Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. maí 2006 3 Til að bíll gangi, og geri flest sem ætlast er til af bíl, þarf hann raf- magn. Í raun á ekki að þurfa svo mikið, kveikjukerfi, ljós, miðstöð og kannski útvarp fyrir þá kröfu- hörðustu. Í dag eru bílar hins vegar framleiddir með hundruð- um metra af rafmagnsvír. Mið- stöðvar eru tölvustýrðar og nema hitastig sjálfar, í sumum bílum eru rafeindastýri og rafeinda- stýrðar skiptingar. Rafeindastýrð eldsneytisinnspýting er mjög algeng og hvar værum við án sam- læsinga, rafmagns í rúðum, spegl- um, sætum og topplúgu? Til við- bótar eru svo ótal skynjarar og tölvuheilar um allan bíl sem þurfa sitt rafmagn og raflagnir. En hvað skyldi gerast ef eitt- hvað færi úrskeðis? Hvað ef eitt af þessum tækjum myndi bila og skammhleypa straum eða draga meiri straum en því er ætlað? Raf- magnsvír þolir mismikinn straum eftir því hversu sver hann er. Því grennri, því minni straum. Þegar straumurinn verður meiri en vír- inn ræður við umbreytist mikið af honum í hita og að endingu getur vírinn og einangrunin bráðnað. Komi það fyrir getur verið margra daga verk að finna skemmdina, og jafnvel þarf að taka bílinn í sund- ur að hluta til. Tilgangur öryggja er að koma í veg fyrir þetta. Algengasta teg- undin sem er notuð í bíla er stund- um kölluð spaðaöryggi og er í raun ekki annað en grannur vír í plast- húsi. Vírinn er með nákvæmlega útreiknaða flutningsgetu, mælda í amperum, sem segir til um hversu mikinn straum hann þolir. Munur- inn á öryggisvírnum og venjuleg- um vír er að hann bráðnar nær samstundis, ef farið er yfir flutn- ingsgetu. Örygginu er komið fyrir í raf- rásinni, yfirleitt í öryggjaboxum sem er að finna annars vegar í vélarhúsinu og hins vegar neðan í mælaborðinu, nálægt hnjám ökumanns. Þegar raftæki hættir að virka er ágætis regla að byrja á því að athuga öryggin. Þau eru þá tekin úr boxunum, eitt og eitt, og skoð- uð. Það leynist engum ef vírinn er bráðinn og sé það tilfellið er mikilvægt að sett sé jafnstórt öryggi í staðinn. Fari það öryggi strax líka, er næsta víst að eitt- hvað tæki á þeirri rás er bilað eða ónýtt. Öryggið hefur hins vegar komið í veg fyrir að vírinn sem að því liggur eyðileggist og fyrir það ættum við að vera þakk- lát. Það tekur nefnilega hálfa mínútu að skipta um öryggi, en marga klukkutíma að finna og skipta um vír. HVAÐ ER ... ÖRYGGI? Spaðaöryggi. Vírinn í miðju örygginu bráðnar ef farið er yfir flutningsgetu. Á BÍLASÝNINGUNNI Í DETROIT VAKTI NÝ ÚTFÆRSLA HINS KLASSÍSKA LAMBORGHINI MIURA MIKLA ATHYGLI. ÞÁ VAR SPURNINGIN HVORT HANN YRÐI FRAMLEIDDUR. Svarið hefur nú fengist og er það neikvætt. Þessi einstaki sýningarbíll, sem fram- leiddur var í tilefni 40 ára afmælis P400 Miura, verður sá eini sinnar tegundar. Þó svo að Ford hafi tekist að gera gamla hönnun nýstárlega og vinsæla með GT-40 hafa yfirmenn Lamborghini ákveðið að feta ekki sömu slóð. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu vilja þeir halda í forystu sína á sviði sport- bílahönnunar í stað þess að leita til fortíðar. Nýlega kynnti Lamborghini nýja línu Murcielago-bíla svo enginn þarf að efast um að ákvörðunin sé tekin af heilum hug. Miura ekki framleiddur aftur Lamborghini Miura var gríðarlega vin- sæll á sínum tíma og þykir einn af best hönnuðu bílum sögunnar. General Motors hefur ákveðið að hætta framleiðslu risabílsins Hummer H1. Samkvæmt frétta- vef BBC verður síðasti bíllinn framleiddur í júní. Fyrsti Hummer-bíllinn var fram- leiddur árið 1992 af AM General. Árið 1999 keypti GM réttinn af bíln- um og í kjölfarið komu H2 og H3 gerðir af Hummer. Hummer H1 er 4,5 metra langur og vegur 4 tonn. Hann eyðir rúm- lega 22 lítrum af bensíni á hundraðið og hefur orðið eins konar stöðutákn margra Bandaríkjamanna, þar á meðal Arnold Schwarzenegger. Salan á H1 hefur fallið á síðustu misserum og hefur GM því ákveðið að veðja á H2 og H3 gerðirnar þar sem þær eiga að höfða frekar til almennings. GM hættir með Hummer H1 Þótt smíði Hummer H1 verði hætt lifa svo- kallaðar Humvee H2 og H3 gerðir áfram. Myndin er af H2. Síðastliðinn mánudag heims- frumsýndi BMW nýjan Z4 Coupé. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður fer fram hérlendis. Mikið var um dýrðir við kynning- una. Yfir 300 boðsgestir mættu til að berja bílinn augum og voru flest- ir ánægðir með útkomuna. Það var engin tilviljun að Ísland varð fyrir valinu fyrir frumsýninguna. „Í fyrsta lagi er Ísland inn í dag og for- svarsmönnum BMW fannst því til- valið að frumsýna hér,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir kynningastjóri B&L. „Í öðru lagi voru fulltrúar dreifingaraðila BMW boðaðir hing- að víðsvegar að til að prófa svokall- að X-drif, sem er aldrif í BMW bílum, við alvöru aðstæður sem reyna á bílana.“ Z4 Coupé er nokkuð frábrugðinn öðrum Z4 bílum bæði hvað varðar útlit og tæknibúnað. Afturhluti bíls- ins er mikið breyttur og verður sú breyting að teljast til batnaðar. Búið er að setja 3 lítra magnesíum vél í bílinn sem skilar 265 hö en helsti kostur hennar er að hún vegur aðeins 161 kg. Þetta, ásamt því að bíllinn vegur aðeins 1.395 kg, gerir það að verkum að þyngdardreifing- in í bílnum er nær 50:50 milli öxla. Algengt er að hlutfallið í sambæri- legum bílum sé kringum 57:43 en jöfn þyngdardreifing er lykillinn að stöðugum bíl og góðum aksturs- eiginleikum. Yfir- og undirstýring minnkar og bíllinn lætur betur að stjórn. Fyrsti BMW Z4 bíllinn kom á markað árið 1996. Það er því engin tilviljun að í ár, á 10 ára afmæli Z4, komi fyrsta coupé útgáfan út. En hann var ekki eini bíllinn sem frum- sýndur var á mánudaginn. Á sama tíma gafst Íslendingum kostur á að skoða í fyrsta sinn á Íslandi nýjan Z4 Roadster. Sá bíll hefur verið mikið endurbættur og inniheldur meðal annars sömu vél og Coupé. Almenningi gefst kostur á að skoða bílana næstkomandi laugar- dag í sýningasal B&L milli 12 og 16. Heimsfrumsýning á BMW Z4 Coupé Þó svo að blæjubílar teljist seint hentugir á Íslandi heilla þeir engu að síður. Þetta er Z4 Roadster. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BMW Z4 Coupé sem heimsfrumsýndur var á Íslandi. Á myndinni eru Erna Gísladóttir, forstjóri B&L, og Konrand Baumgartner, svæðisstjóri BMW. MYND/ADDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.