Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 42

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 42
2 ■■■■ { stóri dagurinn } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Við giftum okkur á annan í jólum árið 1950 og vorum þá búin að þekkj- ast frá því í apríl það ár. Athöfnin fór fram heima hjá sr. Bjarna dóm- kirkjupresti. Kirkjan hefur sjálfsagt verið upptekin og sennilega höfum við heldur ekki haft efni á kirkju- brúðkaupi. Ríkidæmið var nú ekki mikið,“ segir Árni þegar þau hjón eru beðin að rifja upp brúðkaups- daginn. Kristín tekur við frásögn- inni. „Svo var smá kaffisopi heima hjá systur minni á eftir og þar mætti eitthvað af systkinum okkar en um kvöldið fór Árni niður í leikhús og giftist þar annarri konu. Ég lét mér það í léttu rúmi liggja!“ Kristín er svo fjörleg að ekki er hægt að efast um að hún segi satt. „Já, ég tví- gifti mig sama daginn, sitt hvorri konunni en ég man ekkert hvað sú seinni hét,“ segir Árni og hlær. Svo heldur hann áfram að lýsa alvöru brúðkaupinu. „Við þurftum að fá svaramenn og það voru faðir Stínu og systir hans. En þau gátu ekki komið svo við fórum bara með blöð til prestsins. Það voru svaramennirn- ir. Við vorum bara ein inni í stofu hjá presthjónunum í húsi þeirra við Lækjargötuna. Þetta gekk allt vel fyrir sig og við vorum pússuð saman. Sjálf vorum við kórinn og prestsfrúin Áslaug spilaði undir. Það voru sungnir tveir sálmar og annar þeirra var dálítið hástemmd- ur í tónum og þegar sr. Bjarni komst ekki nógu hátt þá hætti hann og þegar lagið var komin niður í hæfi- lega hæð fyrir hann þá kom hann inn í aftur. Þetta var alveg ágætt.“ Kristín hristir höfuðið kæruleysi- lega þegar hún er spurð um brúð- arkjólinn. „Ég keypti mér ekkert sérstakt fyrir þessa athöfn og man ekkert í hverju ég var.“ „Hún var nú aðeins farin að þykkna undir belti en hún var smart klædd. Það man ég,“ upplýsir Árni. Engin mynd er til af brúðhjón- unum Árna og Kristínu frá 1950 en á fimmtíu ára hjúskaparafmælinu var þeim samt gefin glæsileg brúð- kaupsmynd. „Okkur datt í hug að láta gifta okkur aftur nú á seinni árum og þá í kirkjunni í Hrísey en það varð ekkert af því. Hinsvegar komu krakkarnir okkar með falsaða mynd til okkar í fimmtíu ára hjú- skaparafmælið. Það var brúðkaups- mynd af dóttur okkar og tengdasyni en þau höfðu skipt um hausa og sett gamlar andlitsmyndir af okkur í stað þeirra réttu. Svo sungu þau brúðarmars fyrir okkur,“ segir Árni hlæjandi og nær í myndina. Þótt giftingarathöfnin hafi verið látlaus hjá Árna og Kristínu fyrir 55 árum og lítið tilstand í kringum hana hefur hjónabandið enst og enn eru þau með blik í augum er þau horfa hvort á annað. Hver er upp- skriftin? „Okkur hefur alltaf komið vel saman og við virðum hvort annað. Í mörg ár rerum við saman til fiskjar á sumrin og nú förum við daglega saman í sund,“ segir Kristín brosandi og lítur á Árna. „Það er bara eins og við höfum verið ætluð hvort öðru.“ Eins og við höfum verið ætluð hvort öðru Rúm 55 ár eru liðin síðan Árni Tryggvason leikari og Kristín Nikulásdóttir kona hans gengu í það heilaga. Þau eru samt eins og nýtrúlofuð. Árni og Kristín hafa fylgst að í fimmtíu og fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Börn Árna og Kristínar settu gamlar andlitsmyndir af foreldrum sínum inn á nýlega brúðkaupsmynd og gáfu þeim hana í gullbrúðkaupinu. Brúðkaup geta verið kostnaðarsöm og er þar veislan stærsti útgjalda- liðurinn. Margir bera það fyrir sig að þeir muni aðeins gifta sig einu sinni og því best að gera það með stæl. Fólk hefur þó mismikið fé á milli handanna og er alger óþarfi að bjóða mörg hundruð manns og splæsa í dýrasta kampavínið svo að dagurinn verið fullkominn, rétti makinn og góðir vinir nægja til þess. Til eru fjölmargar leiðir til að halda veislu án þess að eyða of miklu. Til að byrja með er best að ákveða hversu miklum peningum má eyða í brúðkaupið. Næst skal skipta fjárhæðinni niður í kostnað- arliði, til dæmis hversu miklu má eyða í fatnað, blóm og skreytingar, og loks veisluna sjálfa. Kostnaðar- mesti liðurinn við veisluhöldin er alltaf áfengið. Ef brúðhjónin hafa lítið fé á milli handanna er hægt að stinga upp á því að veislugestir gefi ekki gjafir, heldur komi þess í stað með eina eða tvær vínflöskur til að hafa með matnum. Auk þess er hægt að hafa kaffiboð að deginum til og hreinlega sleppa öllu áfengi. Partí í heimahúsi getur einnig verið skemmtilegt, þar sem boðið er upp á smá bjór og ef til vill smá kampavín en partígestir mæta að öðru leyti sjálfir með veigarnar. Heimabruggað áfengi er kostur sem brúðhjón ættu aldrei að hugleiða, þó svo það kosti minna. Slíkt vín fer misvel í fólk og getur hreinlega eyðilagt stemninguna. Salur og matur geta kostað mikið en heil- margt er hægt að gera til að draga úr þeim kostnaði. Jafnvel er hægt að halda veisluna í heimahúsi og notast við allt húsrými, þar á meðal bílskúrinn. Með hvítum lökum, kertum, rósabúntum keyptum beint af rósabóndanum og nokkrum silki- borðum er hægt að breyta hvaða heimili sem er í veislusal. Langborð er hægt að útbúa með spónaplötum og búkkum, auk þess sem hægt er að leigja borð og bekki víða. Hvað matinn varðar er hægt að fá stórfjölskylduna til að leggj- ast á eitt og útbúa matinn. Einn- ig er hægt að útbúa súpu, baka heilan helling af brauði og bjóða upp á salat með. Ostabakkar og súkkulaðikaka í lok máltíðar ættu svo að gera alla glaða. Aðalmálið er þó að hafa góðan veislustjóra, vera afslappaður og hlæja mikið. Þá er veislunni borg- ið, sama hvar hún er og hvað er á borðum. Aðalmálið er að vera afslappaður og hlæja Hægt er að fara ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði við brúðkaup. Bílskúrinn getur breyst í veislusal með smá hugmyndaflugi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Boðskortin þurfa að berast tíman- lega til gesta, sérstaklega ef brúð- kaupið er um sumar. Þá er fólk á ferð og flugi og helgar skipulagð- ar langt fram í tímann. Ágæt regla er að senda út boðskortið þremur mánuðum fyrir brúðkaupið. Á boðs- kortinu þarf að koma fram nafn brúðhjónanna, staðsetning á athöfn og veislu, auk t ímase tn inga . Afar mikil- vægt er að þar komi einnig fram símanúm- er og netföng þar sem fólk getur tilkynnt komu sína eða afþakkað boðið, og þá þarf að setja fram tiltekna dagsetn- ingu og biðja fólk að svara fyrir þann tíma. Boðskort eru oftast hvít, en það getur verið gaman að breyta til og hafa ein- hvern lit í kortinu. Skreyta það með blómamynstri, eða jafnvel dopp- um sem gerir það öðruvísi. Þar að auki getur verið fallegt að hafa umslagið í einhverjum lit, sem gefur viðtakanda strax til kynna að inni- haldið sé spennandi. Nú er mikið í tísku að hafa ljósmynd af brúðhjónun- um í kortinu. S k e m m t i - legast er að hafa nýlega mynd af þeim, eða jafnvel gamla mynd frá þeim tíma sem parið var að byrja saman. Barna- myndir af brúðhjónunum, láta kortið frekar líta út eins og verið sé að bjóða til afmælisveislu en brúð- kaups. Boðskortin á réttum tíma Boðskort frá Stafrænu hugmynda- smiðjunni í Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.