Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 46
6 ■■■■ { stóri dagurinn } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Anna Kristín Magnúsdóttir hjá Brúð- arkjólaleigu Dóru segir að brúðar- kjólar fylgi alltaf ákveðnum tísku- straumum eins og annað. „Flestar konur taka auðvitað þá kjóla sem klæða þær best en kjólarnir breytast samt alltaf aðeins eftir því hvað er í tísku hverju sinni,“ segir hún. Anna segir að núna sé tjull mest áberandi. „Tjullpils eru áberandi og tjull yfir kjólana líka. Kjólarnir eru svolítið nýtískulegir og en það er líka verið að fara svolítið aftur.“ Hún segir að nælur séu ennþá mjög mikið notaðar á kjólana. „Slaufurnar eru að detta út en ennþá eru notaðir borðar og þá eru settar nælur í þá.“ Anna segir að það sé ennþá svolítið um að konur vilji hafa rykkingu í mittið og blúndur. „Sá stíll er svolítið gamal- dags og þeir kjólar hefðu alveg getað verið í notkun í kringum 1920.“ Hún segir að kjólarnir séu ýmist með miklum pilsum eða mjög einfald- ir og að hlýralausir kjólar séu enn mjög vinsælir. „Við erum með mikið úrval af kjólum og í ár ákváðum við að taka smá áhættu. Við tókum inn svolítið öðruvísi kjóla, með krögum og með miklu tjulli, þannig að við erum með alls konar kjóla.“ Anna segir að kjólarnir komi í ýmsum litum. „Kjólarnir eru í hvítu, beinhvítu og gylltu. Beinhvítt er vin- sælast en ástæðan fyrir því er sú að það klæðir flestar íslenskar konur betur en hvítt, frekar en sú að þær eigi börn.“ Fylgihlutir eru mjög vinsælir að sögn Önnu. „Margar konur eru mjög hrifnar af svona litlum ermapeysum úr blúndu og slör eru ennþá mjög vinsæl. Við vorum til dæmis að fá dálítið mikið af nýjum slörum sem eru mjög falleg.“ María Gunnarsdóttir, kjólameist- ari og eigandi MG saumastofu, seg- ist ekki verða eins vör við að tísku- straumar hafi áhrif á viðskiptavini hennar. „Konurnar sem koma til mín hafa mjög ólíkan smekk og þær leggja meiri áherslu á hvað klæðir þær vel heldur en hvað er í tísku, en viðskiptavinir mínir eru náttúrlega konur sem vilja hafa kjólana eftir sínu höfði,“ segir hún. María segist hins vegar hafa tekið eftir því að konur hafi viljað leggja meira í kjólana síðustu ár. „Kjólarn- ir eru ekki eins einfaldir og það er meira um handsaum. Konurnar vilja hafa kjólana bróderaða, með perlu- saumi og ýmsu þess háttar. Konurnar vilja hafa kjólana vandaða og hugsa ekki eins mikið um verðið og áður.“ María er sammála Önnu um það að konur vilji kjóla í ýmsum litum. „Það er mikið um beinhvítt og gyllt. Konurnar vilja geta notað kjólinn áfram og þess vegna velja þær síður hvítt. Fólk er líka orðið aðeins eldra þegar það giftir sig í dag og þess vegna vill það kannski ekkert endi- lega hvítt.“ Meira lagt í kjólana en áður Brúðarkjólar fylgja ákveðnum tískustraumum eins og aðrir kjólar en þó skiptir það flestar konur meira máli að kjólinn klæði þær vel en að hann fylgi nýjustu tísku. Anna Kristín Magnúsdóttir hjá Brúðarkjólaleigu Dóru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN María Gunnarsdóttir kjólameistari á MG saumastofu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Blóm í hendi eru flestum brúð- um ómissandi. Blómum skreyttur brúðkaupsdagur er langt frá því að vera nýr af nálinni því rómverskar brúðir, og reyndar brúðgumar líka, báru blómakransa um hálsinn á sér sem tákn um langlífi og frjósemi. Einnig hefur viðgengist í hundr- uð ára að bera blóm, hvítlauk og jurtir sem gefa frá sér sterka lykt á brúðkaupsdaginn til þess að fæla frá illa anda. Sú venja að brúðir kasti vend- inum til kvenkyns ættingja sinna og vinkvenna er ekki nándar nærri jafn gömul og brúðarvöndurinn sjálfur. Fyrstu heimildir um þessa hefð koma frá Bandaríkjunum en síðan hefur hún náð mikilli útbreiðslu. Reyndar má við bæta að sums staðar er líka vani að brúðgumar kasti ermahnöppunum sínum í sama tilgangi! Kastaðu vendinum! Rætur brúðarvandarins liggja aftur til Rómarveldis. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Brúðarkjólar frá Brúðarkjólaleigu Dóru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.