Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 26
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR26 Umsjón: nánar á visir.is Auglýsingastofan Fíton hefur eignast fimmtungshlut í Öflun, sem vinnur að yfirtöku á Office Line, stærsta smásala Norður- landa með Apple-vörur. „Við komum inn í hluthafahóp Öflunar til að fjármagna yfirtök- una og styrkja Öflun til frekari verkefna,“ segir Þormóður Jóns- son, framkvæmdastjóri Fítons. Um leið ætlar Fíton að efla sig sem auglýsinga- og markaðsfyrir- tæki. Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars Bjarni Ákason og Frosti Bergsson. Yfirtakan á Office Line er í fullum gangi og hefur Öflun eign- ast um áttatíu prósent hlutafjár í norska félaginu. Verðmæti norska fyrirtækisins nemur um 1,2 millj- örðum króna. - eþa KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.298 -3,02% Fjöldi viðskipta: 815 Velta: 6.199 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 57,90 +1,58% ... Alfesca 3,91 -2,01%... Atorka 6,00 -1,64% ... Bakkavör 50,30 -1,37% ... Dagsbrún 6,94 +0,43% ... FL Group 24,80 -4,98% ... Flaga 3,79 +0,00% ... Íslandsbanki 19,40 -3,48% ... KB banki 900,00 -3,33% ... Kögun 66,00 -0,75% ... Landsbankinn 27,50 -5,17% ... Marel 69,00 -0,29% ... Mosaic Fashions 17,50 -0,57% ... Straumur-Burða- rás 18,60 -4,12% ... Össur 111,50 +0,45% MESTA HÆKKUN Grandi +5,34% Actavis +1,58% Atlantic Petroleum +1,19% MESTA LÆKKUN Landsbankinn -5,17% FL Group -4,98% Straumur-Burðarás -4,12% Krónan féll um þrjú prósent fyrri partinn í gær í kjölfar frétta af viðskiptahalla við út- lönd og nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch þar sem dregin er í efa láns- hæfiseinkunn íslensku bankanna. Merrill Lynch segist ekki spá krísu, en telur innbyggða áhættu í bankakerfinu. Gengi krónunnar og íslensku bank- anna lækkaði um rétt þrjú prósent í gærmorgun. Eru þar talin koma inn áhrif nýrrar skýrslu verðbréfafyr- irtækisins Merrill Lynch um stöðu bankanna og nýbirtar tölur Seðla- banka Íslands um að viðskiptahalli hafi nálægt því tvöfaldast milli ára. Merrill Lynch telur óvissu um hvort mjúk lending náist í íslenska hagkerfinu og telur matsfyrirtæk- in Moody‘s og Fitch hvorugt hafa tekið nægilegt tillit til „kerfis- lægrar áhættu“ bankanna í láns- hæfismati sínu á þeim. Skýrslan er að einhverju leyti samhljóma álit- um greiningarfyrirtækjanna Barc- lays Capital Research og Credit Sights í byrjun síðasta mánaðar. Skýrsla Merrill Lynch er þó heldur ítarlegri og gerir ákveðinn grein- armun á stöðu bankanna. Íslands- banki er sagður standa einna best og komu þau áhrif strax fram á erlendum skuldabréfamörkuðum í gær. Íslandsbanki hefur notið aðeins betri kjara í útgáfu og jókst sá munur í gærmorgun þó svo að kjör allra bankanna hafi versnað eitthvað. Álag á vexti nam í gær 55 punktum hjá Íslandsbanka, 75 hjá KB banka og 79 punktum hjá Landsbankanum, en var daginn áður 47, 58, og 68 fyrir sömu banka. Tómas Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, segir almennt ekki margt koma á óvart í skýrslu Merrill Lynch. „Hún er í takt við svipuð skrif sem við höfum séð undanfarið. Margt er samt óum- deildar staðreyndir, en neikvæð túlkun á þessum staðreyndum er ekki alltaf vel rökstudd.“ Hann segir hins vegar skýra aðgreiningu á stöðu Íslandsbanka og annarra banka í skýrslunni og hún hafi komið fram á markaði í gær. „Í skýrslunni er sérlega jákvæð umfjöllun um viðskiptamódel Íslandsbanka og stöðugleikann í tekjum hans,“ segir hann og bendir á að á þessu ári hafi bankinn aflað fjár sem nemi meiru en endurfjár- mögnun ársins. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, áréttar að bankakerfið standi geysilega sterkt og hafi í raun aldrei verið sterkara. Hann segir aukin umsvif bankanna hafa vakið áhuga fleiri greiningar- deilda. „En það sem okkur hefur þótt einkenna þessar nýju grein- ingar er að í þeim gætir misskiln- ings og að hluta til vanþekkingar á íslenskum aðstæðum,“ segir hann og kveður bankann hafa komið á framfæri leiðréttingum. „Og það hefur væntanlega áhrif á frekari umfjöllun.“ Halldór segir bankann standa vel undir lánshæfismati sínu og telur að í samanburði Merrill Lynch á bönkunum gæti ákveðins mis- skilnings. „Landsbankinn kemur mjög sterkt út úr hvaða saman- burði sem er og ályktanir sem dregnar eru í skýrslunni ekki fylli- lega byggðar á réttri greiningu talna.“ Hann segir þó mikilvægast að minna á að þeir sem greint hafi bankana í um áratug og veiti form- legt lánshæfismat, Moodys og Fitch, hafi á síðustu dögum staðfest mat sitt á bönkunum og á síðustu 12 mánuðuðum báðir hækkað láns- hæfismatið á Landsbankanum. olikr@frettabladid.is EVRUMERKI VIÐ SEÐLABANKA EVRÓPU Í FRANKFURT Í ÞÝSKALANDI Íslenskir bankar fjár- magna starfsemi sína að stórum hluta með útgáfu skuldabréfa á erlendum fjármálamörk- uðum. Ný skýrsla Merrill Lynch segir að kjör þeirra eigi að vera verri en ráðsettra evrópskra banka vegna áhættu sem byggð sé inn í íslenska bankakerfið. NORDICPHOTOS/AFP Segja áhættu kalla á hærra vaxtaálag skuldabréfa Sniglar hjá Atlantsolíu Samkvæmt könnun sem gerð var á vef Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, kaupa þeir flestir eldsneyti hjá Atlantsolíu. Á vegum stjórnar sam- takanna er hins vegar unnið að því að semja við olíufélögin um afslátt á fleiru en eldsneyti einu. Í könnuninni, sem gerð var í liðinni viku og um 200 manns tóku þátt í, kom fram að 34 prósent Sniglanna versla við Atlants- olíu, 19 prósent við Olís, 16 prósent við Esso, 14 prósent við Skeljung og 14 prósent sögðust kaupa eldsneyti þar sem ódýrast væri hverju sinni. Vilja semja um meiri viðskipti Jóhann Ágúst Jóhannsson, vefstjóri Sniglanna, segir reynt að vera með nýja könnun vikulega og að því gætt að ekki sé svindlað. „Þetta er náttúrlega ekki mjög vísindaleg könnun samt,“ segir hann en telur þó að þarna sé að finna nokkra vísbendingu um kauphegðan Snigl- anna. Jóhann Ágúst segir að á vegum stjórnar samtakanna sé unnið að því að fá afslátt hér og þar fyrir félagsmenn. „Og ég veit til þess að viðræður standa yfir við eitt olíu- félaganna en þar kemur náttúrlega miklu meira inn í en bara bensín.“ Peningaskápurinn... FL Group hefur keypt tæplega 9 prósenta hlut í norska fjármála- fyrirtækinu Aktiv Kapital. Markaðsvirði hlutarins er um 4,7 milljarðar króna. Starfsemi félagsins skiptist í kaup á lána- söfnum sem eru í vanskilum, inn- heimtu viðskiptakrafna og umsýslu reikninga. Starfsemin er í ellefu löndum og var hagnað- ur í fyrra um 2,5 milljarðar króna. - jab Kaupa í Aktiv Kapital í Noregi ÞORMÓÐUR JÓNSSON, FRAMKVÆMDA- STJÓRI FÍTONS Félagið hefur keypt tuttugu prósent í Öflun, sem vinnur að yfirtöku á Office Line. Fíton eignast fimmtung í Öflun Umsvif voru óvenju mikil á fast- eignamarkaði í síðustu viku. Geng- ið var frá 206 kaupsamningum, 160 samningum um kaup á eignum í fjölbýli, 30 kaupsamningum um sérbýli og 16 samningum um ann- ars konar eignir. Meðalupphæð samnings nam 23,6 milljónum króna, að því er fram kemur í hálffimm fréttum KB banka, þar sem vísað er í upplýsing- ar frá Fasteignamati ríkisins. ■ Mikil umsvif í fasteignum JÓHANNES GEORGSSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI FLYME Farþegum FlyMe heldur áfram að fjölga. Enn eykst fjöldi þeirra sem ferð- ast með sænska lággjaldaflugfé- laginu FlyMe. Farþegum fjölgaði um 49,5 prósent í febrúar saman- borið við sama mánuð í fyrra en sams konar aukning var 44,4 pró- sent í janúar. Alls ferðuðust 68.600 farþegar með FlyMe í febrúar. Sætanýting var 61,9 prósent í febrúar og jókst um 2,5 prósentu- stig á milli ára. - eþa Kröftug upp- sveifla FlyMe MARKAÐSPUNKTAR... Verð á norskum laxi hefur hækkað verulega sökum mikillar eftirspurnar, meðal annars því margir kjósa að borða lax í stað fuglakjöts af hræðslu við fuglaflensu. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu til þriðja aðila hjá Actavis Group, keypti í gær 3.333.333 hluti í félaginu á genginu 57 og seldi 1.052.632 hluti á sama gengi. Evrópsk hlutabréf náðu þriggja vikna lágmarki í gær vegna vaxandi áhyggna af að hækkandi stýrivextir um allan heim muni draga úr hagvexti. E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 8 2 2 Aðalfundur Símans hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. mars 2006 kl. 17.00 á Nordica hotel sal H og I. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins liggja frammi á skrifstofu Símans, Ármúla 25, hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Símans Dagskrá: 1. Tillaga um breytingu á gr. 19.1. í samþykktum þess efnis að stjórnarmenn verði allt að sjö talsins. 2. Tillaga um að gr. 26.2. í samþykktum félagsins falli niður. 3. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti í félaginu samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. 4. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 5. Önnur mál löglega fram borin. Aðalfundur 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.