Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 50
6 Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segir algera vendingu hafa orðið við einkavæðingu bankanna upp úr síðustu aldamótum. Við það hafi íslensk fyrirtæki öðlast mikilvæga bandamenn við landvinninga erlendis. Þór segir útrásina hafa einskorðast við sjávarútveg og flugsamgöngur allt fram á tíunda áratuginn. Við lok síðustu aldar hafi síðan orðið alger vending „Einkavæðing bankanna var stærsti orsakavaldurinn. Þar komu nýir aðilar að rekstrinum, sem voru reiðubúnir að fjárfesta í hugviti, þekkingu og áræði til þess að fara erlendis með hugmyndir.“ Aðstoð bankanna var þó ekki einungis fólgin í lánum, heldur voru þeir beinlínis reiðubúnir að leggja til hlutafé og alla þá aðstoð sem til þurfti „Þá spretta fram margs konar, fjölbreytt fyrirtæki. Í dag erum við svo farin að sjá íslensk fyrirtæki standa sig vel á sviðum sem engan hafði órað fyrir að Íslendingar gætu orðið sérstaklega góðir í.“ Þór segir að á þeim sex árum sem liðin eru frá eiginlegu upphafi útrásarinnar séu Íslendingar orðnir markaðsráðandi, í Evrópu og jafnvel heiminum öllum, á jafn ótrúlegum sviðum og stoðtækjum, samheita- lyfjum og ýmsu öðru. Útrásin hefur haft gríðarleg áhrif á íslensk fyrirtæki að mati Þórs. Starfsmenn íslenskra fyrirtækja starfi nú í alþjóðlegum teymum og kynnist fyrirtækjarekstri án landa- mæra. „Íslensk fyrirtæki eru nú með um hundrað þúsund starfsmenn á sínum snærum erlendis. Það segir sig sjálft að það krefst allt annars konar starfshátta og menningar.“ Reynslan besti kennarinn Ekki hefur þó allt sem Íslendingar á erlendum vettvangi hafa komið að orðið að gulli. Þór telur að reynslan sé besti kennarinn í þessum efnum sem öðrum. Íslensk fyrirtæki hafi lært af mistökum sem gerð hafi verið og orðið sterkari fyir vikið. „Mörg fyrirtæki fóru á sínum tíma utan vegna þess að þeim vegn- aði illa hér heima. Þau ætluðu að freista þess að rétta sig af og gera til- raunir. Síðan kom á daginn að þessi fyrirtæki höfðu hvorki þær stoðir né þekkingu sem til þurfti og gekk því ekki sem skyldi.“ Þór segir íslensk fyrirtæki, mörg hver í sjávarútvegi, jafnframt hafa brennt sig á því að leita langt yfir skammt. Fyrirtæki hafi verið komin til Rússlands, Asíulanda og margra þróunarlanda, þar sem vissulega var þörf fyrir þekkingu þeirra og fjármagn, en annað skorti. „Þegar á reyndi voru innviðir landanna ekki nægjanlega sterkir, fátt var af heið- arlegu viðskiptafólki auk þess sem samband við birgja reyndist erfiðara en menn hafði órað fyrir. Margvísleg vandamál komu upp sem ekki tókst að leysa.“ Þá segir Þór fyrirtækin hafa skort metnað og vilja til að fylgja ætlun- um sínum eftir. Starfsmenn erlendis hafi einangrast að nokkrum mánuð- um liðnum og menn hafi að lokum misst máttinn eða farið í önnur verk- efni. „Menn ætluðu sér að fá mikið fyrir lítið, svo vitnað sé í gamla Miklagarðsslagorðið. Þeim bauðst að kaupa fyrirtæki fyrir mjög lítið fé, en síðan kom á daginn að þeim peningum hefði verið betur varið í margt annað. Fyrirtækin voru hrein- lega illa rekin og áttu sér aldrei við- reisnar von. Þór telur íslensk fyrirtæki þó að lokum hafa gert sér grein fyrir því hvernig meta ætti góðan árangur. Mikilvægt væri að ná góðri mark- aðshlutdeild erlendis, til þess þyrftu þau styrkar stoðir á heimamark- aði. Þá hafi tækifærin verið nær en marga grunaði. Þær erlendu fjárfestingar sem fyrst báru ávöxt hafi margar hverjar verið tengdar fjármálastarfseminni og hafi notið aðstoðar og trausts hinna íslensku fjármálafyrirtækja. „Sýnin var skýr. Stjórnendur hér heima og starfsmenn erlendis töluðu sama máli. Þá skipti máli að fyrirtæki fóru að líta á sig sem alþjóðleg. Ef keypt var fyrirtæki í Danmörku var það gefið út að þótt fjármagnið væri íslenskt yrði reksturinn danskur.“ Nokia-áhrif á næsta leiti? Þór telur þó að ferlinu sé ekki lokið og önnur vending, lík þeirri sem varð í kringum aldamótin 2000, kunni að vera framundan. Menn séu smám saman að gera sér grein fyrir að fjármagnsstreymið verði að vera í báðar áttir. Innrás sé ekki síður mikilvæg en útrás. „Forsætis- ráðherra talaði á dögunum um að nauðsynlegt væri að opna sjávarút- veginn fyrir erlendum fjárfesting- um. Útstreymi fjármagns sem hlut- fall landsframleiðslu er gríðarlega hátt hjá okkur, þrjátíu til fjörutíu prósent, en innstreymið rétt undir fjórum prósentum. Það er ýmis- legt sem bendir til þess að innrásin geti ekki orðið síður gagnleg fyrir íslenskt samfélag.“ Erlendir fjárfestar sækjast þó fæstir eftir markaðshlutdeild hér á landi, heldur fremur þekkingu og áræði íslenskra stjórnenda. „Við eigum nú þegar tíu til fimmtán íslensk fyrirtæki sem eru komin með góða markaðshlutdeild á stórum svæðum erlendis. Þetta eru einkum þau fyrirtæki sem erlendir fjárfestar horfa til.“ Þór spáir því einnig að hér kunni svokallaðra Nokia-áhrifa að verða vart í náinni framtíð „Með Nokia-áhrifum vísa ég vitaskuld til Finnlands þar sem mörg smærri fyrirtæki sem byrjuðu sem einskon- ar þjónustuaðilar fyrir Nokia, hafa hreinlega orðið að stórum, sjálf- stæðum fyrirtækjum.“ Þór telur að með því að þjónusta stærri fyrirtæki á borð við Actavis eða Baug, öðlist smærri fyrirtækin dýrmæta reynslu sem síðar komi til með að nýtast þeim „Ég á von á að fyrirtæki, sem byrjuðu kannski sem lítil ráðgjafar- eða þjónustufyrirtæki við þau stærri, fylgi þeim eftir og hasli sér sjálf völl á erlendri grundu. Þannig gætu myndast fyrirtækja- klasar hér heima á ákveðnum svið- um. Hvort sem það er á sviði sam- heitalyfja eða einhverju öðru.“ Einkavæðing bankanna ruddi brautina Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fylgst grannt með íslensku útrásinni og skrifaði meðal annars um hana bók, Straumhvörf, sem kom út í fyrra. Jón Skaftason ræddi við Þór og komst að því að reynslan er oft á tíðum besti kennarinn. Tilgangur skýrslunnar var að skoða hvernig hafði tekist til með útrás íslenskra fyrirtækja til Bretlands, ávinninginn af henni og hver væru einkenni íslensks og bresks við- skiptalífs. Efni skýrslunnar er fengið með viðtölum við yfirmenn í útrás- arfélögunum Actavis, Bakkavör, Baugi, Íslandsbanka, KB banka og Landsbankans og breskra aðila. Þá var einnig ætlun höfunda að veita stjórnendum, sem eru að sækja inn á þennan markað, og öðrum, sem þangað kunna að sækja síðar, innsýn í reynslu íslensku frum- kvöðlanna. Grunninn að útrás íslenskra fyrirtækja er hægt að rekja til fjár- málafyrirtækjanna. Í samtölum við stjórnendur kemur fram að það sé mat manna að einkavæðing banka- kerfisins á Íslandi hafi losað um miklar hömlur sem nýttust síðar til útrásar. Þá hefur ekki síður einkennt útrásina að ungt fólk, sem kom með reynslu og menntun frá útlöndum, er í forsvari hennar. Útrás Íslendinga til Bretlands hefur fyrst og fremst miðast við að sækja til Lundúna. Sóknin þang- að byggist á þeim hugmyndum að borgin veiti tækifæri til mikils vaxt- ar, sem alþjóðleg viðskiptamiðstöð, og opni þar með leiðir til annarra markaðssvæða. Það hefur einnig komið á daginn að íslenskir fjárfest- ar héldu ekki til Lundúna til að opna nýja starfsemi heldur til að færa út þann rekstur sem fyrir var á Íslandi. Breskir viðmælendur nefna að eitt megineinkenni Íslendinga sé það að þeir eru fljótfærir og óþol- inmóðir en eigi aftur á móti auð- velt með að taka skjótar og traustar ákvarðanir sem falli vel í kramið hjá Bretum, og leiti sífellt lausna við vandamálum í stað þess að gef- ast upp. Íslenskir stjórnendur segja að það hafi reynst vel að aðlag- ast aðstæðum með því að halda í formfasta, enska viðskiptahætti og blanda við það hinu hvatvísa íslenska víkingaeðli. Viðskiptaráð áætlar að á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hafi Íslendingar fjárfest fyrir 200 millj- arða króna á Bretlandseyjum. Hlýt- ur það að vekja eftirtekt þegar haft er í huga að landsframleiðslan er um 950 milljarðar. Munar þar eink- um um fjárfestingar Bakkavarar í Geest og KB banka í Singer & Fri- edlander. Íslenskir fjárfestar eru nær und- antekningarlaust sáttir við þær fjárfestingar sem þeir hafa ráðist í á Bretlandseyjum en viðurkenna jafnframt að Róm verði ekki byggð á einum degi. Til þess að ná árangri í Bretlandi þurfi að setja sér lang- tímamarkmið. „Við vitum að við erum litlir, en við látum það ekki trufla okkur. Við erum hér af því að við höfum eitt- hvað fram að færa og okkur dettur ekki í hug annað en að við höfum eitthvað fram að færa sem hefur ekki verið reynt hér,“ sagði einn viðmælandinn í skýrslunni. Leiðin liggur til Lundúna Seint á síðasta ári kom út skýrslan „Útrás íslenskra fyr- irtækja til Lundúna“. Skýrslan var gefin út af Viðskipta- ráði Íslands í samvinnu við Bresk-íslenska viðskiptaráðið. Sigrún Davíðsdóttir tók efnið að mestu saman en Þór Sigfússon, núverandi forstjóri Sjóvár, og Halldór Benja- mín Þorbergsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ritstýrðu. KB banki keypti hinn breska Singer og Friedlander banka á 65 milljarða króna í fyrra. Hér handsala þeir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, og Tony Shearer, forstjóri Singer og Friedlander, kaupin. ■■■■ { íslensk útrás } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Tower Bridge í Lundúnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.