Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 4
4 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ���������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� VIÐSKIPTI Bæjarfulltrúar minni- hlutans á Húsavík, Þ-listans, gagnrýna harðlega sölu á hús- næði leikskól- ans Bestabæ til Fasteignar hf. og endurleigu- samning sem gerður var á milli Fasteign- ar og bæjarins. Telja þeir að kostnaður bæj- arins verði mun meiri en ef leik- skólinn verður áfram í eigu bæjarins. „Þessi ákvörðun staðfestir enn og aftur uppgjöf og ráðaleysi meirihlut- ans í stjórnun sveitarfélagsins,“ segir Gunnlaugur Stefánsson Þ- lista. Fasteign er í eigu sveitarfélaga, ríkisins og fjármálafyrirtækja. Á meðal viðskiptavina félagsins eru sveitarfélög sem lækkað hafa lán- tökukostnað sinn með því að selja eignir til Fasteignar og endur- leigja til lengri tíma. Samkvæmt samningi Húsavík- urbæjar og Fasteignar mun Fast- eign kaupa leikskólann, endurnýja húsnæðið og stækka skólann. Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík, segir að bæjarfé- lagið hafi látið skoða samkomu- lagið gaumgæfilega. „Niðurstaðan er að það var hagkvæmari kostur fyrir sveitarfélagið að ganga til samninga við Fasteign en að standa sjálft að byggingu skólans,“ segir Reinhard. - kk Minnihlutinn á Húsavík gagnrýnir viðskipti bæjarins við Fasteign: Aukin útgjöld fyrir bæinn HÚSAVÍK Bæjarstjórinn á Húsavík segir af og frá að útgjöld bæjarins muni aukast vegna samningsins við Fasteign. HEILBRIGÐISMÁL Starfsmannaráð Landspítalans hefur sent frá sér ítrekun á eindregnum stuðningi við að reisa nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík. Í ályktun starfsmannaráðsins er bent á að húsakostur Land- spítala - háskólasjúkrahúss sé kominn til ára sinna, því haldið fram að húsnæðið standi starf- seminni fyrir þrifum og bent á að dreifð starfsemi sé óhagstæð. Síðan segir: „Það er því ljóst að endurnýjun er nauðsynleg og má ekki dragast. Með nýjum spítala batna aðstæður sjúklinga, starfs- manna og nemenda verulega.“ - jss Nýtt háskólasjúkrahús: Ítreka stuðning við Hringbraut REINHARD REYNISSON Fauk af veginum Flutningabíll fauk út af veginum við Sólheima í Mýrdal í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Vík var einn í bílnum en hann sakaði ekki. Bíllinn var fjarlægður mikið skemmdur af vettvangi. LÖGREGLUFRÉTTIR Ölvuð á vespu Rúmlega tvítug stúlka á vespu var stöðvuð af lögreglu aðfaranótt þriðjudags á Miklubraut. Hún var grunuð um ölvunarakstur og nánari eftirgrennslan leiddi einnig í ljós að vespan var ótryggð. FJÁRMÁL Rekstur Reykjanesbæjar er mjög slæmur. Bærinn hefur verið rekinn með tapi og skulda- söfnunin verið stöðug og mikil. Fjármunamyndun hefur verið nei- kvæð um tugi prósenta. Stöðug skuldasöfnun við þessar aðstæður verður að teljast ábyrgðarleysi hjá stjórnendum bæjarins, ekki síst vegna þess að íbúum hefur lítið sem ekkert fjölgað síðustu árin. Þetta kemur fram í MPA-rann- sókn Sigurðar Björnssonar við- skiptafræðings á stjórnsýslu sex sveitarfélaga. Sigurður gerði greiningu á fjárhag og stjórnun hjá Kópavogi, Hafnarfirði, Garða- bæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Reykjanesbæ árin 1998-2005, og kannaði hvort aðferðir við stjórnun skiluðu sér í betri rekstri. Niður- staðan sýnir að svo er. „Þar sem festa hefur verið í stjórnunarháttum, starfsmanna- haldi og pólitískri stjórnun, þar er fjárhagslegur árangur betri. Þetta má líka tengja því að rekstrar- árangur verður þeim mun betri eftir því sem hinn almenni starfs- maður fær meiri fjárhagslega ábyrgð,“ segir Sigurður. Kópavogur, Garðabær og Sel- tjarnarnes eiga það sameiginlegt að hafa haft mikla festu og standa langbest hvað reksturinn varðar. Í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og sér- staklega Reykjanesbæ er árang- urinn ekki nógu góður. „Í Hafnarfirði er hefð fyrir því að gera breytingar á stjórnkerfi og starfsmannahaldi á fjögurra ára fresti. Það er eins og menn treysti ekki opinberum starfs- mönnum til að vinna eins og fyrir þá er lagt því að það er verið að reka þá og ráða nýja,“ segir Sigurður. „Í Reykjanesbæ hafa þeir gert árangursmælingar á heimsmæli- kvarða en virðast ekki nota þær til að hjálpa sér við reksturinn. Þetta veldur því að festan í stjórnunar- háttum minnkar.“ Í Reykjanesbæ hefur verið gegndarlaus lántaka síðustu átta árin. Veltufé frá rekstri hefur verið neikvætt um tugi prósenta allt kjörtímabilið. Sigurður segir að bæjaryfirvöld hafi tekið lán fyrir rekstrarkostnaði, þar með launum, og það sé óviðunandi. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Ég get ekki með nokkrum móti fundið út að Reykjanesbær standi undir þessum lántökum en það kann að vera hægt að snúa þessu við ef álver kemur á svæðið næstu tvö til þrjú árin.“ Í Mosfellsbæ er eiginfjárstað- an léleg en viðsnúningur hefur orðið í rekstrinum. ghs@frettabladid.is Stöðug skuldasöfnun er ábyrgðarleysi Rekstur Reykjanesbæjar stendur svo illa og skuldasöfnun svo mikil að hægt er að tala um ábyrgðarleysi hjá stjórnendum bæjarins. Sigurður Björnsson viðskiptafræðingur segir að bæjaryfirvöld hafi tekið lán til að borga laun. Dóp á Selfossi Amfetamín og hass fannst við húsleit á Selfossi á sunnu- dagsmorgun. Maðurinn sem efnin átti hefur áður gerst brotlegur við fíkni- efnalög. Maðurinn sagði efnin vera til einkaneyslu og var tekinn trúanlegur í ljósi þess hve lítið magn efna fannst. SELFOSS GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 23.05 2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,47 72,81 Sterlingspund 136,45 137,11 Evra 93,04 93,56 Dönsk króna 12,476 12,55 Norsk króna 11,894 11,964 Sænsk króna 9,993 10,051 Japanskt jen 0,6504 0,6542 SDR 108,19 108,83 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 128,7086 ■ Staðan hjá sveitarfélögunum sex: • Garðabær er vel rekið með traustan fjárhag, jafnvægi í fjárfestingum og góða framtíðarmöguleika. • Rekstur Hafnarfjarðar hefur verið óviðun- andi og eignastaða léleg. Miklar fjárfestingar hafa ekki verið í samræmi við þessa stöðu. • Kópavogur er vel rekinn. Fjárhagur er traustur og eignastaða góð. • Mosfellsbær á í rekstrarerfiðleikum. Eigin- fjárstaða er léleg en vaxtarmöguleikar geta nýst vel með ábyrgri fjármálastjórn. • Rekstur Reykjanesbæjar er slæmur og mikil og stöðug skuldasöfnun sem telst ábyrgðarleysi þar sem íbúum hefur nánast ekkert fjölgað. • Seltjarnarnesbær er nánast skuldlaus, fjármálastjórn ábyrg og rekstur traustur. LJÓSANÓTT Í KEFLAVÍK „Í Reykjanesbæ hafa þeir gert árangursmælingar á heimsmæli- kvarða en virðast ekki nota þær til að hjálpa sér við reksturinn. Þetta veldur því að festan í stjórnunarháttum minnkar,“ segir Sigurður Björnsson viðskiptafræðingur meðal annars um niðurstöður MPA-rannsóknar sinnar. BAUGSMÁL Verjendur í Baugsmáli hafa farið fram á að dómkvaddir matsmenn verði fengnir til þess að meta falsleysi og þar með sönn- unargildi tölvugagna sem lögð hafa verið fram sem gögn með endurútgefnum ákærum. Settur saksóknari mótmælti kröfunni í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær á þeim forsendum að dómkvaddir menn hefðu þegar metið gögnin seint í mars. Í málflutningi í gær kom fram hjá verjendum að í fyrra skiptið hefði einungis verið lagt mat á hvort útskrift af tölvugögnum ættu sér samsvörun í rafrænum gögnum. Nú væri beðið um mat á öðrum atriðum og fyrir því væru fullar heimildir. - jh Tekist á um gögn í Baugsmáli: Vilja mat á tölvupóstum BANDARÍKIN, AP Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður demókrata, hvetur til þess að Bandaríkjamenn setji sér að mark- miði að minnka innflutning á olíu um átta milljónir fata á dag fyrir árið 2025. Segir hún landsmenn sína geta náð þessu marki með því að auka notkun etanóls sem elds- neytis og fyrir tilstilli 50 milljarða dala sjóðs í þágu rannsókna á nýjum orkugjöfum. Clinton hvatti til þess að gripið yrði til skattaívilnana og að ýtt yrði undir fjárfestingar einkaaðila til eflingar rannsókna með það að markmiði að minnka neyslu inn- fluttrar olíu um helming frá því sem hún er nú á tímabilinu fram til 2025. - aa Hillary kynnir orkustefnu: Vill milljarða í rannsóknir HILLARY CLINTON Vill efla leitina að orku- gjöfum sem komið geta í stað innfluttrar olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Rúmlega fertugur karlmaður hefur játað að hafa framið vopnað rán í Apótekaran- um við Smiðjuveg á fimmtudag í síðustu viku. Hann ógnaði starfs- fólki með öxi, rændi talsverðu magni af lyfjum og komst undan á hlaupum. Lögregla handtók tvo menn aðfararnótt laugardags og aðra tvo að morgni sunnudags og reyndist sá seki vera meðal þeirra handteknu. Öllum var sleppt en mál ræningjans verður sent ákæruvaldinu. - sh Játar vopnað rán í apóteki: Rændi apótek vopnaður öxi APÓTEKARINN Ránið sem framið var á fimmtudag hefur verið upplýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.