Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 66
Sólbrenndur, þrekaður, með ís í skegginu, hlaðinn græjum, með íslenska fánann á topp- inum á nýsigruðu himinháu fjalli. Svona hljómar staðalímynd af alvöru fjallgöngumanni, hetju sem klífur jökla og fjallstinda eins og ekkert sé, veður snjó upp í mitti og er í svo góðu formi að það er nærri því ómennskt. „Já, því miður eru allt of marg- ir sem halda að það að ganga á fjöll sé eitthvert hetjudæmi. En það er það alls ekki. Allir þeir sem eru í þokkalega góðu líkamlegu ástandi geta t.d. vel gengið á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk. Í gönguferðum er það nefnilega seiglan en ekki snerpan sem gild- ir,“ segir Einar Torfi en fyrirtæki hans, Íslenskir fjallaleiðsögu- menn, hefur í tólf ár reynt að koma venjulegum Íslendingum í skiln- ing um það að hálendið og ekki síst jöklarnir eigi erindi við alla. Allt frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sína í Þjóðgarðinum í Skaftafelli árið 1994 hefur þeirra aðalsmerki verið stuttar göngu- ferðir á skriðjökla eins og Sól- heimajökul og Svínafellsjökul en hingað til hafa nánast eingöngu útlendingar keypt slíkar ferðir. „Það er vegna þess að Íslendingar eru rosalega fastir í þeirri hugs- un að það að ganga á jökul hljóti að vera mjög erfitt. Þeir átta sig til dæmis engan veginn á því að þessar tveggja tíma ferðir sem við höfum verið að bjóða á Svína- fellsjökul eru hreinar byrjenda- ferðir. Fólk þarf ekki annað en að vera sæmilega hraust, þá meina ég að það sé ekki fatlað til gangs, til þess að það geti farið með í þessar ferðir,“ segir Einar Torfi og bætir við að margir ímyndi sér að jöklagöngur séu eingöngu fyrir fáa útvalda, en staðreyndin er sú að 95 prósent manna getur stund- að þær. Stórkostlegt umhverfi Ímynd Íslands tengist óneitanlega ís, enda nærri 12 prósent landsins þakið jökli og sjaldgæft er að svo gott aðgengi sé að jöklum eins og hér á landi. „Grundvallarhug- myndin í því sem við erum að selja er að fá fólk til þess að ganga á jökli og komast þannig í beina snertingu við ísinn sem er hrein- asta náttúruundur. Ef erlendur ferðamaður sem langar á jökul kemur á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og honum er boðin ferð þar sem hann gengur á ís teljum við að hann sé ekki líklegri til að segja nei við slíku boði heldur en ferð þar sem hann á að aka á snjó á vélsleða,“ segir Einar Torfi og bætir við. „Markaðssetning okkar hér heima strandar hins vegar aðallega á Íslendingum sem skilja ekki vöruna sem við erum að bjóða. Útlendingum finnst mjög eðlilegt að koma til Íslands til þess að snerta jökul og sjá ís en fólk á hótelum, gistiheimilum og upplýsingamiðstöðvum, sem eru okkur mjög mikilvægir milliliðir, hefur enga trú á því að það sem við bjóðum upp á sé fyrir venju- legt fólk. Það er aðallega þar sem við þurfum að berjast við þessa hetjuímynd.“ Auk þess að telja að jöklagöng- ur séu bara fyrir hreystimenni átta margir Íslendingar sig ekki heldur á því hversu stórkostlegt umhverfi er að finna á jöklunum. „Nei, það er ekki bara snjór þar. Í raun er mjög lítill snjór á þeim skriðjöklum sem við erum aðallega að ganga á. Þeir eru langt fyrir neðan snjólínu og eru meir og minna ís allt árið.“ Að sögn Einars Torfa býður jökull- inn upp á ýmis litbrigði og form, drýla, sprungur, göng og jafnvel líf sem ekki finnst annars staðar. „Fólki finnst t.d. mjög gaman að skoða jöklamús sem er mosavax- inn steinn og mjög sérstakt fyrir- bæri og svo eru menn auðvitað afar hrifnir af bláa litnum á ísnum,“ upplýsir hann. Nýr valkostur fyrir ferðamenn Á næstu árum er markmið Íslenskra fjallaleiðsögumanna að koma 10-15 prósentum allra erlendra ferðamanna í snertingu við ísinn á Íslandi með því að bjóða þeim léttar gönguferðir á jökul. Næsta árið mun Icelandair aðstoða við markaðssetningu hug- myndarinnar en það er hluti af frumkvöðlaverðlaununum sem Icelandair veitti fyrrirtækinu á dögunum. „Það væri auðvitað líka æðislegt að fá Íslendinga, sem eru búnir að búa hér allt sitt líf, með á jöklana og uppgötva þá náttúru sem þar er að finna,“ segir Einar Torfi og bætir við að það sé fátt jafn brjálæðislega gef- andi og góð gönguferð. Hann ítrekar þó að þótt jökla- ferðir séu svo sannarlega fyrir alla þá fari enginn á jökul án þekkingar og rétts útbúnaðar. „Það er hægt að koma í ferðir með okkur en einnig bjóðum við upp á námskeið fyrir þá sem vilja vera á eigin vegum. Allar okkar ferðir eiga það sameiginlegt að vera stýrðar af atvinnumönnum þar sem öryggi, fagmennska og góð þjónusta er í fyrirrúmi en á þessum tólf árum sem við höfum verið í bransanum hefur aldrei orðið alvar- legt slys eins og beinbrot eða slíkt í neinum af okkar ferðum,“ segir Einar Torfi sem er bjartsýnn á það að gönguferðir á ís geti orðið að nýjum valkosti í dagsferðum fyrir erlenda ferðamenn sem eru í leit að styttri ferðum og afþreyingu út frá Reykjavík. „Með réttri markaðssetningu held ég virkilega að það að standa á ís á Íslandi geti orðið að „once in a lifetime must do“ fyrir millistétt- aríbúa hins iðnvædda heims, rétt eins og það að sjá Eiffelturninn í París eða heimsækja Taj Mahal á Indlandi.“ Íslenskir jöklar Jökull þekur nærri 12 prósent af heildarfleti landsins. Hinir stærstu eru á sunnanverðu land- inu eða í miðju þess en helsta ástæða þess er sú að úrkoma er meiri sunnanlands en norðan. Jöklar voru ekki stórir hér á landi á landnámsöld en stækkuðu hratt þegar kólnaði á síðmiðöldum og uxu þeir allt fram undir aldamót- in 1900. Eftir það tóku þeir að hörfa en upp úr 1988 stóðu þeir að mestu í stað í nokkur ár en fóru síðan að hopa á ný. Meðalhiti árs- ins, sem er nú 5°C, þyrfti ekki að lækka mikið til þess að jöklar færu að stækka. Íslenskir jöklar eru þíðjöklar og eitt einkenni þeirra er aragrúi af skriðjöklum, sem eru á stöðugri hreyfingu. Stundum taka þeir kipp og skríða fram með látum en hopa síðan þar til sagan endurtekur sig. (Heimildir: www.nat.is) 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR34 Íslenskir jöklar – ekki bara fyrir hetjur FYRIR ALLA Þessi mynd af bandarískum hjónum á besta aldri sýnir að jöklaferðir eru svo sannarlega fyrir alla. Myndin er tekin á Svinafellsjökli en Íslenskir fjallaleiðsögu- menn bjóða léttar dagsferðir þangað. Á GÓÐUM DEGI Á GRÆNLANDSJÖKLI Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða ekki bara upp á ferðir á íslenska jökla heldur einnig grænlenska. Hér má sjá Einar Torfa á Grænlandsjökli í fyrra. GÓÐIR MANNBRODDAR OG EXI Flest heilsuhraust fólk getur gengið á jökul. Nauðsynlegt er þó að vera í góðum gönguskóm og með mannbrodda og exi í slíkum ferðum. „Því miður eru allt of margir sem halda að það að ganga á fjöll sé eitthvert hetjudæmi. En það er það alls ekki. Allir þeir sem eru í þokkalega góðu líkamlegu ástandi geta t.d. vel gengið á hæsta tind landsins, Hvanna- dalshnúk. Í gönguferðum er það nefnilega seiglan en ekki snerpan sem gildir.“ Síðastliðin tólf ár hafa Íslenskir fjallaleið- sögumenn lóðsað fólk um hálendi Íslands og kennt þeim að meta íslenska jökla. Fyrir- tækið hlaut nýlega Frumkvöðlaverðlaun Icelandair sem gerir eig- endurna enn ákveðnara í því að halda áfram á sömu braut og koma enn fleirum í snertingu við ísinn. Snæfríður Ingadóttir spjallaði við Einar Torfa Finnsson einn af stofnendum fyr- irtækisins um undra- heima íslenska íssins. DAGSFERÐ Á JÖKUL Þetta verðurðu að hafa: Mjúka gönguskó Góðan hlífðarfatnað Vettlinga og húfu Regnfatnað Sólgleraugu Mannbrodda Ísexi lítinn bakpoka Nesti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.