Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 27
[ ]
Innritun fyrir haustönn 2006
Innritun fyrir haustönn 2006 stendur nú yfir. Umsóknarfrestur er til 12. júní.
Rafræn innritun fer í gegnum www.menntagatt.is. Umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu skólans sem er opin 8.00-15.00 eða á heimasíðu skólans,
www.fa.is.
Eftirtaldar námsbrautir eru í boði:
Bóknámsbrautir til stúdentsprófs:
félagsfræðibraut,
málabraut,
náttúrufræðibraut og
viðskipta- og hagfræðibraut.
Starfsnámsbraut;
upplýsinga- og fjölmiðlabraut
– veftæknanám, -viðbótarnám til
stúdentsprófs
Heilbrigðisskólinn:
Heilsunuddarabraut,
hjúkrunar- og móttökuritarabraut,
brúarnám á hjúkrunar- og
móttökuritarabraut,
lyfjatæknabraut,
læknaritarabraut,
sjúkraliðabraut,
brúarnám á sjúkraliðabraut og
tanntæknabraut.
-viðbótarnám til stúdentsprófs
Almenn námsbraut.
Nánari upplýsingar um allar þessar brautir eru á heimasíðu skólans,
www.fa.is. Þar er einnig kynning á skólastarfinu, myndir úr félagslífi o.fl.
Skólinn býður upp á fjarnám allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu
skólans.
Skólameistari
Síðustu sumur hefur Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðurinn
boðið börnum að kynnast dýr-
um í garðinum nánar á svoköll-
uðu dýra- og umhverfisnám-
skeiði. Í ár ætlar garðurinn að
bæta um betur og bjóða tvenns
konar námskeið.
Áfram verður haldið með nám-
skeiðið sem vinsælt hefur verið
síðustu ár. Það kallast nú dýra- og
umhverfisnámskeið I en á því
kynnast börnin spendýrunum í
garðinum auk þess em þeim er
kennt hvernig hægt er að fara
betur með umhverfið. Í ár bætist
við dýra- og umhverfisnámskeið
II en öfugt við það sem halda
mætti er það ekki framhaldsnám-
skeið. „Það er önnur nálgun á
þessu námskeiði,“ segir Unnur
Sigurþórsdóttir fræðslufulltrúi
Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
„Áherslan er lögð á fiskana okkar
og vísindi og notumst við þá við
vísindasafnið okkar. Við reynum
að fara í fjöruferð og einnig báts-
ferð ef veður leyfir, auk þess sem
umhverfið fær sinn sess.“
Námskeiðin eru fyrir öll börn á
aldrinum 10 til 12 ára og geta allir
sótt um hjá afgreiðslu húsdýra-
garðsins. Námskeiðin hefjast 12.
júní og hvert þeirra stendur í viku.
„Við erum með 9 námskeið, 5 dýra-
námskeið I og 4 dýranámskeið II.
Það komast 10 börn að á námskeið
I en 12 á námskeið II en ef þau
væru fleiri væri of lítið að gera
fyrir hvert þeirra. Börnin taka
nefnilega þátt í daglegri umhirðu í
garðinum og aðstoða við flest þau
verk sem dýrahirðarnir leysa af
hendi dag hvern,“ segir Unnur.
„Þannig fá þau nasasjón af því
sem hér þarf að gera.“
Námskeiðin kosta 17.500 kr
hvert en fari barn á bæði nám-
skeið kosta þau 28.000 krónur
saman. „Það eru einhver börn sem
ætla á bæði námskeiðin og það er
gaman að þau sem komu hérna
fyrir tveimur árum, þá 10 ára
gömul, komu aftur 11 ára og nú
enn og aftur 12 ára,“ segir Unnur.
„Við höfum verið svo heppin að
flestir krakkanna hafa haft gríðar-
legan áhuga á dýrum. Nú ef áhug-
ann vantar þá höfum við verið
fljót að koma honum upp.“
Í námskeiðagjaldinu er innifal-
inn heitur matur í hádeginu, eftir-
miðdagshressing og grill og dag-
passi í tækin síðasta daginn. „Svo
verðlaunum við líka öskurapa
námskeiðsins. Við erum með tæki
á vísindasafninu sem mælir öskur
í desibilum og sá sem öskrar hæst
fær 10 íspinna í verðlaun,“ segir
Unnur. „Þar sem þetta er allt mjög
ólympískt má sigurvegarinn ekki
taka íspinnana heim þannig að
hann deilir þeim með hinum
krökkunum.“
Börnin taka þátt
í umhirðu dýra
Börnin upplifa mikla nánd við dýrin á námskeiðunum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Hér eru nokkur börn sem nutu nærveru hins goðsagnakennda nauts Guttorms.
Við lærum ekki af skólanum heldur lífinu sjálfu.
-Rómverji sem féll í menntaskóla.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI