Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 47

Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 47
Þegar kemur að því að skipuleggja steggja- og gæsadaginn skal ávallt hafa í huga fyrir hvern dagurinn er. Margir falla í þá gryfju að gleyma að taka tillit til langana þess sem er að fara að gifta sig. Vilji viðkomandi láta fíflast með sig á alla vegu skal verða við því en vilji viðkomandi rólegan dag með vinum skal einnig verða við því. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvað hægt er að gera á þess- um skemmtilega degi. DEKURDAGUR Þar sem allt er innifalið frá kampavíni til hand- snyrtingar. LISTFLUG Ef ætlunin er að hræða líftóruna úr viðkomandi. MÓTORHJÓLAFERÐ Margir hefja daginn á því að viðkom- andi er sóttur á mótorhjóli. FLÚÐASIGLING Skemmtileg athöfn sem hópurinn getur gert saman. DANSKENNSLA Víða má fá kennslu í súludansi, magadansi eða afródansi. ÁHUGAMÁLIÐ Farið með hann í veiði í dýrustu ánni eða með hana í sumarbústað og fjall- göngu, allt eftir því hvar áhuga- málin liggja. LÍFSSPEKIN Farið með viðkom- andi í heimsókn til eldri hjóna sem kunna öll trikkin og geta gefið góð og skemmtileg ráð. HITTINGUR Látið stegginn og gæsina hittast seint um daginn við vandræðalegar aðstæður (syngja saman ástardúett í karókí í vina viðurvist.) 7■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { stóri dagurinn } ■■■■ Óvissuferðir.is sjá um skipulagn- ingu og framkvæmd á ýmsum ferðum fyrir hópa og þar með töldum gæsa- og steggjaferðum. Auðvelt er að skipuleggja ferð að eigin vali í samstarfi við starfsfólk Óvissuferða en einnig liggja fyrir tilbúnir pakkar sem velja má úr. Hópurinn er sóttur í rútu frá Hópbílum og keyrt á Þórkötlustaði í Grindavík þar sem farið verður stutta í hjólaferð með leiðsögn. Því næst er farið í hellaskoðun í nágrenni Bláa lónsins þar sem boðið verður upp á snafs undir yfirborði jarðar. Svo er endað í Bláa lóninu með kvöldverði. Morgunverður snæddur heima hjá gæs eða stegg. Rúta frá Hóp- bílum sækir hópinn og farið verð- ur á Nesjavelli í Adrenalíngarðinn. Þar á eftir er farið með Eldhestum í Hveragerði í útreiðatúr og hesta- leiki. Kvöldverð má snæða hjá Eldhestum eða grilla á staðnum. Vænlegur kostur er að fara með hópinn í nærliggjandi bústað eða heimahús þar sem búið er að panta mat eða kokk til að elda ofan í mannskapinn. Hópurinn er sóttur í rútu frá Hópbílum og morgunmatur snædd- ur á vel völdum stað. Síðan er ekið með hópinn í nágrenni Reykja- víkur og blásið til bardaga undir stjórn Lárusar hjá M16. Því næst er haldið upp á nálægt vatn þar sem steggurinn fær að spreyta sig á sjóskíðum og vatnsslöngu. Da- gurinn endar á góðri sundferð svo að menn geti sest hreinir við mat- arborðið hvort sem er í heimahúsi eða nærliggjandi bústað. Endað á góðri sundferð Óvissuferðir.is sjá um að skipuleggja óvissuferðir fyrir gæsa- og steggjapartí. Steggurinn sendur út í opinn dauðann á vatnsslöngu meðan félagarnir hafa það huggulegt á bakkanum. MYND/ÓVISSUFERÐIR.IS Dekurdagur fyrir gæsina fellur alltaf í góðan jarðveg. MYND/ÚR SAFNI Gæsin og steggurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.