Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 81

Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 81
FIMMTUDAGUR 9. mars 2006 45 Mörg góð vínræktarhéruð eru í Suður-Afríku og er Robertson-héraðið í nágrenni Höfðaborgar eitt það besta. Nokkrar fjölskyldur tóku sig saman og stofnuðu víngerðina árið 1941. Þessar fjölskyldur réðu til sín einn besta kjallarameistara Suður- Afríku til að hafa yfirumsjón með framleiðslunni. Hann heitir Pon van Zyl og gerði Robertson Win- ery að þriðja stærsta vínfyrirtæki í Suður-Afríku. Árið 1984 kom Bowen Botha til sögunar og endur- nýjaði tækin og stórjók útflutning. Einkenni Robertson er góð vín á góðu verði. Í dag eiga 43 fjölskyldur fyrirtækið og er mjög eftirsótt að eiga hlut í því. Gaman er að minnast á að Robertson-vínin ganga verulega vel í Norðurlönd- um, virðast vera þau vín frá Suður-Afríku sem einna best falla að norrænum smekk. Robertson Chardonnay hefur mikið bragð af melónu og keim af lime. Sérstaða þessa chard- onnay er sú að þrúgan er ræktuð hátt í fjallshlíð- um og gefur það víninu mikinn ferskleika og fyllingu. Það er mjög kremað, með tals- verðan keim af hnetum sem kemur frá eik- inni en það er óvanalegt um kassavín að þau séu þroskuð í eikartunnum. Þetta gefur víninu tölverðan karakter og ágæta fyllingu. Kynningarverð á afrískum dögum 3.290 kr. í 3 lítra kössum. Þægileg og aðgengileg cabernet vín hafa rutt sér til rúms. Robertson Caber- net Sauvignon er dökkt og mjúkt með talsvert miklu bláberjabragði sem gefur víninu skemmtilegan ávaxtak- eim. Vínið er talið mjög góð kaup í mörgum fagritum. Kynningarverð á afrískum dögum 3.490 kr. í 3 lítra kössum og 1.090 kr. í flöskum. ROBERTSON: Talið mjög góð kaup í fagtímaritum VEITINGASTAÐURINN QUIZNOS SUÐURLANDSBRAUT 32, 105 REYKJAVÍK. Ljúffengur hádegisbiti Hvernig er stemmn- ingin: Þetta er dæmi- gerður skyndibitastað- ur, innréttingar eru í ætt við sams konar staði í Ameríku og því fer lítið fyrir frumleikan- um. Veggirnir eru veggfóðraðir og litasinfónían er frekar óspennandi, dökkgrænum, ljósgulum og ferskju- lituðum blandað saman. Fyrsti Quiznos-staðurinn var stofnaður í Denver í Bandaríkjunum árið 1981 og fjölgaði stöðunum jafnt og þétt. Árið 1991 voru staðirnir orðnir 18 talsins en árið 2005 voru þeir 4.500. Gott er að taka matinn með sér heim ef þessi hönnun fer í taug- arnar á fólki. Matseðillinn: Þótt innréttingarnar séu ekki þær flottustu eru samlokurnar algert lostæti. Hægt er að velja um ótal tegundir, bæði kjöt- og grænmet- issamlokur. Einnig er boðið upp á girnileg salöt þar sem kjúklingur spilar stórt hlutverk en hægt er að fá ýmsar tegundir af kjúklingasalati. Stærðirnar á samlokunum heita minni, stærri og risastór. Minni er feikinóg fyrir eina manneskju, stærri er fínn ef maður tekur með sér í vinnuna því þá getur verið gott að narta í seinni helminginn af samlokunni síðdegis. Risastóri er fínn fyrir tvo eða mjög svangan einstakling. Einnig er boðið upp á súpur og smákökur. Vinsælast: Kjúklingasalötin eru mjög vinsæl ásamt kjúklinga og kalkúnasam- lokum af ýmsu tagi. Verð: Minni samlokan kostar í kringum 600 krónur, stærri í kringum 800 og risastór í kringum 1.300 krónur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.