Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 16
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR SKIPULAGSMÁL Pétur Þór Sigurðs- son, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda Hótel Plaza í Reykjavík, vísar því á bug að breytingar á Hlaðvarpanum séu ekki í sam- ræmi við byggingarleyfi. Þráinn Bertelsson skrifar í Fréttablaðið á laugardag að hækkun Hlaðvarp- ans sé 130 sentimetrar en bygg- ingarleyfið hljóði upp á aðeins 75 sentimetra. Þráinn byggir á sínum eigin mælingum og kallar eigendur hótelsins „húsaníð- inga“. Mikil óánægja er á meðal íbúa Grjótaþorpsins og húsaverndun- arsinna með framkvæmdir Hótel Plaza á Hlaðvarpanum og einnig göngubrú úr gleri sem byggð verður yfir Fischersund á milli hótelsins og Hlaðvarpans. Minjavernd, sem staðið hefur fyrir endurbyggingu nokkurra húsa í Aðalstræti, kærði þá breyt- ingu á deiliskipulagi sem bygg- ingarleyfi Hlaðvarpans byggði á. Þorsteinn Bergsson, framkvæmd- astjóri Minjaverndar, segir að miður sé að eftir nær tólf ára starf Minjaverndar, við uppbygg- ingu eldri húsa við Aðalstræti, hafi þau viðhorf sem félagið hefur unnið eftir ekki verið höfð til hliðsjónar, heldur ef eitthvað er, ýtt til hliðar þegar afgreiddar voru byggingarheimildir að Vest- urgötu 3. Minjavernd var eigandi húsanna við Aðalstræti 2 og Vest- urgötu 1 og stóð fyrir endurbygg- ingu þeirra. Þorsteinn segir mik- inn mun á hvernig þar var farið með hús við endurgerð og því hvernig nú sé staðið að málum varðandi Hlaðvarpann. Við sölu eigna Minjaverndar munu kærur félagsins til úrskurð- arnefndar skipulags- og bygging- armála falla niður, en Þorsteinn staðfestir að sú hækkun húsa Hlaðvarpans sem heimiluð hafi verið sé 75 sentimetrar og ekki fari á milli mála að Þráinn Bert- elsson hafi rétt fyrir sér og hækk- unin sé 130 sentimetrar. Þor- steinn segir að það sé mál sem byggingaryfirvöld borgarinnar hljóti að taka á. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur- borgar, segist ekkert hafa heyrt af málinu og ekki séð skrif Þrá- ins. Hann geti því ekki tjáð sig um hvort satt sé eða hvort og hvernig byggingaryfirvöld muni bregðast við. svavar@frettabladid.is Segja húsið vera of hátt Íbúar í Grjótaþorpi halda því fram að ekki hafi verið farið eftir byggingarleyfi við breytingar á Hlaðvarp- anum. Bull, segir eigandinn. Byggingarfulltrúi hefur ekkert heyrt og treystir sér ekki til að tjá sig. FRÁ GRJÓTAÞORPI Íbúar gagnrýna breytingar á Hlaðvarpanum og ásýnd Fischersunds. Þeir eru einnig óánægðir með umgengni verktakans og óttast að viðkvæmur gróður verði eyðilagður. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn Álftaness hefur samþykkt að greiða foreldrum barna og ungl- inga í sveitarfélaginu á aldrinum sex til sextán ára fimmtán þúsund krónur til að greiða niður þátttöku- gjöld í íþrótta- og tómstundastarfi. Gildir þar einu hvort það er ástundað utan eða innan sveitar- félagsins. Guðmundur Gunnars- son bæjarstjóri segir markmiðið vera að gera börnum og ungling- um kleift að stunda íþrótta- og tómstundastarf óháð efnahag fjöl- skyldna þeirra og einnig að efla forvarnastarf á Álftanesi. - jse Sveitarfélagið Álftanes: Styrkur fyrir æskulýðinn Kosningaloforð Leiðtogi Verka- mannaflokks Ísraels lofaði í gær að fjarlægja 105 óleyfilegar útvarðstöðvar landnema á Vesturbakkanum, sigri flokkur hans í kosningunum sem fram fara þar í landi í lok þessa mánaðar. ÍSRAEL STRASSBORG, AP Mannréttindadóm- stóll Evrópusambandsins ákvað á þriðjudag að bresk kona hefði ekki rétt til þess að nota frosna fóstur- vísa sína til að eignast barn án samþykkis mannsins sem gaf sæðið. Natalie Evans vildi fá að nota fósturvísana eftir að krabba- meinsmeðferð gerði hana ófrjóa. Fyrir meðferðina létu hún og þáverandi unnusti hennar búa til og frysta sex fósturvísa, en þegar þau slitu samvistum dró maðurinn samþykki sitt við notkun fóstur- vísanna til baka. Bresk lög fyrirskipa að sam- þykki beggja foreldra þurfi að liggja fyrir á öllum stigum glasa- frjóvgvunar. Evans, sem er 34 ára, leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópusambandsins í von um að hann leyfði notkun fósturvísanna þrátt fyrir neitun föðurins en dóm- ararnir sögðu neitun mannsins standa og að fósturvísar ættu ekki sjálfstæðan rétt á lífi. Evans segist ætla að áfrýja og verður fósturvísunum ekki eytt fyrr en eftir þau málaferli. Jafn- framt bað hún fyrrverandi unn- usta sinn um að endurskoða ákvörðun sína en hann sagði blaða- mönnum að hann vildi einfaldlega ákveða sjálfur hvort og hvenær hann eignaðist fjölskyldu. - smk Bresk kona tapaði máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópusambandsins: Fær ekki að nota fósturvísa NATALIE EVANS Bresk kona sem fær ekki að nota fósturvísa sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Byrjendanámskeið Vinsælt námskeið á sérlega hagstæðu verði ætlað byrjendum í tölvunotkun á öllum aldri. Allar greinar eru kenndar frá grunni og farið rólega í námsefnið með miklum endurtekningum. Á þessu námskeiði er allt tekið fyrir sem byrjandinn þarf til að komast vel af stað og öðlast sjálfsöryggi við tölvuna. Windows tölvugrunnur Word ritvinnsla Excel kynning Internetið og tölvupóstur Kennt er á mánudögum og miðvikudögum. Hægt að velja um morgunnámskeið kl 9 - 12 og kvöldnámskeið kl 18 - 21. Lengd: 60 std. Kennsla hefst 13. mars og lýkur 8. maí (Páskafrí frá 6. til 19. apríl). Verð kr. 36.000,- (Allt kennsluefni innifalið) Almennt tölvunám Sérstaklega hagnýtt og markvisst námskeið ætlað þeim sem hafa einhvern tölvugrunn að byggja á eða hafa reynslu af tölvuvinnu en vilja auka við þekkingu sína, hraða og færni. Mikið lagt uppúr vinnusparandi aðgerðum í tölvu. Windows XP og skjalvarsla Word Excel Internet Outlook tölvupóstur og dagbók Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum. Hægt að velja um morgunnámskeið kl 9 - 12 og kvöldnámskeið kl 18 - 21. Lengd: 63 std. Kennsla hefst 16. mars og lýkur 9. maí. (Páskafrí frá 7. til 17. apríl) Verð kr. 39.900,- (Allt kennsluefni innifalið) T Ö L V U N Á M Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is � ����������� ��������������������������� 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári. 4. Breytingar á samþykktum: Tillaga um að stjórn bankans fái heimild til að hækka hlutafé um allt að 1.250.000.000 króna að nafnverði, með áskrift allt að 125.000.000 nýrra hluta. Lagt er til að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum og að stjórn verði heimilt að ákveða að áskrifendur greiði fyrir hina nýju hluti að hluta eða öllu leyti með öðru en reiðufé. Núverandi ákvæði samþykkta sem varða heimildir stjórnar til hlutafjár- hækkunar verði samtímis felld niður. 5. Stjórnarkjör. 6. Ákvörðun stjórnarlauna. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eigin hlutabréf. 9. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á ensku. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upp- haf fundarins. Stjórn Kaupþings banka hf. Aðalfundur ������������������� 2006 verður haldinn í ������������������������������ �������� og hefst klukkan �����. AÐALFUNDUR KAUPÞINGS BANKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.