Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 28
[ ] Íslenskir fjallaleiðsögumenn er voldugt nafn á fyrirtæki og mörg borgarbörnin telja ferðir þeirra ekki henta sér. Hins veg- ar er mottó Íslenskra fjallaleið- sögumanna að búa til ævintýri fyrir alla, líka þá sem aldrei hafa á fjallstind komið. Íslendingar hafa lengi vitað að þeir búa á landi sem býr yfir ótrú- legri náttúrufegurð. Hins vegar vex það mörgum í augum að kom- ast upp á hálendi Íslands eða á helstu útsýnisstaði landsins enda hafa slíkar ferðir oft verið kennd- ar við jeppaáhugamenn eða fólk sem fæddist með fjallablóð í æðum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa aftur á móti lagt upp úr því í sínum ferðum að gera Ísland aðgengilegt öllum og nýlega hlaut fyrirtækið frumkvöðlaverðlaun Icelandair. „Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá 1994 og starf- semin þróast mikið síðan þá,“ segir Einar Torfi Finnsson, leiðsögu- maður og markaðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. „Við fengum verðlaunin fyrir það hugtak sem við höfum unnið að frá upphafi en það er að búa til ævin- týri fyrir alla. Við förum með venjulegt fólk, ekki bara fjalla- garpa, upp á skriðjökla og gefum því tækifæri til að komast í snert- ingu við náttúruna og jökulum- hverfi sem er svo ólíkt því umhverfi sem við erum í dags dag- lega. Við gefum fólki þessa upplif- un á öruggan og auðveldan máta í umhverfi sem er af mörgum talið illskeytt og hættulegt. Með því að bjóða upp á ævintýri fyrir alla erum við að opna nýjar víddir fyrir fólk sem að öðrum kosti myndi ekki fara í svona ferðir.“ Íslenskir fjallaleiðsögumenn leggja einnig mikið upp úr beinni náttúruupplifun enda segir Einar Torfi upplifunina skipta öllu máli. „Í ferðum okkar erum við ekki að þramma á jökul í tvo tíma og svo beinustu leið niður aftur. Við stöldrum við, snertum jökulinn, hlustum á hann og fræðumst um hann. Ísinn hefur ávallt gegnt mik- ilvægu hlutverki í mótun landsins ásamt eldfjöllunum og einnig gegnt stóru hlutverki í sögu fólks- ins sem býr í nágrenni hans.“ Einar Torfi segir fjölmarga Íslendinga hafa ferðast með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum en að sama skapi mættu þeir vera fleiri enda eru Íslendingar vinsæll ferðahópur þar á bæ. „Íslending- arnir hafa allt aðra nálgun á land- ið. Meðan maður útskýrir grunn- jarðfræði í ferðum með erlenda hópa þá getur maður rætt um núlifandi fólk í sveitum kringum jökulinn við Íslendinga. Íslending- ar láta heldur ekki veðrið koma sér á óvart.“ Íslendingar ættu því ekki að vera hræddir við að rífa sig af stað á fjallstinda og fá náttúru Íslands beint í æð enda hefur Ísland að geyma ævintýri fyrir alla. johannas@frettabladid.is Sýnishorn af sumarferðum Íslenskra fjallaleiðsögumanna www.mountainguide.is Ævintýri fyrir alla Einar Torfi Finnsson brosir framan í sólina á Grænlandsjökli. Á Hvannadalshnjúk Gönguferð á hæsta tind landsins. Gangan er fremur auðveld tæknilega en reynir á þol og vöðva. Upplifunin er einstök og margir Íslendingar hafa lagt leið sína oftar en einu sinni á hnjúkinn. Farin er annaðhvort svokölluð Hryggjaleið frá Virkisjökli eða Sandfellsleið. Sú fyrri er venjulega fær fram undir miðjan júní, en lokast síðan af sprungum og svellum. Sandfellsleiðin er tiltölulega auðveld leið og er opin mestallt árið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skaftáreldaganga Fimm daga trússferð. Um er að ræða skálagöngu á einu fallegasta svæði landsins. Ferðin er flokkuð sem hófleg og gengnar eru um 5 til 7 klukkustunda dagleiðir. Mesta hækkun 200 metrar. Aðeins þarf að bera dagsnesti og lágmarksútbúnað. Gengið er í stórbrotinni náttúru sem hefur mikla sögu að geyma frá því Lakagígar gusu árið 1783. Ganga sem hentar öllum. MYND/JEAN MARMEISE Strönd til strandar Þrjátíu daga bakpokaferð sem er flokkuð krefjandi/erfið. Gengnir eru 450 kílómetrar, um sjö til tíu klukkustundir á dag. Mesta hækkun 400 metrar. Ferðin er ögrandi áskorun fyrir bakpokaferðalanginn. Gengið er þvert yfir hálendi Íslands frá norður- til suðurstrandarinnar. Gengið eftir eldvirka hluta Norður- Atlantshafshryggjarins, um alls kyns gos- og jökulminjar, um þjóðsagnaslóðir og einstakar gróðurvinjar í skjóli stærsta jökuls utan heimskautasvæða. Einstök upplifun. Nú óska allir þess að vera einhvers staðar þar sem sólin skín og loftið er hlýtt. Ætli flest okkar myndu ekki sætta sig við að vera bara einhvers staðar þar sem ekki er frost. Í þessari skemmtilegu vikuferð verður farið að Chiemsee vatninu, sem er með fallegustu stöðum Þýskalands og gist þar í 4 nætur. Þaðan verður farið til tónlistarborgarinnar Salzburg en einmitt á þessu ári er haldið upp á afmæli Mozart. Skoðunarferð í Arnarhreiður Hitlers sem Bormann lét byggja á einstökum stað og færa honum að gjöf. Á leiðinni verður stoppað við Königsee vatnið sem er þekkt fyrir náttúrufegurð. Upplagt er að fara í siglingu á Chiemsee til eyjarinnar Herrenchiemsee en þar er höll Loðvíks II konungs Bæjaralands. Síðustu 3 næturnar er gist í grennd við hina líflegu Regensburg. Farið í siglingu á Dóná, Walhalla safnið skoðað og ekki má gleyma München. Fararstjóri: Aldís Aðalbjarnardóttir Verð: 104.940 kr. á mann Sumar 10 Salzburg - München s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 20. - 27. ágúst Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Chiemsee -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.