Fréttablaðið - 09.03.2006, Side 47

Fréttablaðið - 09.03.2006, Side 47
Þegar kemur að því að skipuleggja steggja- og gæsadaginn skal ávallt hafa í huga fyrir hvern dagurinn er. Margir falla í þá gryfju að gleyma að taka tillit til langana þess sem er að fara að gifta sig. Vilji viðkomandi láta fíflast með sig á alla vegu skal verða við því en vilji viðkomandi rólegan dag með vinum skal einnig verða við því. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvað hægt er að gera á þess- um skemmtilega degi. DEKURDAGUR Þar sem allt er innifalið frá kampavíni til hand- snyrtingar. LISTFLUG Ef ætlunin er að hræða líftóruna úr viðkomandi. MÓTORHJÓLAFERÐ Margir hefja daginn á því að viðkom- andi er sóttur á mótorhjóli. FLÚÐASIGLING Skemmtileg athöfn sem hópurinn getur gert saman. DANSKENNSLA Víða má fá kennslu í súludansi, magadansi eða afródansi. ÁHUGAMÁLIÐ Farið með hann í veiði í dýrustu ánni eða með hana í sumarbústað og fjall- göngu, allt eftir því hvar áhuga- málin liggja. LÍFSSPEKIN Farið með viðkom- andi í heimsókn til eldri hjóna sem kunna öll trikkin og geta gefið góð og skemmtileg ráð. HITTINGUR Látið stegginn og gæsina hittast seint um daginn við vandræðalegar aðstæður (syngja saman ástardúett í karókí í vina viðurvist.) 7■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { stóri dagurinn } ■■■■ Óvissuferðir.is sjá um skipulagn- ingu og framkvæmd á ýmsum ferðum fyrir hópa og þar með töldum gæsa- og steggjaferðum. Auðvelt er að skipuleggja ferð að eigin vali í samstarfi við starfsfólk Óvissuferða en einnig liggja fyrir tilbúnir pakkar sem velja má úr. Hópurinn er sóttur í rútu frá Hópbílum og keyrt á Þórkötlustaði í Grindavík þar sem farið verður stutta í hjólaferð með leiðsögn. Því næst er farið í hellaskoðun í nágrenni Bláa lónsins þar sem boðið verður upp á snafs undir yfirborði jarðar. Svo er endað í Bláa lóninu með kvöldverði. Morgunverður snæddur heima hjá gæs eða stegg. Rúta frá Hóp- bílum sækir hópinn og farið verð- ur á Nesjavelli í Adrenalíngarðinn. Þar á eftir er farið með Eldhestum í Hveragerði í útreiðatúr og hesta- leiki. Kvöldverð má snæða hjá Eldhestum eða grilla á staðnum. Vænlegur kostur er að fara með hópinn í nærliggjandi bústað eða heimahús þar sem búið er að panta mat eða kokk til að elda ofan í mannskapinn. Hópurinn er sóttur í rútu frá Hópbílum og morgunmatur snædd- ur á vel völdum stað. Síðan er ekið með hópinn í nágrenni Reykja- víkur og blásið til bardaga undir stjórn Lárusar hjá M16. Því næst er haldið upp á nálægt vatn þar sem steggurinn fær að spreyta sig á sjóskíðum og vatnsslöngu. Da- gurinn endar á góðri sundferð svo að menn geti sest hreinir við mat- arborðið hvort sem er í heimahúsi eða nærliggjandi bústað. Endað á góðri sundferð Óvissuferðir.is sjá um að skipuleggja óvissuferðir fyrir gæsa- og steggjapartí. Steggurinn sendur út í opinn dauðann á vatnsslöngu meðan félagarnir hafa það huggulegt á bakkanum. MYND/ÓVISSUFERÐIR.IS Dekurdagur fyrir gæsina fellur alltaf í góðan jarðveg. MYND/ÚR SAFNI Gæsin og steggurinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.