa. En n.aðurinn svartklæddi virðist alls ósmeykur. Hann tottarpípu sfna i mestu mak- indum, standandi á græöi- fingri handarinnar miklu, virðist einna hugfangnastur af þvi, hvernig geislar kvöld- sólarinnar glampa á sjónum og speglast I pollunum I fjörunni. Og eitt er vlst: Þeir eru færri, sem eiga svona mynd af sér. Almættið breiðir ekki lófa sinn handa hverjum sem er til þess aö stíga upp á græöifingurinn til kvöldihugunar við sjóinn. —■ Timamynd: Róbert. VS spjallar við aldraðan Vopnfirðing, Helga á Hrappssföðum — bls. 20-21 ★ 200 óra afmæli Bandaríkj- anna — bls. 14-17 ★ Fyrirtækja- kynning JG ræðir við forsfjóra Iðnvals — bls. 8-10

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.