Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 73

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 73
FRÉTTIR AF FÓLKI Geri Halliwell talaði nýlega í fyrsta sinn opinberlega um barnið sem hún á von á í maí. Meðal annars sagði hún frá því að hún væri að hugsa um nöfnin Leonardo ef það yrði strákur en Stella ef hún fengi stelpu. „Fyrsti sónarinn sýndi mér eitthvað sem líktist meira kartöflu en manneskju. Ég var hrædd um að ég væri með Kartöflu Halliwell í maganum,“ sagði hún. Hún hafði áður verið smeyk um að hún gæti ekki eignast börn og var því yfir sig ánægð að verða ófrísk. „Ég er mjög þakklát og hoppaði af gleði þegar ég komst að þessu. Mér fannst ég svo heppin.“ Jerry Hall er orðin hundleið á leikfangastrákum. Semsagt er hún leið á að dandalast með yngri mönnum og segir þá lélega í rúminu. „Eldri menn eru betri elskendur. Þeir eru reyndari og kunna á allt saman. Yngri menn neyða mann til að hlusta á Coldplay, og það er engin lækning til við því,“ sagði Hall. Mariah Carey er hrædd um að rassinn á henni sé að minnka. „Ég hef verið að æfa á fullu, þú gætir kýlt mig í magann og fund- ið hversu harður hann er,“ sagði hún í viðtali við The Daily Mirror. „En ég verð að hægja á mér því einhver sagði við mig um daginn að rassinn á mér væri að hverfa og þá varð ég hrædd,“ sagði Mariah, sem er einhleyp að svo stöddu ef maðurinn í lífi hennar, hundurinn Jack, er ekki talinn með. Teri Hatcher hefur lýst því yfir að hún hafi verið misnotuð sem barn. Hún telur þessa hræðilegu reynslu sína vera ástæðuna fyrir því hversu erfitt hún á með að treysta karlmönnum. „Ég er kona sem ber byrðar af hræðslu og viðkvæmni á bakinu. Þessi reynsla hefur haft mikil áhrif á ástarlífið mitt, sem hefur einmitt ekki gengið svo vel hingað til,“ sagði Teri. Pink tók mikla áhættu þegar hún bað eiginmann sinn Carey Hart um að gifta sér. Kappaksturskapp- inn Hart var í miðri keppni þegar Pink veifaði spjaldi við brautina en á spjaldið hafði hún letrað spurninguna. Hart brá svo hrikalega þegar hann sá spjald- ið að hann keyrði næstum því á. „Hann var nýkominn framhjá öðrum bíl og í rauninni drap ég næstum því mann því Carey brá svo mikið,“ sagði Pink en þau giftust í janúar. Madonna er aftur farin að stunda hesta- mennskuna, sjö mánuðum eftir að hún slasaðist illi- lega við þá iðju. Söngkonan braut viðbein, rifbein og handleggsbrotnaði þegar hún féll af hesti á landareign sinni í Englandi. „Ég reyndi að standa upp og beina- grindin mín einfald- lega gaf sig og það leið yfir mig. Ég grét mikið og aðallega vegna sársauka,“ sagði Madonna, sem greinilega lætur ekki bugast svo auðveldlega.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.