Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 12
12 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR NISSAN MICRA MICRA AKSTURSLAG! Verð frá 1.360.000 kr. 6 diska geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rúðuþurrkur. MICRA er betra! Nissan Micra ÞÚ BO RGAR AÐEINS* ÞÚSUND Á MÁN UÐ I! 17 *Mánaðarleg greiðsla 16.816 kr. Miðað við 20% útborgun og bílaálán frá VÍS í 84 mánuði.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 9 6 *Mánaðarleg greiðsla 16.367 kr. miðað við 20% útborgun og bílasaming í 84 mánuði AFGANISTAN, AP Í Afganistan er vorið á næsta leiti og hundruð bænda eru byrjuð að hlúa að sprot- um ópíumvalmúans sem er að skríða upp úr jörðinni. Uppskeran virðist ætla að verða með stærra móti. Starfsmenn afgönsku fíkni- efnalögreglunnar reyna hvað þeir geta til þess að uppræta valmú- ann. Í gær hófust fjölmennir hópar handa við að eyðileggja akrana í Helmand, helsta ópíumræktar- svæði landsins. Starfsmenn hins opinbera óku þar um akrana á dráttarvélum og nutu til þess verndar þúsunda afganskra lög- regluþjóna og hermanna meðan ópíumbændurnir og fjölskyldur þeirra fylgdust með lítt hrifin. Hvenær sem er má búast við árásum á þá sem standa í þessum aðgerðum, annað hvort frá vopnuð- um hópum fíkniefnasmyglara eða frá talibanasveitum, sem hafa heit- ið því að verja ópíumbændurna. Næstum því níutíu prósent af öllu ópíumi og heróíni í heiminum eru enn þann dag í dag ræktuð í Afganistan, þrátt fyrir að ríki heims hafi dælt hundruðum milljóna dala í baráttuna gegn eiturlyfjasölum frá því talibanastjórninni var steypt af völdum árið 2001. Aðgerðirnar eru fjármagnaðar af Bretum og Bandaríkjamönnum, en búast má við því að það taki ára- tugi að fá bændur í Afganistan til þess að hætta að rækta valmúa, sem þrífst vel í hrjóstrugri jörð- inni sem sólin skín ótæpilega á. Sams konar herferð í Taílandi hafði staðið í aldarfjórðung áður en hún fór að skila verulegum árangri. Haji Abdul Karim, bóndi í Kandahar, segist ekki geta brauð- fætt börnin sín átta án þess að rækta valmúann á þeim fimm hektörum sem hann hefur til umráða. „Ég á enga aðra kosti,“ segir hann. „Ég er ekki hrifinn af því að rækta valmúa. Ef ég gæti aflað fjár með einhverjum öðrum hætti myndi ég ekki rækta hann.“ Til þess að flækja málin enn frekar njóta bændur á borð við Abdul Karim gjarnan verndar vopnaðra hópa fíkniefnasmyglara. Hótanir hafa borist um árásir á upprætingarsveitir lögreglunnar. Á síðasta ári týndu nokkrir úr þeim sveitum lífinu við störf sín. Vonast er til þess að um tuttugu þúsund hektarar verði eyðilagðir áður en uppskerutíminn hefst, en alls má reikna með að ópíumval- múi verði ræktaður á um 130 þús- und hektörum í Afganistan í ár. gudsteinn@frettabladid.is ÓPÍUMVALMÚINN EYÐILAGÐUR Starfsmenn fíkniefnalögreglunnar í Afganistan aka nú um ópíumakra landsins á dráttarvélum og eyðileggja uppskeruna meðan bændur og fjölskyld- ur þeirra fylgjast með lítt hrifin. MYND/AP Ráðist gegn valmúarækt Ópíumbændur í Afganistan fylgjast lítt hrifnir með því þegar lögreglumenn gera sitt besta til að eyði- leggja akrana. Útlit er fyrir gríðarlega uppskeru í ár. LOÐIN TÍSKA Tískumódel skartar loð- feldum í Frankfurt í Þýskalandi í gær, en tískusýningin Loðfeldir og tíska, eða Fur & Fashion, hófst þar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VÍN, AP Íranar hóta Bandaríkjun- um „tjóni og sársauka“ í beinu framhaldi af þeirri áherslu sem Bandaríkin hafa lagt á að draga írönsk stjórnvöld fyrir Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna. „Bandaríkin búa yfir mætti til þess að valda tjóni og sársauka,“ segir í yfirlýsingu frá írönskum stjórnvöldum, sem stíluð var á stjórn Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, sem kom saman í Vínarborg til þess að ræða stefnu Írans í kjarnorkumálum. „En Bandaríkin geta líka orðið fyrir tjóni og sársauka, þannig að ef þetta er leiðin sem Bandaríkin vilja kjósa skulum við láta boltann rúlla,“ sagði enn fremur í yfirlýs- ingunni. Íranar harðorðir í yfirlýsingu: Hóta Bandaríkjun- um sársauka og tjóni Á FUNDI ALÞJÓÐLEGU KJARNORKUMÁLA- STOFNUNARINNAR Ali Asghar Soltanieh, sendifulltrúi Írans hjá stofnuninni, spjallar við Yukiya Amand, yfirmann stofnunarinn- ar. MYND/AP LÖGGÆSLA Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir að ekki standi til að færa löggæslu frá rík- inu til sveitarfé- laga en Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir borgarstjóri vill að það verði gert. Töluverð umræða hefur vaknað um öryggismál í Reykjavík eftir tvær hníf- stunguárásir við Tryggvagötu um síðastliðna helgi. Steinunn hefur oft opinberað þá skoðun sína að löggæsla væri í betri höndum hjá sveitarfélögun- um heldur hjá ríkinu þar sem öryggismál standi sveitarfélögun- um að mörgu leyti nærri en rík- inu. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til breytinga á lögreglulögum sem unnið hefur verið að síðan 2003. Að sögn Björns miðar það að því að efla lögreglulið með stækk- un umdæma, sem ná yfir mörg sveitarfélög, til dæmis á höfuð- borgarsvæðinu. „Við gerð þessa frumvarps var haft samráð við fjölmarga, þar á meðal sveitar- stjórnarmenn, án þess að tillögur um flutning löggæslu til sveitarfé- laga kæmi til. Að borgarstjórinn í Reykjavík skuli vera þessarar skoðunar er á skjön við þau sjónar- mið, sem lögð hafa verið til grund- vallar í þessu starfi. Flokksbræður borgarstjóra, sem eiga sæti á Alþingi, hafa ekki viðrað þessa skoðun.“ -mh Björn Bjarnason segir ótímabært að ræða um flutning löggæslu til sveitarfélaga: Löggæsla fer ekki til sveitarfélaga BJÖRN BJARNASON Löggæsla verður ekki færð frá ríki til sveitarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMSTEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR HAAG, AP Lögmenn Serbíu hófu máls- vörn sína fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag í Hollandi í gær í máli Bosníu gegn Serbíu-Svartfjallalandi vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs. Þetta er í fyrsta sinn sem ríki er ákært fyrir þjóðarmorð. Lögmenn Serbíu segja stjórnina ekki hafa vilj- andi reynt að útrýma múslimum í Austur-Bosníu, og reyna að aðskilja milli Serbíu og þáverandi stjórnar Slobodan Milosevic. Serbía-Svart- fjallaland er þjóðréttarlegur arftaki gömlu Júgóslavíu, en talið er að um 200.000 manns hafi tapað lífi þar í byrjun tíunda áratugarins. Gert er ráð fyrir að dómstóllinn skili niðurstöðu á næsta ári. - smk Alþjóðadómstóllinn: Serbía hefur málsvörn NÝBÚAR Einstaklingum sem fá íslenskt ríkisfang hefur fjölgað ört á síðustu árum. Árið 2005 voru þeir 726 saman- borið við 161 árið 1991. Mest fjölgun varð á milli áranna 2003 og 2004 en þá fjölgaði þeim sem öðluðust ríkis- fang hér úr 463 í 671. Pólverjum sem fá ríkisfang á Íslandi hefur fjölgað ört á undanförnum árum en fáir framan af síðasta áratug. Undan- farin tvö ár hafa þeir verið fjöl- mennastir allra sem hljóta íslenskt ríkisfang. Þeir voru 184 á árinu 2005 en næstir þeim komu Serbar og Svartfellingar og þá Taívanar. - shá Hagstofa Íslands: Pólverjum fjölgar hraðast Aðgerðir tókust Sameinuðu þjóð- irnar segja hjálparstarf á jarðskjálfta- svæðunum í Pakistan hafa skilað þeim árangri að meira en þrjár milljónir heimilislausra manna lifðu af veturinn. PAKISTAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.