Tíminn - 04.07.1976, Qupperneq 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 4. júli 1976
Hvað ætlar þú
að sjá af landinu
þínu í sumar?
Nokkur orð um Strandasýslu
Strandasýsla er sem næst hundrað og
fimmtiu kilómetrar að lengd, og nær
sunnan af Holtavörðuheiði og norður á
Geirólfsgnúp. Aftur á móti er sýslan alls
staðar mjó, þvi að hvergi er langt af há-
fjöllum og út til sjávar, og ganga þar af
leiðandi ekki neinir dalir, sem langir
verða kallaðir, inn i fjalllendið. Mörk
Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu
eru um Hrútafjarðará.
Akvegir þeir, sem liggja að
Strandasýslu, eru: Norður-
landsvegur aö austan, um brúna
á Hrútafjarðará, og að sunnan
um Holtavörðuheiði, vegurinn
um Laxárdalsheiði, sem er lág
og auðfarin, a.m.k. að sumar-
lagi, upp úr Laxárdal i Dölum
og niður i Hrútafjörð nokkuð ut-
an við Borðeyri, og vegurinn um
Tröllatunguheiði, sem liggur
upp úr Geiradal i Austur-Baröa-
strandarsýslu og niður á þjóð-
leiðina i Steingrimsfirði. Aður
var akvegur um Steinadalsheiði
upp frá Brekku i Gilsfirði og
niður i Kollafjörð. Var um skeið
haldið uppi áætlunarferðum
þessa leið til Hólmavikur, en
siöan vegur kom um Trölla-
tunguheiði hefur þessari leið
Hólmavfk.
Framleiðendur sjávarafurða
og útgerðarmenn
Við þökkum góða samvinnu undanfarin ár um leið og við
viljum koma á framfæri nokkrum upplýsingum um
útflutningsstarfsemi okkar:
1. útf lutningsviðskipti okkar hafa
innanlands og utan byggt á frjálsri
samkeppni og hagkvæmni viðskipt-
anna f yrir f ramleiðendur, á sama hátt
og 99% allra þeirra fyrirtækja í hinum
vestræna heimi, sem skipta við ís-
lenzka aðila, byggja á frjálsri sam-
keppni i viðskiptum.
2. öllu söluandvirði útfluttra-vara er
skilað strax til framleiðenda. Engar
,,uppbætur" eftir hálft eða heilt ár.
Framleiðendur fá strax allt söluand-
virðið i hendur i rekstur sinn og ekkert
vaxtatap er vegna ógrelddra „upp-
bóta" eftir marga mánuði.
3. Söluandvirði er yfirleitt komið til
framleiðenda fáum dögum eftir að
vara er komin í skip.
4. Árið 1975 nam útflutningur okkar á
rækju24% af allri rækjuframleiðslu í
landinu. Fyrstu 4 mánuði 1976 var
hlutfall okkar komið í 38% af heildar-
rækjuútflutningnum. Aðrar útflutn-
ingsvörur okkar eru t.d. grásleppu-
hrogn, þroskhrogn, hörpudiskur,
niðurlagður kaviar, lax, niðurlögð
síldarflök i neytendapakkningum,
þurrkaður fiskur o.fl.
5. Um árabil höf um við haft einkaum-
boð á Islandi fyrir einn stærsta inn-
flytjanda og seljanda skelflettrar
rækju og heilfrystrar á Svíþjóðar-
markaði.
6. Undanfarin 5 ár höfum við byggt
upp reynslu i frjálsum erlendum við-
skiptum á þeim grundvelli að standa
jafnfætis hinum erlendu aðilum við
samninga, og án þess að geta eftir á,
látið einhverja „sjóði" eða eina fram-
leiðslutegund bæta upp aðra vegna lé-
legra sölusamninga. Getum viðfullyrt
að starfsemi okkar hefur verið veru-
legt aðhald fyrir þá „stóru" og því
þjóðarheildinni hagkvæm.
Framleiðendur og útgerðarmenn. Við erum tilbúnir að taka til sölumeðferðar
hvers konar framleiðsluvörur yðar og útvega kauptilboð án nokkurra fyrirfram
skuldbindinga af yðar hálfu. Hafið samband við okkur, áður en þér festið fyrir-
tæki yðar annars staðar.
ÍSLENZKA ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐIN HF.
Eiriksgötu 19, Reykjavik. Telex 2214. Simar: 21294 og 16260.
ekki veriö haldið við.
Yfirleitt eru vegir góðir i
Strandasýslu, nema að hluta til
nyrzt, en veglaust er með öllu
norðan Ingólfsfjarðar, og er þar
nú engin byggð.
Það segir sina sögu, að þrjár
jarðir i nyrzta hreppnum, Ar-
neshreppi voru hæst metnar
allra jarða i Strandasýslu —
Árnes i Trékyllisvik, Ófeigs-
fjörður og Drangar. En tvær
siðarnefndu jarðirnar eru nú
fyrir nokkru komnar i eyði, á-
samt öllum nyrðri hluta Arnes-
hrepps, og viðar hefur byggðin
strjálazt mjög, til dæmis eru
Balar i Kaldrananeshreppi I
eyði. Syðst i sýslunni voru Mel-
ar mesta höfuðból um langan
aldur, sýslumannssetur og
heimahagar frægrar ættar.
Frá Brú i Hrútafirði er nokk-
ur spölur út á Boröeyri, þar sem
áður var lengi mikill verzlunar-
staður, sem ekki var aðeins
sóttur af mönnum úr innan-
verðri Strandasýslu og nær-
sveitum austan Hrútafjarðar,
heldur einnig sunnan úr Dölum,
á meðan umbrot voru mest i
verzlunarmálum og kaupstaðir
fáir og strjálir. Nú er Borðeyri
hrörnandi staður, eins og að
likum lætur, þar sem verzlun
hefur færzt þaðan að nokkru,
þótt Kaupfélag Hrútfirðinga
hafi þar enn aðsetur sitt, ásamt
vélaverkstæði, og starfslið
Pósts og sima hefur verið fært
um set. En enn er þar barna-
skóli þessa byggðarlags.
Langleiðina út að Bitrufirði,
sem skerst inn i landið frá
Hrútafirði á móts við Gilsfjörð
að sunnan, svo að eiðið, sem
tengir Vestfirði viö aðra hluta
landsins, er ekki nema um tiu
kilómetrar að breidd, eru fjöllin
að byggðabaki lág, og rpunar
mest vel gróin heiðalönd. Þar
eru ágætir sumarhagar fyrir
sauðfé, enda er hér hluti þeirra
slóða, þar sem fé verður hvað
vænst á landinu. Nokkrir bæir
voru þar i lægðum eða dalverp-
um að baki hæða og i hvarfi frá
þjóöveginum á ströndinni.
Skálholtsvik er yzti bærinn
sunnan Bitrufjarðar, og er þar
farið yfir lágan háls. Er að-
krepptara, þegar norður yfir
hann er komið, við fjörðinn inn-
anveröan. Inn af firðinum er
talsveröur dalur, sem klofnar
þó brátt I tvennt. Upp úr nyrðri
dalnum suður til Gilsfjarðar var
áður fjallvegur, Snartar-
tunguheiði.
Nokkuð út með Bitrufirði aö
norðan er Ospakseyri niöri við
sjóinn. Þar hefur Kaupfélag
Bitrufjarðar aðsetur sitt, og þar
er kona kaupfélagsstjóri.
Það, sem einkum vekur at-
hygli aðkomumanna, er fara
þessa leið, er rekaviðurinn,
klumbur og hnyðjur af ýmsu
tagi, sem liggja f fjörunni á
stöðum, er horfa við Húnaflóa,
hvitur og skininn og núinn af
sjávarróti og skarki á möl. Get-
ur sumt af þessu tekið á sig hin-
ar furðulegustu myndir, þegar
horft er á það frá réttu sjónar-
horni, og eru þeir ófáir, sem
staldra viö á slíkum stööum til
þess að skoða rekann. En eng-
inn leikur sér að þvi að bylta
þeim kylfum og rótarhnyðjum,
Úr Hornvlk.