Fréttablaðið - 29.04.2006, Page 66

Fréttablaðið - 29.04.2006, Page 66
Sólbrenndur, þrekaður, með ís í skegginu, hlaðinn græjum, með íslenska fánann á topp- inum á nýsigruðu himinháu fjalli. Svona hljómar staðalímynd af alvöru fjallgöngumanni, hetju sem klífur jökla og fjallstinda eins og ekkert sé, veður snjó upp í mitti og er í svo góðu formi að það er nærri því ómennskt. „Já, því miður eru allt of marg- ir sem halda að það að ganga á fjöll sé eitthvert hetjudæmi. En það er það alls ekki. Allir þeir sem eru í þokkalega góðu líkamlegu ástandi geta t.d. vel gengið á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk. Í gönguferðum er það nefnilega seiglan en ekki snerpan sem gild- ir,“ segir Einar Torfi en fyrirtæki hans, Íslenskir fjallaleiðsögu- menn, hefur í tólf ár reynt að koma venjulegum Íslendingum í skiln- ing um það að hálendið og ekki síst jöklarnir eigi erindi við alla. Allt frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sína í Þjóðgarðinum í Skaftafelli árið 1994 hefur þeirra aðalsmerki verið stuttar göngu- ferðir á skriðjökla eins og Sól- heimajökul og Svínafellsjökul en hingað til hafa nánast eingöngu útlendingar keypt slíkar ferðir. „Það er vegna þess að Íslendingar eru rosalega fastir í þeirri hugs- un að það að ganga á jökul hljóti að vera mjög erfitt. Þeir átta sig til dæmis engan veginn á því að þessar tveggja tíma ferðir sem við höfum verið að bjóða á Svína- fellsjökul eru hreinar byrjenda- ferðir. Fólk þarf ekki annað en að vera sæmilega hraust, þá meina ég að það sé ekki fatlað til gangs, til þess að það geti farið með í þessar ferðir,“ segir Einar Torfi og bætir við að margir ímyndi sér að jöklagöngur séu eingöngu fyrir fáa útvalda, en staðreyndin er sú að 95 prósent manna getur stund- að þær. Stórkostlegt umhverfi Ímynd Íslands tengist óneitanlega ís, enda nærri 12 prósent landsins þakið jökli og sjaldgæft er að svo gott aðgengi sé að jöklum eins og hér á landi. „Grundvallarhug- myndin í því sem við erum að selja er að fá fólk til þess að ganga á jökli og komast þannig í beina snertingu við ísinn sem er hrein- asta náttúruundur. Ef erlendur ferðamaður sem langar á jökul kemur á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og honum er boðin ferð þar sem hann gengur á ís teljum við að hann sé ekki líklegri til að segja nei við slíku boði heldur en ferð þar sem hann á að aka á snjó á vélsleða,“ segir Einar Torfi og bætir við. „Markaðssetning okkar hér heima strandar hins vegar aðallega á Íslendingum sem skilja ekki vöruna sem við erum að bjóða. Útlendingum finnst mjög eðlilegt að koma til Íslands til þess að snerta jökul og sjá ís en fólk á hótelum, gistiheimilum og upplýsingamiðstöðvum, sem eru okkur mjög mikilvægir milliliðir, hefur enga trú á því að það sem við bjóðum upp á sé fyrir venju- legt fólk. Það er aðallega þar sem við þurfum að berjast við þessa hetjuímynd.“ Auk þess að telja að jöklagöng- ur séu bara fyrir hreystimenni átta margir Íslendingar sig ekki heldur á því hversu stórkostlegt umhverfi er að finna á jöklunum. „Nei, það er ekki bara snjór þar. Í raun er mjög lítill snjór á þeim skriðjöklum sem við erum aðallega að ganga á. Þeir eru langt fyrir neðan snjólínu og eru meir og minna ís allt árið.“ Að sögn Einars Torfa býður jökull- inn upp á ýmis litbrigði og form, drýla, sprungur, göng og jafnvel líf sem ekki finnst annars staðar. „Fólki finnst t.d. mjög gaman að skoða jöklamús sem er mosavax- inn steinn og mjög sérstakt fyrir- bæri og svo eru menn auðvitað afar hrifnir af bláa litnum á ísnum,“ upplýsir hann. Nýr valkostur fyrir ferðamenn Á næstu árum er markmið Íslenskra fjallaleiðsögumanna að koma 10-15 prósentum allra erlendra ferðamanna í snertingu við ísinn á Íslandi með því að bjóða þeim léttar gönguferðir á jökul. Næsta árið mun Icelandair aðstoða við markaðssetningu hug- myndarinnar en það er hluti af frumkvöðlaverðlaununum sem Icelandair veitti fyrrirtækinu á dögunum. „Það væri auðvitað líka æðislegt að fá Íslendinga, sem eru búnir að búa hér allt sitt líf, með á jöklana og uppgötva þá náttúru sem þar er að finna,“ segir Einar Torfi og bætir við að það sé fátt jafn brjálæðislega gef- andi og góð gönguferð. Hann ítrekar þó að þótt jökla- ferðir séu svo sannarlega fyrir alla þá fari enginn á jökul án þekkingar og rétts útbúnaðar. „Það er hægt að koma í ferðir með okkur en einnig bjóðum við upp á námskeið fyrir þá sem vilja vera á eigin vegum. Allar okkar ferðir eiga það sameiginlegt að vera stýrðar af atvinnumönnum þar sem öryggi, fagmennska og góð þjónusta er í fyrirrúmi en á þessum tólf árum sem við höfum verið í bransanum hefur aldrei orðið alvar- legt slys eins og beinbrot eða slíkt í neinum af okkar ferðum,“ segir Einar Torfi sem er bjartsýnn á það að gönguferðir á ís geti orðið að nýjum valkosti í dagsferðum fyrir erlenda ferðamenn sem eru í leit að styttri ferðum og afþreyingu út frá Reykjavík. „Með réttri markaðssetningu held ég virkilega að það að standa á ís á Íslandi geti orðið að „once in a lifetime must do“ fyrir millistétt- aríbúa hins iðnvædda heims, rétt eins og það að sjá Eiffelturninn í París eða heimsækja Taj Mahal á Indlandi.“ Íslenskir jöklar Jökull þekur nærri 12 prósent af heildarfleti landsins. Hinir stærstu eru á sunnanverðu land- inu eða í miðju þess en helsta ástæða þess er sú að úrkoma er meiri sunnanlands en norðan. Jöklar voru ekki stórir hér á landi á landnámsöld en stækkuðu hratt þegar kólnaði á síðmiðöldum og uxu þeir allt fram undir aldamót- in 1900. Eftir það tóku þeir að hörfa en upp úr 1988 stóðu þeir að mestu í stað í nokkur ár en fóru síðan að hopa á ný. Meðalhiti árs- ins, sem er nú 5°C, þyrfti ekki að lækka mikið til þess að jöklar færu að stækka. Íslenskir jöklar eru þíðjöklar og eitt einkenni þeirra er aragrúi af skriðjöklum, sem eru á stöðugri hreyfingu. Stundum taka þeir kipp og skríða fram með látum en hopa síðan þar til sagan endurtekur sig. (Heimildir: www.nat.is) 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR34 Íslenskir jöklar – ekki bara fyrir hetjur FYRIR ALLA Þessi mynd af bandarískum hjónum á besta aldri sýnir að jöklaferðir eru svo sannarlega fyrir alla. Myndin er tekin á Svinafellsjökli en Íslenskir fjallaleiðsögu- menn bjóða léttar dagsferðir þangað. Á GÓÐUM DEGI Á GRÆNLANDSJÖKLI Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða ekki bara upp á ferðir á íslenska jökla heldur einnig grænlenska. Hér má sjá Einar Torfa á Grænlandsjökli í fyrra. GÓÐIR MANNBRODDAR OG EXI Flest heilsuhraust fólk getur gengið á jökul. Nauðsynlegt er þó að vera í góðum gönguskóm og með mannbrodda og exi í slíkum ferðum. „Því miður eru allt of margir sem halda að það að ganga á fjöll sé eitthvert hetjudæmi. En það er það alls ekki. Allir þeir sem eru í þokkalega góðu líkamlegu ástandi geta t.d. vel gengið á hæsta tind landsins, Hvanna- dalshnúk. Í gönguferðum er það nefnilega seiglan en ekki snerpan sem gildir.“ Síðastliðin tólf ár hafa Íslenskir fjallaleið- sögumenn lóðsað fólk um hálendi Íslands og kennt þeim að meta íslenska jökla. Fyrir- tækið hlaut nýlega Frumkvöðlaverðlaun Icelandair sem gerir eig- endurna enn ákveðnara í því að halda áfram á sömu braut og koma enn fleirum í snertingu við ísinn. Snæfríður Ingadóttir spjallaði við Einar Torfa Finnsson einn af stofnendum fyr- irtækisins um undra- heima íslenska íssins. DAGSFERÐ Á JÖKUL Þetta verðurðu að hafa: Mjúka gönguskó Góðan hlífðarfatnað Vettlinga og húfu Regnfatnað Sólgleraugu Mannbrodda Ísexi lítinn bakpoka Nesti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.