Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 8
8 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir eini maðurinn sem hefur verið ákærður vegna hryðju- verkanna 11. september 2001? 2 Hverjir skoruðu mörkin tvö í leik Chelsea og Barcelona í fyrradag? 3 Hvað heitir nýjasta kvikmynd Woody Allen? SVÖR Á BLS. 94 DANMÖRK Hitareikningur meðalfjöl- skyldunnar í Danmörku mun hækka um tugi þúsunda í ár, enda hefur veturinn verið sá kaldasti í landinu í fimmtán ár. Hækkandi orkuverð hefur einnig neikvæð áhrif og því mun hitunarkostnaður meðalíbúðar í Danmörku hækka um að lágmarki 2.500 danskar krónur á ári. Samkvæmt frétt danska ríkis- útvarpsins jókst orkuframleiðsla í orkuverum landins um tuttugu pró- sent fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sama tíma fyrir ári. - ks Háir hitareikningar: Kuldakastið Dönum dýrt STÍGAMÓT Guðrún Jónsdóttir, for- stöðumaður Stígamóta, vill að skólastofnanir í landinu bregðist með kröftugri hætti við staðreynd- um sem fyrir liggja um kynferðis- legt ofbeldi gagnvart börnum. „Sautján prósent íslenskra barna verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir átján ára aldur. Hvaða eru skóla- stofnanir að gera til þess að bregð- ast við þessum veruleika?“ sagði Guðrún í gær þegar ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2005 var kynnt í höfuðstöðvum samtakanna að Hverfisgötu 115. Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands og skóla- stjóri í Snælandsskóla í Kópavogi, segir marga grunnskóla haga innra starfi sínu þannig að eftirlit með kynferðislegu ofbeldi sé stöðugt frá degi til dags. „Í sumum skólum er skipulögð vinna á vegum hjúkr- unarfræðinga þar sem 1. bekkjar nemendur tala við hjúkrunarfræð- ing um líkama sinn og þannig reynt að hafa eftirlit með því ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi. Svo hafa skólar haldið námskeið um þessi mál fyrir starfsmenn þar sem fagfólk ræðir við starfsmenn um það hvernig mögulega sé hægt að vera á verði gagnvart ofbeldinu.“ Ljóst er að sögn Hönnu að betur má ef duga skal í þessum efnum. „Það er óhugnanlega hátt hlutfall barna sem verður fyrir ofbeldi og full ástæða til þess að taka þessi mál fastari tökum.“ Guðrún vill að eftirlit með kyn- ferðisofbeldi innan skólastofnana verði eflt og kallar eftir því að málið verði sett betur á dagskrá innan skólana. „Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma þessum málum betur á dagskrá. Nemend- ur fá aðstoð hjá sérkennara ef þeim gengur illa að læra. Ef þeir meiða sig vita þeir að hjúkrunar- fræðingurinn hjálpar þeim. Að sama skapi þurfa nemendur að vita að hafi þeir verið beittir ofbeldi sé líka hjálp að fá og þau þurfa að vita hvert aðstoð á að sækja.“ Fjöldi nýrra mála hjá Stígamót- um á árinu 2005 var nokkru hærri en árið á undan en 249 ný mál komu inn á borð Stígamóta. Árið 2004 komu 228 ný mál til umfjöllunar hjá Stígamótum og því fjölgaði málum milli ára um rúm níu prósent. Í sextán ára sögu Stígamóta hafa 4.233 einstaklingar leitað aðstoðar hjá samtökunum og teljast ofbeld- ismennirnir vera rúmlega sex þús- und. Í raun eru þeir líklega nokkuð færri þar sem einhverjir þeirra hafa beitt fleiri en einn einstakling ofbeldi. magnush@frettabladid.is Sjötta hvert barn misnotað Sautján prósent íslenskra barna verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Formanni skólastjórafélagsins finnst hlutfallið óhugnanlega hátt. Nauðsynlegt að fræðsla um ofbeldi verði aukin innan skólana. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR FORSTÖÐUMAÐUR STÍGAMÓTA Guðrún kynnti ársskýrslu Stígamóta fyrir blaðamönnum í gær en í henni kemur meðal annars fram að nýjum málum hjá Stíga- mótum fjölgaði um rúm níu prósent milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVÍÞJÓÐ, AP Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rán sem framið var á Landvetter-flugvellin- um fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð á þriðjudag, að sögn talsmanna sænsku lögreglunnar. Maðurinn, sem er um fertugt, var handtekinn norðan Gautaborgar seint á þriðju- dagskvöld, örfáum klukkustundum eftir að grímuklæddir byssumenn rændu fé úr SAS-flugvél á vellin- um. Flugvélin var nýkomin frá Lond- on og voru starfsmenn Securitas að flytja úr henni fé yfir í bíl fyrir- tækisins þegar byssumennirnir birtust á rauðum jeppa, samkvæmt fréttum Dagens Nyheter. Þrír vopnaðir menn stukku út úr jepp- anum, hrifsuðu féð og skelltu um leið pakka á flugbrautina sem lög- reglan taldi að innihéldi sprengju. Svo óku þeir á brott í jeppanum og dreifðu nöglum á götuna á eftir sér til að hindra eftirför lögreglu. Engan sakaði í ráninu og fannst jeppinn og Volvo-bifreið skömmu síðar skammt frá flugvellinum, en kveikt hafði verið í báðum bifreið- unum. Óvíst var hversu mikið fé þjófarnir komust á brott með en ljóst þótti að það væri töluvert. Ránið þykir minna á annað sem framið var árið 2002 á Arlanda- flugvellinum í Stokkhólmi. Það mál er enn óupplýst. - smk Þrír vopnaðir menn rændu peningum á flugvelli í Gautaborg: Einn í haldi vegna ránsins PENINGUM STOLIÐ Þjófar stálu fé úr þessari flugvél í Gautaborg á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Níðingar í prestastétt Kaþólska kirkjan á Írlandi skýrði frá því að 102 prestar í hennar röðum væru grunaðir um að hafa níðst kynferðislega á ekki færri en 150 börnum frá og með árinu 1940. ÍRLAND Uppnám í fataiðnaði Sökum sívaxandi markaðshlutdeildar Kínverja er hætta á að fataiðnaður í Suður-Afríku leggist alveg af, en mörg vestræn fyrir- tæki hafa lengi látið sauma fatnað sinn þar. Stjórnvöld verða að grípa í taumana ef halda á iðnaðinum gangandi. Synti í átta og hálfan tíma Fötluð kona komst í suður-afrískar sögubæk- ur þegar hún varð bæði fyrsta konan og fyrsti fatlaði einstaklingurinn til að synda fimmtán kílómetra vegalengd frá Robben-eyju úti fyrir ströndum landsins og til baka. SUÐUR-AFRÍKA VERÐKÖNNUN Nokkur munur getur verið á verði matvöru innan sömu verslanakeðju, samkvæmt nýrri úttekt Alþýðusambands Íslands. Farið var í 22 verslanir um land allt í vikunni og kannað hvort sama verð gilti á ákveðnum tegundum matvara í verslun úti á landi og gildir í sömu verslun á höfuðborg- arsvæðinu. Oftast reyndist mis- munandi verð á sömu vöru í versl- un Hagkaupa. Reyndust þar 12 vörur af 24 ekki á sama verði en munurinn reyndist þó aldrei vera meiri en tíu krónur. Eina verslana- keðjan þar sem verð reyndist hið sama í öllum tilvikum var Sam- kaup. - aöe Verðkönnun ASÍ: Verðmunur í sömu verslun AFDRIF MÁLA ER BÁRUST STÍGAMÓTUM ÁRIÐ 2005 EKKI KÆRT 93,6% KÆRT 4,3% MÁLIÐ ER Í VINNSLU MÁLIÐ FELLT NIÐUR FANGELSI SÝKNAÐUR ÓÞEKKT0,3% 0,3% 0,3% 1,3% 2,0% ÓVÍST 4,3%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.