Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 83
FIMMTUDAGUR 9. mars 2006 47
Trúbadorinn einlægi Siggi Ármann
mun hita upp fyrir sænska tónlist-
armanninn José González á tón-
leikum hans á Nasa næstkomandi
mánudag.
Siggi hefur fengið prýðisdóma
fyrir sína nýjustu plötu, Music for
the Addicted, sem kom út fyrir
síðustu jól. Þar naut hann m.a.
aðstoðar Sigtryggs Baldurssonar,
Jóhanns Jóhannssonar og Kjart-
ans Sveinssonar og Orra Páls
Dýrasonar úr Sigur Rós. Siggi
vakti verðskuldaða athygli fyrir
sína fyrstu breiðskífu, Mindscape,
árið 2001 og fór í kjölfarið í tón-
leikaferð með Sigur Rós um
Bandaríkin. Miðasala á tónleikana
á Nasa fer fram í verslunum Skíf-
unnar og á midi.is. Miðaverð er
2.500 krónur auk 200 króna miða-
gjalds.
Siggi sér um
upphitun
SIGGI ÁRMANN Trúbadorinn einlægi hitar
upp fyrir José González á mánudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Miðasala á tónleika guðföður
pönksins, Iggy Pop, og hljóm-
sveitarinnar The Stooges í Laug-
ardalshöll 3. maí hefur gengið
vel.
Iggy Pop hefur haft áhrif á
fjölmarga tónlistarmenn í gegn-
um tíðina, meðal annars vegna
skemmtilegrar sviðsframkomu.
Hafði hann til að mynda mikil
áhrif á Bubba Morthens þegar
hann var í Utangarðsmönnum.
Miðasalan á tónleikana fer
fam í Bókabúð Máls og menning-
ar í Reykjavík, Pennanum á
Akureyri, Hljóðhúsinu á Selfossi,
Hljómvali í Keflavík, í Tónspili í
Neskaupstað og á citycentre.is.
Miðaverð er 5.900 krónur í stúku
og 4.900 í stæði.
Miðasala
gengur vel
IGGY POP Guðfaðir pönksins heldur tón-
leika í Höllinni 3. maí.
Nýjasti ilmurinn frá Roberto
Cavalli, Just Cavalli, var kynntur í
snyrtivöruversluninni Maður og
kona á laugardaginn. Af þessu til-
efni var haldið skemmtilegt teiti í
versluninni sjálfri. Nýi ilmurinn er
bæði fyrir konur og karla og eins og
hönnuðurinn sjálfur er hann sætur
og seiðandi. Hann ilmar af vori,
vonum og væntingum.
Í GÓÐUM FÍLING Þórarinn Stefánsson, eigandi verslunarinnar Maður og kona, hjónin Fjóla
Friðriksdóttir og Haraldur Jóhannsson í Forval, Bryndís Sigmarsdóttir og Ingunn Sveinsdóttir.
Í DJÚPUM SAMRÆÐUM Guðrún
Edda Haraldsdóttir, markaðs-
stjóri Forval, er hér að spjalla við
Jörgen Þór Þráinsson, sölu og
markaðsstjóra. Þess má geta að
Guðrún Edda klæddi sig í stíl við
nýja ilminn og skartaði bol úr
smiðju Cavalli.
ÁNÆGÐAR MEÐ NÝJU LYKTINA
Díanna Dúa Helgadóttir,
starfsmaður Forval, og Þórunn
Gunnarsdóttir skemmtu sér vel.
Svellkaldur Cavalli