Fréttablaðið - 24.05.2006, Page 76

Fréttablaðið - 24.05.2006, Page 76
 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Pétur Guðlaugsson Austurbrún 37, Reykjavík, lést á líknardeild LSH í Kópavogi föstudaginn 19. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 29. maí kl. 13.00. Halldóra E. Jónmundsdóttir Valur Karl Pétursson Sigríður H. Jensdóttir Soffía Margrét Pétursdóttir Vilhelm Jónsson Guðrún Karólína Pétursdóttir Jóhann Pétur Pálsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sif Áslaug Johnsen Hrísmóum 1, (áður Holtagerði 65) sem lést föstudaginn 12. maí á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi Fossvogi, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 24. maí kl 13.00. Lárus Johnsen Atlason Nanna Guðrún Zoëga Guðmundur Halldór Atlason Atli Helgi Atlason Dóra Elín Atladóttir Birgir G. Bárðarson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og sonar, Axels Björnssonar Lindarhvammi 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á krabba- meinsdeild Landspítalans við Hringbraut svo og hjúkr- unarþjónustu Karitas. Helga María Ólafsdóttir Ólafur Ágúst Axelsson Hólmfríður Karlsdóttir Anna María Axelsdóttir Gunnar Freyr Jónsson Axel Breki Eydal Kaja Gunnarsdóttir Fanney Dagmar Arthúrsdóttir Ólafur Helgi Grímsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Gunnhildur Snorradóttir Völvufelli 46, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. maí, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í dag, miðvikudaginn 24. maí kl. 13. Svavar Guðmundsson Margrét S. Guðmundsdóttir Þórir Ingi Friðriksson Guðmundur Svavarsson Sukunya Panalap Erna Björk Svavarsdóttir Einar Ármannsson María Björk Svavarsdóttir Barnabörn Pálína Snorradóttir Jón Steinar Snorrason Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Elskulegur sonur og bróðir, Haraldur Elías Waage andaðist aðfaranótt 22. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Arnbjörg Jónsdóttir Waage Halla, Ágústa og Guðný Waage ANDLÁT Björk Arngrímsdóttir, Kirkjuteigi 19, Reykjavík, lést á Landspítalan- um miðvikudaginn 17. maí. Friðrik Ársæll Magnússon, frá Höskuldarkoti, fyrrverandi forstjóri Steypustöðvar Suðurnesja, Grundarvegi 2, Ytri-Njarðvík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnu- daginn 21. maí. Guðmundur Hafsteinn Friðriks- son, fyrrverandi atvinnubílstjóri, Grensásvegi 56, Reykjavík, lést á Sjálfsbjargarheimilinu, Hátúni 12, fimmtudaginn 18. maí. Guðrún Halldórsdóttir, fyrrum húsfreyja, Ásbjarnarstöðum, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, föstudaginn 19. maí. Haraldur Elías Waage lést aðfara- nótt mánudagsins 22. maí. Ingólfur Halldórsson, Hesthömr- um 7, Reykjavík, lést föstudaginn 19. maí. Sigurbjörg F. Jónsdóttir, áður Langholtsvegi 99, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 20. maí. Þórdís Pétursdóttir, Seli, Gríms- nesi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 19. maí. Örn Ármannsson lést fimmtudag- inn 18. maí. JARÐARFARIR 13.00 Gunnhildur Snorradóttir, Völvufelli 46, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju. 13.00 Sif Áslaug Johnsen, Hrís- móum 1, (áður Holtagerði 65) verður jarðsungin frá Kópavogskirkju. 14.00 Pétur Snær Pétursson, Vallargötu 42, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Safn- aðarheimilinu Sandgerði. 14.00 Sigurður Þorgeirsson, Múlavegi 59, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyð- isfjarðarkirkju. 14.00 Sölvi Eiríkisson, frá Egilsseli í Fellum, Miðvangi 22, Egils- stöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju. 14.00 Þuríður Jónsdóttir, Tung- haga, verður jarðsungin frá Vallarneskirkju. DUKE ELLINGTON (1899-1974) LÉST ÞENNAN DAG. „Örlögin eru góð við mig. Örlög mín voru að öðlast ekki of mikla frægð of ungur.“ Bandaríski djassarinn Duke Ellington lét hafa þessi orð eftir sér þegar hann hlaut ekki Pulitzer-verðlaunin árið 1965. Á þessum degi árið 1883 var Brooklyn-brúin opnuð almenn- ingi. Brúin lá frá Manhattan til Brooklyn sem voru á þeim tíma tvær borgir. Brúin hafði mikil áhrif á þróun byggðar á þessu svæði og einungis fimmtán árum eftir að brúin var opnuð sameinuð- ust Brooklyn-borg, New York og Staten eyja í stóru New York-borg- ina sem við þekkjum í dag. Hin fimm hundruð metra langa Brooklyn-brú var stærsta hengibrú sem hafði verið reist fram að þessu og sú fyrsta sem var gerð úr stáli. Brúin var mikið þrekvirki og tækniundur því fram að bygg- ingu hennar voru hengibrýr taldar óþægilega óstöðugar. Borgarverk- fræðingur New York og hönn- uður brúarinnar, John Roebling, leysti það vandamál með því að hanna stuðningsgrind sem jók stöðugleika Brooklyn-brúarinnar til muna. ÞETTA GERÐIST: 24. MAÍ 1883 Brooklyn-brúin opnuð „Bæði hefur verið spennandi og skemmti- legt að fá að leiða nýjan skóla í nýju hverfi,“ segir Helga Friðfinnsdóttir sem lætur senn af störfum sem skólastjóri Hvaleyrarskóla. Hún hefur sinnt skólastjórastarfi frá því að Hvaleyrarskóli hóf göngu sína árið 1990 og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. „Auðvitað hafa orðið mjög miklar breyting- ar á skólastarfinu í gegnum tíðina. Fyrsta veturinn vorum við með 140 nemendur í fimm bekkjardeildum frá fyrsta upp í fimmta bekk. Í vetur eru nemendur tæp- lega sex hundruð í 27 bekkjardeildum,“ segir hún. Uppbygging Hvaleyrarskóla hefur því haldist mjög í hendur við upp- byggingu á Holtinu í Hafnarfirði og hefur skólinn vaxið og dafnað eftir því sem íbúum hverfisins hefur fjölgað. „Á hverju ári bættist við ein bekkjardeild eða alveg þang- að til 1996 þegar skólinn varð heildstæður grunnskóli með nemendur í fyrsta til tíunda bekk og útskrifaði um vorið sína fyrstu nemendur.“ Þegar Helga lítur aftur til þessara fyrstu ára minnist hún þess sérstaklega að mikil breyting hafi verið að fá unglingana í skóla- starfið. „Kennslan breytist að því leyti að í yngri deildunum er bara einn umsjónar- kennari sem kennir krökkunum nánast öll fögin. Í unglingadeildinni er kennslan aftur á móti sérgreinaskipt og hver kennari kenn- ir sitt fag. Með unglingunum komu öðruvísi vandamál en vandamálin eru auðvitað bara verkefni sem þarf að leysa en það má alveg segja að verkefnin hafi orðið stærri og viða- meiri þegar unglingadeildin bættist við,“ bætir hún við kímin. Frá upphafi skólans hefur verið unnið markvisst að því að kurteisi og agi sé í fyr- irrúmi í skólastarfinu og að sögn Helgu hefur sú vinna tekist vel. Einnig hefur nem- endum frá fyrstu tíð verið kennd markviss málörvun, það er munnleg tjáning. „Auðvit- að tekur tíma að móta venjur og hefðir, festa í sessi skólareglur, sérstaklega í splunkunýjum skóla í hverfi í byggingu. En strax í byrjun gerðum við stefnu skólans skýra með því að skrá niður meginmarkmið skólans og skólareglur sem urðu þá opin- berar og við urðum að fara eftir þeim.“ Helga kveður nú Hvaleyrarskóla sem hún kallar „skólann sinn“. „Ég kenndi alltaf litlu krökkunum sem voru að byrja hérna í skólanum að kalla hann „skólinn minn“ því við eigum skólann á meðan við erum hér. Ég kveð því skólann minn með miklu þakklæti fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessari miklu uppbyggingu og fengið að umgangast samstarfsfólk mitt, nemendur og foreldra.“ Helga viðurkennir að hún eigi eftir að sakna margs úr skólanum. „Til dæmis hafa bros nemenda minna oft yljað mér um hjarta- rætur, bæði á gleði- og sorgarstundum. Að lokum vil ég segja að það hefur verið mín besta gæfa að við skólann hefur ráðist frá- bært fólk, bæði kennarar og annað starfs- fólk, og að við höfum haft gott samstarf við foreldra í gegnum tíðina. Þannig hafa mynd- ast mörg vináttutengsl sem hvorki mölun né ryð fær grandað.“ HELGA FRIÐFINNSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI: KVEÐUR „SKÓLANN SINN“ Á eftir að sakna margs HELGA FRIÐFINNSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI HVALEYRARSKÓLA Frá stofnun Hvaleyrarskóla árið 1990 hefur Helga stýrt honum með styrkri hendi. Agi og kurteisi hefur ávallt verið í fyrirrúmi í skólastarfinu auk þess sem nemendum hefur alla tíð verið kennd munnleg tjáning. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Vigfús Guðbrandsson íþróttakennari, Dimmuhvarfi 7, Kópavogi, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi þriðju- daginn 16. maí. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 26. maí kl. 13.00. Jóhanna Eydís Vigfúsdóttir Þorbjörn Bjartmar Björnsson Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir Fjölnir Ernis Sigvaldason Aðalbjörg Sigurrós Vigfúsdóttir Guðmundur Magnús Elíasson Jófríður Guðbrandsdóttir Andri Már Halldórsson Hulda María Þorbjörnsdóttir Róbert Högni Þorbjörnsson Úlfur Benedikt Fjölnisson Anton Vigfús Guðmundsson Ísól Hanna Guðmundsdóttir Jónatan Magnús Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.