Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Fyrir rúmum þremur árum kynnti Chen Jin, yfirmaður Jiaotong-háskóla í örrafeindafræðum í Kína, nýjan örgjörva, Hanxin I, sem fyrirtæki hans, Hanxin Sci-Tec, hafði þróað. Þetta þótti stórt skref og marka upphaf að uppbyggingu þekkingariðnaðarins í Kína. Jin og rannsóknart- eymi hans fékk fjölda rannsóknarstyrkja frá rík- inu og hefur breska viðskiptatímaritinu Financial Times reiknast til að þeir hafi numið að jafnvirði einum milljarði íslenskra króna. Um miðjan þennan mánuð tilkynnti stjórn skól- ans hins vegar að um brögð hafi verið í tafli. Svo virðist sem Jin hafi flutt örgjörvann sjálfur inn og kynnt hann sem sína uppfinningu. Við nánari athugun kom sömuleiðis í ljós að örgjörvinn var afar slakur og gat ekki ráðið við einföldustu hluti eins og að spila tónlist á mp3-formi. Chen Jin hefur nú verið rekinn úr starfi. Búist er við að hann þurfi að greiða til baka eitthvað af þeim styrkjum sem teymi hann fékk til þró- unarstarfsins auk þess sem hann á yfir höfði sér ákæru vegna svika. Málið þykir áfall fyrir kínversk stjórnvöld, sem hafa aukið fjárfest- ingar í kínverskum þekkingariðnaði með það fyrir augum að blása lífi í hátækniframleiðslu þar í landi til að minnka innflutning á erlendum hátæknivörum. KYNNING Á ÖRGJÖRVANUM Chen Jin þegar hann kynnti örgjörvann í febrúar árið 2003. MYND/AP Örgjörvasvik í Kína Stjórnvöld í Kína urðu fyrir áfalli á dögunum sem getur höggvið skarð í hátæknivæðingu landsins. Bandaríska tölvufyrirtækið Apple Computer Inc. setti 13 tommu MacBook-fartölvu á markað í Bandaríkjunum á þriðjudag í síð- ustu viku. Tölvan markar nokkur tímamót hjá fyrirtækinu en frá og með útgáfu hennar eru allar fartölvur frá Apple komnar með Intel Core Duo-örgjörva frá Intel. Þær einu sem enn hafa örgjörva frá IBM eru dýrari gerðir af PowerMac-borðtölvum. Stefnt er að því að allar tölvur frá Apple verði með nýja örgjörvann undir lok ársins. Að sögn forsvarsmanna Apple er vonast til að með umskipt- unum muni markaðshlutdeild Apple aukast en á meðal þess sem fyrirtækið hefur gert til að auka hana enn frekar er útgáfa á hugbúnaðinum Boot Camp, sem gerir notendum Apple-tölva kleift að keyra Windows-stýri- kerfið á tölvum sínum. Intel Core Duo-örgjörvinn er fimm sinnum hraðvirkari en örgjörvar í eldri tölvum og fjórum sinnum hraðvirkari en örgjörvar í PowerPook-tölvum, að sögn Apple. - jab FARTÖLVA FRÁ APPLE Kona virðir fyrir sér MacBook Pro fartölvu með Intel Core Duo-örgjörva á Macworld-sýningunni í jan- úar á þessu ári. Umskiptum að ljúka Sérfræðingar hjá vírusbanafyr- irtækinu Trend Micro tóku á dögunum eftir nokkuð merkilegri nýjung hjá höfundum vírusa. Svo virðist sem þrjótar sendi vírusa í tölvur fólks ásamt bréfi sem í segir að þeir séu til- búnir til að hreinsa tölvurnar af óværunni gegn gjaldi. Í dæmigerðu bréfi sem fylgir óværu af þessari gerð er tölvueigandanum bent á að ekkert þýði að hringja á lögreglu eða grípa til annarra aðgerða. Í enda bréfsins er tónn- inn öllu mýkri. Bent er á að ekki sé gerð krafa um beinar greiðslur heldur sé þess óskað að við- komandi kaupi einungis vörur hjá ákveðnum aðil- um. Geri þeir það ekki verði óværan ræst og muni hún valda skaða. Er engu líkara en þrjótarnir taki tölvurnar í gíslingu enda er um fjárkúgun að ræða, að sögn sér- fræðinganna hjá Trend Micro. VÍRUSSKILABOÐ Höfundar vírusa eru farnir að senda tölvunot- endum vírusa og kúga fé út úr þeim. Vírusbanar kúga tölvunotendur Hætta er talin á að snjóbreið- an í Rwenzori-fjöllum í Austur- Afríku við landamæri Kongó og Úganda hverfi á næstu tveimur áratugum vegna loftslagsbreyt- inga. Þetta eru fyrstu niðurstöð- ur af áratugalöngum rannsókn- um á fjöllunum, sem kölluð eru Tunglfjöllin. Sérfræðingar frá Bretlandi og Úganda, sem rannsakað hafa snjóinn segja hann afar við- kvæman fyrir hitabreytingum og beri hann þess greinileg merki að hitastig hafi hækkað á jörðinni á síðastliðnum fjórum áratugum. Rwenzori-fjöll eru ein þekkt- ustu fjöll Afríku í sögulegu til- liti en vatn rennur úr þeim í Nílarfljót og getur gríski stjörnu- fræðingurinn Ptólemaíos þeirra í einu rita sinna árið 2 e. Kr. - jab AFRÍKUÍSINN Vísindamenn telja hættu á að snjór sem sé í hinum sögulegu Rwenzori-fjöllum hverfi á næstu 20 árum. MYND/AFP Snjórinn að hverfa MobileOffice FRÁ OG VODAFONE Sveigjanleiki kemur með æfingunni og BlackBerry ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 12 31 02 /2 00 6 Ég veit ekkert betra en að slaka á frá vinnunni í golfi. Þá er ómetanlegt að hafa BlackBerry og geta afgreitt hlutina á meðan ég æfi sveifluna. er farsími sem gefur þér margfalda möguleika. Allt í einu tæki sem auðvelt er að nota: er hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki á ferðinni kleift að sinna starfi sínu óháð staðsetningu. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. » Tölvupóstur í símann » Dagbókin » Samþættur tengiliðalisti » GSM sími » Vefurinn » Viðhengi Nánari upplýsingar veitir fyrirtækjaþjónusta Síðumúla 28 í síma 599 9500, starfsfólk verslana Og Vodafone og 1414. Th e R IM an d B lac kB err y f am ilie s o f r ela ted tr ad em ark s, im ag es an d s ym bo ls are th e e xc lus ive pr op ert ies of an d t rad em ark s o f R es ea rch in M oti on – us ed by pe rm iss ion 26.900 kr. 32.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.