Tíminn - 04.07.1976, Síða 30

Tíminn - 04.07.1976, Síða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 4. júll 1976 Einsog alkunna er, hafa islendingar, meiri áhuga á ýmiss konar dulrænum hlut- um, en flestar aðrar þjóðir. Einnig eru margir Islendingar haldnir hjátrú af ýmsu tagi, svo sem isambandi viðtölvuna 13, svarta ketti o.fl. Þar sem-einhyerjar vinsælustu bækur hérlendis eru bækur um yfirskiIvitleg og dulræn efni, fannst okkur ekki úr vegi að kynna fyrir lesendum, nokkrar dularfull- ar ráðgátur, sem komið hafa upp í poppheiminum erlendis, og koma þar ýmsir við sögu. Er Jim Morrison lifandi? Eins og kunnugt er, var þaö tilkynntáriö 1971, að Jim Morri- son, aðalsöngvari hljómsveitar- innar The Doors, hefði látizt i Paris á ferðalagi. Hafði hann fariö frá hljómsveit sinni, I stutta heimsókn til einnar vin- konu sinnar, og haföi slikt hent áður. En i þetta sinn fór Morri- son fyrir fullt og allt, þvi hann lézt úr hjartaslagi, er hann var i baöi. Hann var sfðan grafinn I Perelachise kirkjugaröinum i Paris, ekki langt frá gröf hins fræga franska leikritaskálds Moliere. En þrátt fyrir að hann væri opinberlega sagður látinn, voru margir vantrúaöir á aö svo væri, og siöan 1971 hefur fjöld- inn allur af fólki talið sig hafa séð Morrison. Morrison kom siðast fram með Doors á Isle Of Wight hljómleikunum 1970. A þeim hljómleikum tók náungi að nafni John Tobler, viötal viö hann fyrir timaritið Zig Zag. John Tobler þessi, er einn af þeim, sem trúa þvi statt og stöð- ugt, aö Morrison hafi ekki dáið 1971, og það sem meira er, geti ekki hafa dáið á þann hátt, sem sagt var. Fréttir hermdu nokkru fyrir dauða hans, aö hann heföi hætt miklum drykkjuskap sinum, vegna þess að hann væri orðinn of þungur, og of tekinn 1 andliti, vegna drykkjunnar. Þar af leið- andi, var hann þá talinn vera i betra likamlegu ástandi, en hann hafði áður verið i. Einmitt vegna þessa, telur Tobler dauöa Morrison grun- samlegan, og telur hann hafa verið settan á sviö, og Morrison hafi siðan byrjaö nýtt líf undir öðru nafni. Þaö hefur einnig vakið grun- semdir, aö enginn nákominn ættingi Morrisons, sá lik hans, eina manneskjan, sem ,,sagð- ist” hafa séð þaö, var vinkonan er hann var hjá er hann dd, en sú kona er nú látin. „Likið” var siöan grafið I ómerktri gröf, og vita fáir hvar hún er. Enn ein ráögátan er sú, að nokkru eftir dauöa Morrisons, var hljóðrituð plata á vegum Capitol fyrirtækisins, sem hét „Phantoms Divine Comedy, Part One”, þar sem fram komu gitarleikari X, bassaleikari Y, trommuleikari Z ásamt söngv- ara sem söng nauðallkt og Morrison. Platan var aldrei gef- in út, og engar myndir voru til af hljómsveitinni. Enginn vildi gefa upp nokkrar aörar upp- lýsingar um hljómsveitina. Á grundvelli þess, sem að framan er taliö, telur Tobler, að Jim Morrison sé alls ekki látinn, heldur starfi einhvers staöar i kyrrþey algjörlega óþekktur. En hvort hiö sanna kemur nokkurn tíma i ljós, getur tim- inn einn skorið úr um. Alvin Lee og óhappatalan 13 Alvin Lee er einn af þeim poppurum, sem hafa orðiö fyrir dulrænum kröftum. Hann hefur i nokkur ár reynt að hljóðrita lag eitt um hjátrú, sem nefnist „Friday 13th”. Hann hefur reynt, aö setja lagið á þrjár plötur slnar, en alltaf hefur eitt- hvaðdularfullt komiö i veg fyrir það. Allar þessar plötur hefur hann tekið upp i studiói sinu i Berkshire, sem er innréttað I gamalli hlööu frá 16. öld. I fyrsta sinn, sem hann reyndi að hljóðrita það, sprungu öryggi i söngkerfinu, hvaö eftir annað, og eftir 14 tilraunir gafst hann upp. Hann reyndi aftur á næstu plötu, en þá átti hann I erfiðleik- um með hljóðblöndunina, vegna þess hve erfitt hann átti með að einbeita sér, „vegna einhvers utanaðkomandi krafts” sagði hann. Hann fékk þá vélstjórann til að sjá um hljóðblöndunina fyrir sig. Þegar þeir svo eftir á, ætluðu að leika lagið yfir, heyrðist ekkert nema suð á spólunni, lagið hafði sem sagt þurrkast gjörsamlega útaf spólunni!!! Hann reyndi i þriðja sinn, og þegar allt fór á sömu lund, ákvað hann að fá særingamenn sér til aðstoðar. Og með bjöllu, bók og kerti I hönd flutti sá særingar i stúdióinu. Lagið var siðan hljóðritað án nokkurra vandræða, og er meðal annarra laga á nýjustu plötu Lee’s. Annar dularfullur atburður átti sér stað I þessu studlói Lee’s. Japanska rokkhljóm- sveitin Far East, sem haföi ver- ið við upptökur i stúdiói George Harrisons, I nágrenninu, skrapp yfir til Lee’s, til að taka þátt i „jam session.” Eftir á barst tal- iö að dulrænum efnum, og lyft- ingu. (Þegar manni er lyft frá jörðu með dulrænum kröfum.) Lee sagöist hafa séð slikt gert við bassaleikara Ten Years Aft- er, Leo Lyons. Japanirnir buö- ust til að sýna þeim þetta, og mynduöu þeir hring utan um Lee, og höfðu hendur sinar út- réttar yfir höfði hans. öllum til mikillar undrunar, lyftist Lee um þaö bil metra frá gólfi. Ein- hver var svo snjall aö taka af þessu mynd, með Polaroid myndavél, sem framkallar myndirnar strax. Myndin var alveg eðlileg i fyrstu, en þegar fara átti að sýna hana fólki skömmu siðar var hún orðin svört, án þess að nokkrar eöli- legar skýringar væru á þvl. Japanirnir útskýrðu þetta þannig eftir á, að þeir heföu notaö jákvæða hugsun, og breytt láréttum kröftum I lóð- rétta. Lee sagði siðar, aö það eina sem hann hefði skynjað, hefði einfaldlega verið þyngdar- leysi. Draugurinn í stúdíóinu Það verður að teljast furðu- legt, að i jafn nýtízkulegri bygg- ingu og stúdiói, skuli vera reimt, Studióið Manor, sem er til húsa I 15. aldar byggingu i Oxfordshire, og er i eigu Virgin hljómplötufyrirtækisins, hefur þó uppá að bjóða draug, sem er ákaflega vingjarnlegur og þægi; legur i umgengni. Þegar fólkið, sem sá um kaupin á Manor fyrir Virgin, kom þangað fyrst, var þar fyrir ráðskona ein, sem sýndi þeim húsiö hátt og lágt, og var I alla staði mjög vingjarnleg. Siðar komst það upp, að kona þessi hafði reyndar látizt fyrir all- nokkrum árum. Fyrir ári síðan sást kona þessi aftur, en starfs- fólk var að veggfóðra herbergi hússins. Hún var enn sem fyrr hin vingjarnlegasta, klappaði mönnum á bakið og virtist hæst- ánægð með skreytingarnar. I einu herbergjanna, þar sem hljómsveitir gista, hafa menn tekið eftir þvi, að hitinn i herberginu, breytist i ca. 20 mln. fresti, án nokkurra ástæðna en einungis menn, sér- staklega næmir fyrir hita, hafa fundið þetta. Ekki alls fyrir löngu, voru gerðar umtalsveröar breyting- ar á húsnæðinu, og við þær breytingar hurfu sýnirnar að mestu leyti, og viröist sem fyrr- verandi ibúar séu ánægðir með þessar breytingar. A þeim árum er sýnirnar voru hvað algengastar i Manor, henti aldrei neitt óhugnanlegt þar, en ýmsar furöulegar sögur bárust þaðan. Ein sú broslegasta er án efa sú um tónlistarmanninn, sem sagði eftir að hafa dvalizt þar, að honum hefði alltaf fundizt á kvöldin, eins og ein- hver væri að reyna að komast upp i rúm til hans, — en það gæti allt eins hafa verið óskhyggja! ■—SÞS—'

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.