Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 39

Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 39
FIMMTUDAGUR 9. mars 2006 9 EPSON Stylus D88 * 4 aðskilin Hylki * 5760 dpi upplausn * 22 bls í svörtu á min * 12 bls í lit á min * Aðeins 990kr hylkið * Windows & Mac Os ÞÓR HF | Sími: 568-1581 Ármúla 11 | www.thor.is Hagkvæmur! 12.900 Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Nú lengir daginn hratt og hin norræna dagsbirta er aftur farin að teygja sig inn í öll skúmaskot í híbýlum okkar. Að jafnaði er birtan þar af skornum skammti, jafnvel um hásumarið, og fáar plöntur sem hjara þar af ljósleysið. En þó skal ekki gefa upp alla von því þónokkuð er til af plöntum sem spjara sig í lítilli birtu, vanar dimmum skógar- botnum og skuggagiljum í hinum hlýju heimalöndum sínum. Til Kólfblóma- ættarinnar teljast afar margar tegundir pottaplantna, en ekki eru þær allar jafn meðfærilegar og kröfulausar og þær sem hér eru til umfjöllunar nú. Sjómannstryggð hefur verið vinsælt pottablóm um alla Vestur-Evrópu síðan um miðja átjándu öld. Sagan segir að farmenn á Austur-Indíaskip- unum hafi haft með sér græðlinga frá þessum fjarlægu löndum til að færa mæðrum sínum, unnustum eða eig- inkonum við heimkomuna eftir langa útivist. Íslenska heitið er dregið af hinu danska „Sømandstrøst“, sem er firna gamalt í Danmörku. Sómakólfurinn er hins vegar, að segja má, nýliði í hópi þeirra potta- plantna sem nú má rekast á í blóma- verslunum. Á örfáum árum hefur hann orðið tískuplanta sem fellur vel að naumhyggjustefnunni sem ráðandi er í innanhússarkitektúr um þessar mund- ir. Hann hefur þó verið þekktur meðal safnara í tvær aldir, en sló ekki í gegn fyrr en fyrir svosem átta til tíu árum. Sómakólfur Zamioculcas zamiifolia Notkun: Græn blaðplanta. Kerja- planta. Birta: Ekki sterk sól – Ákaflega skugg- þolin jurt. Hiti: Stofuhiti – 18-25°C. Þolir þurrt loft. Vökvun: Fremur lítið í hvert sinn. Látin þorna vel af og til. Umpottun: Eftir þörfum í víðari pott. Áburður: Daufur skammtur endrum og eins. Blöðin eru fjaðurskipt út frá þykkum miðstilk. Afar dökkgræn og glansandi. Upprunalega er sóma- kólfur botngróður í kjarrskógum í fremur þurru, ófrjóu og grýttu landi í austurhluta Mið-Afríku. Hann vex hægt en getur orðið um eins metra hár. Sómakólfurinn er flestum plöntum harðgerðari og þolir að standa hvar sem er inni í húsum svo framarlega að þangað berist einhver skíma af dagsljósi á sumrin. Umber mikla vanrækslu og óreglulega vökvun, en líður að sjálfsögðu betur ef rykið er skolað af honum nokkrum sinnum á ári! Hægt er að fjölga plöntunni með einum blaðflipa sem stungið er í þvala mold, þar myndast þá lítill hnúður við blaðskaftið og verður með tímanum að nýrri plöntu – en það tekur tímann sinn! Sómaplanta sem passar alls staðar og einungis kuldi og ofvökvun getur grandað! Sjómannstryggð Aglaonema commutata Notkun: Laufplanta. Birta: Í meðallagi til lítil. Ekki í glugga. Skuggþolin. Hiti: Stofuhiti – 18-25°C. Vökvun: Fremur lítil. Mold þorni á milli. Umpottun: Eftir þörfum í stærri pott. Áburður: Dauf blanda vikulega á sumrin. Blöðin eru lensulaga, aflöng en breiðari um miðjuna. Fallega mynstruð með ljósari eða dekkri bekkjum, rákum eða dílum þvert yfir. Sjómanns- tryggð er mjög þolin pottaplanta og hentar vel þar sem fáar aðrar plöntur geta þrifist. Plantan þolir skugga og vanrækslu um langa hríð flestum plöntum betur svo framarlega að ekki sé kalt í kringum hana. Forðist ofvökvun og gólfkulda. Til eru margar tegundir og ræktunarafbrigði af sjó- mannstryggð. Öll þurfa þau samskon- ar umönnun. Sumstaðar á Jövu er sagt að með því að rækta sjómannstryggð í híbýlum sínum, færi menn barna- lán í bæinn og bægi ólánsverum frá fjölskyldunni. Tvö pottablóm fyrir skúmaskotin: Sómakólfur og sjómannstryggð Pólýhúðun ehf. að Smiðjuvegi sér um að pólýhúða ýmsa hluti og muni svo hægt sé að leggja pensilinn endanlega á hilluna. Pólýhúðun er í raun lökkun eða dufthúðun. Duftblöndu er þá úðað á málm og húðaða málmstykkið sett í bakaraofn svo duftið bráðni. Pólý- húðun getur húðað alla málma og gler með Epoxy eða pólýester-dufti eða blöndu af þessu tvennu og fæst duftið í rúmlega 200 litum með mis- munandi glans og áferðum auk 50 sérlita. Meðal þess sem hægt er að pólýhúða eru álgluggar, bílahlutar, húsgögn, húsmunir og margt fleira. Pólýhúðun er mun sterkara lakk en blautlökkun og er með sterkustu lakkhúð sem völ er á. Þeir sem komnir eru með leið á að pensla ættu því að kynna sér málið. Pólýhúðun í stað lökkunar Margir taka upp lakk- eða málningarburstann reglulega og yfirfara lúna hluti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.