Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 4
4 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR
Bandaríkjadalur 68,82 69,14
Sterlingspund 119,64 120,22
Evra 82 82,46
Dönsk króna 10,996 11,06
Norsk króna 10,241 10,301
Sænsk króna 8,663 8,713
Japanskt jen 0,5839 0,5873
SDR 98,84 99,42
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 8.3.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar
115,2111
ATVINNULÍF Samtök iðnaðarins segja
stjórnvöld ekki gæta hlutleysis
gagnvart fyrirtækjum í landinu.
Jón Steindór Valdimarsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri sam-
takanna, segir að grípa þurfi til
aðgerða gegn þeim vanda sem hafi
skapast hjá fyrirtækjum eins og
Marel, sem starfi í útflutningi á
hátækni.
„Ríkið veitir stóriðju fyrir-
greiðslu sem það veitir ekki öðrum,“
segir Jón Steindór. „Ríkið þarf að
gæti viss jafnræðis í hvaða atvinnu-
greinar byggjast hér upp þannig að
arðsemi rekstursins skipti höfuð-
máli.“ Ekki megi stilla fólki upp með
eða á móti stóriðju eða hátækni.
Jón Steindór segir að samtökin
hafi lagt fram tillögur í janúar um
hvernig halda megi hátæknifyrir-
tækjum í landinu og skorað á stjórn-
völd að bregðast við. „Þau sýna
skilning en við höfum ekki séð
brugðist við beiðninni. Þessum
fyrirtækjum dugir ekki skilningur
einn.“
Jón Steindór segir samtökin á
móti því að stjórnvöld stýri upp-
byggingu atvinnulífsins. Þau eigi
þess í stað að móta almenna stefnu
og skapa almenn starfsskilyrði fyrir
atvinnulífið. Hann hvetur stjórn-
völd til að skapa almennar leikregl-
ur svo allir sitji við sama borð. „Þá
lifir arðbær atvinnuvegur af. Ef
álver verður ofan á í slíkri sam-
keppni er það vel.“ Iðnaðarráðherra
veitti ekki viðtal vegna anna. - gag
Samtök iðnaðarins telja hátækifyrirtæki þurfa meira en skilning á vandanum:
Segir fyrirtækjum mismunað
JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON Hvetur
stjórnvöld til að setja almennar leikreglur
fyrir atvinnulífið.
BRUNI Júlía Bjarney og Inga Rún
Björnsdætur, ásamt Braga Ólafs-
syni, kærasta Ingu Rúnar, björg-
uðust með naumindum úr bruna á
Norðurbrú í Kaupmannahöfn í
gærkvöldi þegar þeim tókst að
yfirgefa fjölbýlishús þar sem
Júlía Bjarney og Inga Rún búa.
„Skömmu fyrir tvö um nótt vakn-
aði Bragi við væl í reykskynjara
og hann vakti Ingu Rún í kjölfarið.
Þau vöktu mig síðan og ég hringdi
strax í neyðarlínuna og tilkynnti
um eldinn. Síðan tókum við til fót-
anna og yfirgáfum húsið í snatri,“
sagði Júlía Bjarney.
Inga Rún og Bragi gengu á
hljóðið í reykskynjaranum en
þeim mætti þéttur reykur af gang-
inum þegar þau opnuðu dyrn-
ar. „Eldhúsið fylltist af reyk fljót-
lega eftir að Bragi opnaði hurðina.
Þau hlupu síðan út á gang og hófu
að banka á dyr íbúðanna í stiga-
ganginum. Nágrannar okkar vökn-
uðu fljótt. Ég hljóp svo niður til
þess að opna fyrir slökkviliðinu en
það kom örfáum mínútum eftir að
ég hafði hringt.“
Slökkviliðið hafði mikinn við-
búnað vegna eldsins. Töluverður
eldur logaði á efstu hæðum húss-
ins en allir íbúar þess komust út
og var þeim fljótlega boðið að bíða
í rútu sem kom að húsinu hálftíma
eftir að eldsins varð vart. „Slökkvi-
liðsmennirnir hlupu um allt hús og
vöktu alla íbúa með því að öskra
„politiet“ og bönkuðu þeir hressi-
lega á allar dyrnar í húsinu. Við
biðum fyrir utan húsið í dálitla
stund. Það var svolítið erfitt þar
sem það var mikill kuldi. Ung hjón
með nýfætt barn þurftu að bíða úti
í kuldanum dálitla stund en að
lokum fór þetta nú allt saman
vel.“
Íslendingunum var hleypt inn í
íbúðina sína tæplega fjórum
tímum eftir að slökkviliðið hafði
verið kallað til og sváfu þeir með
alla glugga opna til þess að reyk-
ræsta íbúðina almennilega. „Þetta
var köld nótt en við hörkuðum
þetta af okkur,“ sagði Júlía
Bjarney. magnush@frettabladid.is
Björguðust úr bruna
í Kaupmannahöfn
Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Norður-
brú í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Þrír Íslendingar vöknuðu við hljóð frá reyk-
skynjara og kölluðu til slökkvilið sem kom fljótt á staðinn.
SYSTURNAR JÚLÍA BJARNEY OG INGA RÚN
Júlía Bjarney, Inga Rún og kærasti Ingu
brugðust skjótt við eftir að þau urðu elds-
ins vör. FRÉTTABLAÐIÐ/JÚLÍA
ELDUR LOGAR GLATT Í ÞAKI HÚSSINS Eins
og sést á þessari mynd logaði glatt í þaki
hússins en slökkviliðið náði fljótt tökum á
eldinum og kom íbúum hússins í skjól.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÚLÍA
ÞAK HÚSSINS ILLA FARIÐ Þak
fjölbýlishússins var illa farið
eftir eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/JÚLÍA
KONUDAGURINN, AP Tugmilljónir
kvenna víðs vegar um allan heim
héldu alþjóðlega baráttudag
kvenna hátíðlegan í gær.
Í Bangladess mættu þúsundir
karla og kvenna á fjöldafundi til
að mótmæla sýru-árásum á konur
sem enn viðgangast þar í landi.
Ellen Johnson Sirleaf Líberíu-
forseti hrósaði konum fyrir þátt-
töku þeirra í uppbyggingu þróun-
arlandanna, og Levy Mwanawasa
Sambíuforseti lofaði að gefa
konum fleiri valdastöður innan
ríkisstjórnar Sambíu. Jacque Chir-
ac Frakklandsforseti hvatti
franskar konur af innflytjenda-
ættum til að velja sér lífsstíl sinn
sjálfar, og minnti á að með því
væru þær hvorki að brjóta lög né
hafna uppruna sínum. - smk
Alþjóðlegi konudagurinn:
Konur fögnuðu
um allan heim
BARIST FYRIR RÉTTINDUM Pakístanskar
konur kröfðust jafnréttis um alla Palestínu í
gær, á alþjóðlega konudeginum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hvalveiðar í atvinnuskyni Sjávar-
útvegsráðherra fullyrti á Alþingi í gær
að Íslendingar stefndu að því að hefja
hvalveiðar í atvinnuskyni. Íslendingar
hétu því við inngöngu í Alþjóðhvalveiði-
ráðið að ekki yrðu hafnar atvinnuveiðar
hér fyrr en í fyrsta lagi sumarið 2006.
HVALVEIÐAR
HEILBRIGÐISMÁL Unglæknar hafa
dregið til baka kæru sem þeir höfðu
sent siðanefnd Læknafélags Íslands.
Hún var til komin vegna ummæla
framkvæmdastjóra lækninga á
Landspítala, Jóhannesar M. Gunn-
arssonar, um ástæðu þess að fulltrúi
þeirra ætti ekki sæti í notendahóp-
um sem undirbúa byggingu hátækni-
sjúkrahúss. Framkvæmdastjórinn
bað þá í Fréttablaðinu í gær velvirð-
ingar á ummælunum.
Bjarni Þór Eyvindsson, formaður
Félags ungra lækna, sagði að ung-
læknar hefðu frá og með gærdegin-
um fengið sinn fulltrúa inn í not-
endahópana. Þessu máli væri því
lokið og menn væru sáttir. - jss
Unglæknar í notendahópi:
Hafa dregið
kæru til baka
VIÐSKIPTI Stjórn Sparisjóðs Vest-
firðinga hefur ákveðið að flytja
afgreiðslu sína á Ísafirði í nýbygg-
ingu sem nú rís við Hafnarstræti
og er reiknað með því að spari-
sjóðurinn verði kominn í hið nýja
húsnæði í haust.
Húsakostur Sparisjóðsins
stækkar mikið og breytir það
einnig miklu að öll starfsemin
verður nú á einni hæð og mögu-
legt verður að fjölga starfsmönn-
um bankans. Ástæða þess að þetta
er gert nú er að viðskipti Spari-
sjóðsins eru sífellt að aukast, bæði
á sviði einstaklinga og smærri
fyrirtækja. - shá
Sparisjóður Vestfirðinga:
Stækkar við sig
og fjölgar fólki
BAGDAD, AP Bandarískir og íraskir
hermenn hafa á síðustu tveimur
sólarhringum fundið 24 lík víðs
vegar um Bagdad, höfuðborg
Íraks. Átján líkanna fundust í litl-
um sendiferðabíl sem skilinn hafði
verið eftir.
Í gær réðust vopnaðir menn inn
á skrifstofur einkarekinnar örygg-
isþjónustu í Bagdad og rændu
fimmtíu starfsmönnum.
Þessi ofbeldishrina kemur á
sama tíma og hvorki gengur né
rekur í samningaviðræðum milli
sjía, súnnía og Kúrda um stjórnar-
myndun. - gb
Ofbeldishrina í Bagdad:
Lík finnast á
víð og dreif
ÆTTINGJAR SYRGJA Þessir tveir menn
syrgja einn hinna látnu.
Efst á lista Viðgerðir á Þjóðleikhús-
inu munu kosta um 1,6 milljarð króna.
Menntamálaráðherra greindi frá þessu
í gær og sagði jafnframt að viðgerðum
á menningarstofnunum hefði verið for-
gangsraðað og að komið væri að því að
ráðast í viðgerðir á Þjóðleikhúsinu.
ÞJÓÐLEIKHÚS