Tíminn - 04.07.1976, Page 33

Tíminn - 04.07.1976, Page 33
Sunnudagur 4. júli 1976 TÍMINN 33 logarnir sig út úr glufum og fprungum neðar i fjallinu. Þetta leit ekki vel út. „En það var þó bót i máli”, hugsaði Berit, „að hvorki er grjótflug eða hraunflóð úr fjall- inu”. Hún ákvað þvi að vekja ekki Árna. Við þessu var ekkert að gera. Hún gekk þvi hljóðlega inn aftur og lagðist til svefns. Næstu daga varð eng- in breyting á fjallinu. Það leit fremur út fyrir að meiri kyrrð hefði færzt yfir fjallið, eftir eldsumbrotin um nótt- ina. Þeim virtist, að þrumuhljóðin og titringurinn færi minnk- andi, og að lokum urðu þau litið vör við umbrot I fjallinu. Það var lika ágætt, að nú blés stöðugt allhvass austanvindur og feykti allri öskunni i vesturátt. Berit gat nú framreitt ávextina og grænmetið án þess að þvo það áður. 11. Eitt kvöldið kom Árni fyrr heim frá vinnu sinni á akrinum en venjulegt var. Hann sagðist ekki vera vel hress, ýmist hrollkalt eða með hita- köstum, og ákaflega máttlaus. Berit varð dauðskelkuð. Þetta voru slæmar fréttir. — Siðan þau lögðu upp frá Noregi, hafði hvorugt þeirra nokkurn tima orðið lasið, á hverju sem gekk. Ef Árni yrði veik- ur núna? Það var hræði- legt. Enginn læknir og engin mannleg vera i nánd. Lif þeirra beggja var ef til vill i hættu. Næsta morgun var Árni mjög veikur. Hann hafði mikinn hita, lá i svitabaði og talaði óráð. Svona var hann i nokkra daga, án þess að Berit sæi nokkra breytingu á honum. Þetta voru erf- iðir dagar fyrir Berit. Hún hafði margt að annast við hin daglegu störf, og nú varð hún að bæta þvi ofan á að stunda Árna. Það var ekki að undra, þótt hún væri óttaslegin. Hún vissi ekkert, hvað gekk að Árna. Sjúkdómurinn gat alveg eins verið hættulegur, og Árni bróðir hennar var eina manneskjan i veröld- inni, sem henni þótti vænt um. Hún bjost við öllu þvi versta. Stundum gat hún ekki varizt gráti, og þá hvislaði hún út i næturkyrrðina: „Mamma, mamma, — hjálpaðu mér!” Allt fór þetta þó betur en Berit bjóst við. Eftir rúma viku vaknaði Árni einn morguninn hita- laus. Hann var ákaflega máttfarinn, en hresstist þó fljótt. Berit gaf hon- um geitamjólk og ávexti, og það hressti hann svo vel. En af þvi að Berit hafði svo mikið að gera, og var alltaf á faraldsfæti, þá fannst henni þetta lélegt fæði og var eiginlega sár- svöng. Hún var þvi feg- in, þegar Árni gat farið á fætur aftur. Ekki fyrst og fremst af þvi að hann hjálpaði henni þá með verkin, heldur miklu fremur af þvi að hann var svo duglegur að afla i matinn. Hún hafði aldrei lært að leggja net- in eða gildrurnar og hafði ekki heldur haft tima til að sinna veiði- skap á annan hátt. Þau höfðu þvi bæði orðið að lifa á ávöxtum og mjólk. Ekki gat hún slátrað kind og gert hana til. Árni fann það lika, þeg- ar hann kom á fætur, að hann þurfti kraftmeiri mat. Nú gátu þau slátr- að, veitt, soðið og steikt eins og þaður, og þau fundu það bæði, að þeim óx þróttur við hverja máltið. Eldfjallið hafði alveg legið niðri á meðan Árni var veikur, en sama daginn og hann fór á fætur, byrjuðu drunurn- ar aftur og voru nú verri en nokkru sinni fyrr. Svo var það einn morguninn, nokkrum vikum eftir að Árni var orðinn vinnufær, að aftur sáust logar og glampar upp úr tindin- um. Júmbó— gorilluap- inn litli — vildi hvorki leika sér né éta, en elti Berit fram og aftur emj- andi og vælandi. Hún vissi strax, hvað þetta boðaði. — Æ, þetta hræðilega eldfjall! Þegar Arni kom inn af akrinum, sagði hún hon- um frá þvi, hvernig Jumbó hagaði sér, og hvað hún héldi að það vissi á. „Við megum búast við öllu þvi versta, Árni,” sagði Berit. „Það getur svo farið, að við verðum að flýja héðan i ofboði eins og negrarnir hafa gert. Við skulum átta okkur á þvi strax, hvað við getum gripið með okkur, ef til kæmi. Eins og Jumbo hagar sér nú, þá liður varla á löngu, að eitthvað sögulegt gerist. Ef til vill verða aðeins nokkrir klukku- timar til stefnu.” ,,Æ, þessar stelpur,” hugsaði Árni. „Alltaf CITROÉN CITROÉN Vegna hagstæðra samninga við verksmiðjuna er verðið aðeins alltaf á undan TÆKNILEGA er það viðurkennt að Citroen er mörgum árum á undan öðrum með ýmsar nýjungar til að auka öryggi og ánægju við akstur. CITROEN er sérstaklega hentugur fyrir íslenzkar aðstæður. Hann er með framhjóladrifi og vökvaf jöðrunin gef ur möguleika á hækkun á bílnum úr 16 sm upp í 26 sm frá jörðu, sem er sérstaklega hentugt i snjó og við aðrar erfiðar aðstæður. Bensíneyðsla innan við 10 litra pr. 100 km. 1745 þúsund Hafið samband við sölumenn okkar i sima 8-15-55 CITROÉN \ Góðaférö tíl Græniands FLVCFÉLAC LOFTIEIBIR /SLAJVDS Félög þeirra sem feróast Til Kulusuk fljúgum við 5 sinnum í viku með Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Ferðirnar til Kulusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoöunarferðir, lagt er af stað frá Reykja- víkurflugvelli, að morgni og komið aftur að kvöldi. I tengslum við ferðirnar til Kulusuk bjóðum við einnig 4 og 5 daga ferðir til Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogið 4 sinnum i viku frá Keflavikurflugvelli meö þotum félaganna eða SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. ( Narssarssuaq er gott hótel með tilheyrandi þægindum, og óhætt er að fullyröa að enginn verður svikinn af þeim skoðunarferðum til nærliggjandi staða, sem i boði eru. í Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð, og sérkennilegt mannlif, þar er að finna samfélagshætti löngu liðins tima. Þeir sem fara til Grænlands i sumar munu örugglega eiga góöa ferð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.