Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 54

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 54
14 ■■■■ { stóri dagurinn } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Við val á brúðkaupsferðum er best að velja sér ákveðið svæði og kanna til hlítar hvað er á boðstólum og miða ferðina út frá því. Erlendis má brjóta upp sólarstrandavanann og skella sér í ævintýraferð eða heim- sækja framandi heimshluta. Hvort sem ferðast er innanlands eða utan ætti brúðkúpsferðin að vera sú ferð sem ekkert er sparað til og skil- ur eftir margar góðar minningar. Ferðaskrifstofan Prima Embla er með gott framboð af mögulegum brúðkaupsferðum. Með sérsamning- um við helstu lúxushótel, flugfélög og skipafélög heims getur ferða- skrifstofan boðið gott verð. Meðal annars er veittur allt að 75 prósenta afsláttur af gistingu fyrir brúðina í brúðkaupsferðum til Máritíus, sem er meðal vinsælustu áfangastaða brúðhjóna víða um heim og ýmis tilboð eru í fyrir brúðhjón. Máritíus mætti kalla himneska paradís og er eftirsóttur áfanga- staður þeirra sem kjósa gott lofts- lag og glæsilegan aðbúnað. Eyjan er aðeins um 865 ferkílómetrar að stærð en afar fjölbreytt frá nátt- úrunnar hendi. Hótelin eru hvert öðru glæsilegra enda er eyjan áfangastaður efnameiri ferðamanna hvaðan æva af. Aðalgististað- ur Prímu Emblu á Máritíus er hið stórglæsilega hótel Legends sem er innréttað eftir hugmyndafræði Feng Shui. Fjölbreytt afþreying er í boði, áhugaverðar skoðunarferðir og skemmtilegt mannlíf. Þessa ferð má skoða nánar á www.embla.is Snæfellsnes er einn fallegasti staður Íslands og kjörinn áfanga- staður fyrir brúðhjón. Hótel Búðir eru glæsilegt hótel með rómantísku andrúmslofti og þar er meðal ann- ars boðið upp á Deluxe-herbergi sem hentar vel fyrir brúðkaups- ferðina. Deluxe-herbergið er vel útbúið fyrir rómantískar stundir með frístandandi baðkari á miðju herbergis og stórbrotið útsýni yfir Snæfellsjökul. Mikið er um afþreyingu í nágrenni hótelsins. Á Arnarstapa er starfrækt vélsleðaleiga sem fer með áhugasama á topp Snæfells- jökuls á vélsleða eða snjótroðara. Frá Arnarstapa, Ólafsvík og Stykk- ishólmi er hægt að fara í sjóferðir af ýmsu tagi, svo sem hinnar þekktu hörpuskels- og eyjaskoðunarferð- ir frá Stykkishólmi, en einnig hafa sjóstangaveiði- og hvalaskoðun- arferðir frá Arnarstapa og Ólafsvík verið afar vinsælar. Margar skemmti- legar reiðleiðir og gönguleiðir eru í nágrenni Búða, jafnt á endalausum sandfjörunum, eftir moldargötum og gömlum stígum um Búðahraun. Ferðaskrifstofan Trans Atlantic er með skemmtilega ævintýraferð til Mexíkó, Belís og Guatemala þar sem veitt er innsýn í hinn forna menningarheim Maya og ferð- ast inn á töfrandi regnskógasvæði Suður-Ameríku. Synt verður og snorklað í sjónum við næststærsta kóralrif heims. Dagskrá ferðarinnar má skoða á www.transatlantic.is en þetta er án efa ferð sem skilur eftir sig góðar minningar og skemmti- lega upplifun. Upphaf hjónabandssælunnar Brúðkaupsferðin er oft það skemmtilegasta við sjálft giftingarferlið. Kannski hugleiða ekki mörg nýgift hjón brúð- kaupsferðir innanlands en af nógu er að taka bæði í gistingu og afþreyingu. Snorklað við strendur Mexíkó. Ævintýraferð er kjörin fyrir nýgifta og skilur eftir sig skemmtilegar minningar. Hótel Búðir á Snæfellsnesi er í námunda við stórkostlegt landslag ásamt því að stutt er í fjölbreytta afþreyingu af ýmsu tagi. Hótel Legends á Máritíus í Indlandshafi. Tilvalið fyrir rómantíska og afslappaða brúpkaupsferð. Þemabrúðkaup færast í vöxt og hér eru nokkrar aðferðir til þess að gera brúðkaupið enn eftir- minnilegra. Það færist í vöxt að brúðkaup séu haldin með einhverja ákveðna grunnhugmynd eða „þema“ að leiðarljósi. Þannig eru brúðhjónin kannski klædd í kántríföt og farið fram á að gestirnir klæðist í þeim stíl líka, veislan haldin í hlöðu og dansaður línudans fram eftir nóttu. Hugmyndir að þemabrúðkaupum eru óþrjótandi og hér eru nokkrar sem ekki ætti að vera of flókið að gera að raunveruleika. FRIENDS Brúðhjónin eru klædd eftir langnýj- ustu tísku. Besti vinur þeirra giftir þau og heldur langa ræðu um að gefa og þiggja, skipta með sér og elskast. Brúðguminn segir vitlaust nafn við altarið, helst nafn gamall- ar kærustu sem er einmitt stödd í kirkjunni. Brúðurin lokar sig inni á klósetti og skríður út um gluggann. Lag: I´ll Be There for You. Veitingar: Pítsa, brúðarflan og kjúklingabringur. TÓGA Allir gestirnir mæta í hvítum lökum og brúðurin og brúðguminn líka. Þau eru hins vegar eina fólkið með lárviðarkransa. Skemmtiatriðin eru magadans, eldgleypar og dansandi geitur. Gjarnan má athuga hvort gæludýr eða eftirlætishestur getur framkvæmt athöfnina. Lag: That´s Amore. Veitingar: Innbakaðir gíraffaháls- liðir með hunangi, einn obbolítill villigöltur og auðvitað vínber eins og hver getur í sig látið. HRYLLINGSMYNDIR Brúðurin er með hvítar rendur í hárinu og brúðguminn með skrúfu á hálsinum. Drakúla greifi leikur á orgelið og Varúlfakórinn spangólar brúðarmarsana. Allir gestirnir koma sem uppáhalds hryllingsmyndahetj- an sín og taka eitt tíðhnitið enn. Lag: Damn It Janet og öll hin lögin úr Rocky Horror Picture Show. Veitingar: Grilluð innyfli, lifrar- kæfa, rauðvín og blóðmör. Brúðkaup sem bragð er að N‡ju vorvörunum frá OROBLU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.