Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 71
17
TILKYNNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 24. maí 2006
Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar
tillögur að nýjum og breyttum deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík.
Umferðaskipulag
Tillaga að umferðarskipulagi og stefnumörkun að uppbyggingu á svæði sem afmarkast til vesturs af
Snorrabraut, til norðurs af Borgartúni, til austurs af Höfðatúni og Mjölnisholti og til suðurs af Laugavegi milli
Höfðatúns og Mjölnisholts, Brautarholti, Stórholti og Grettisgötu austan Snorrabrautar. Reitir á svæðinu eru
skilgreindir sem miðborgarsvæði, miðsvæði og íbúðarsvæði.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum á umferðarskipulagi næstu gatna í nágrenni
Hlemms. Umferð af Laugavegi austan Höfðatúns er beint inn á Höfðatún. Gert ráð fyrir hringtorgum við
gatnamót Höfðatúns og Skúlagötu, Höfðatúns og Borgatúns og einnig er lagt til að hringtorgið sem áður
var á gatnamótum Skúlagötu, Borgatúns og Snorrabrautar, Skúlatorg, verði endurgert í breyttri mynd. Lagt
er til að gerð verði sérstök hjólrein frá Hlemmi og upp að Höfðatúni auk þess sem lögð er áhersla á gott
göngustígakerfi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Lögreglustöðvarreitur – 1.222.0
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.222.0, Lögreglustöðvarreit, sem afmarkast af Snorrabraut, Skúlagötu,
Rauðarárstíg og Hverfisgötu.
Í tillögunni er m.a. lagt til að heimilt verði að byggja randbyggð á öllum reitnum innan uppgefins byggingarreits,
þrjár til sex hæðir. Jafnframt verði heimilt að gera bílastæðakjallara á öllum reitnum, allt að þrjár hæðir, með
innkeyrslu frá Skúlagötu.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Skúlagarðsreitur vestari – 1.222.1
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.222.1, Skúlagarðsreit vestari, sem afmarkast af Rauðarárstíg, Skúlagötu,
Laugavegi, Hverfisgötu og til austurs af reitamörkum Skúlagarðsreits eystri.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja í skörð og stækka hús innan uppgefinna
byggingarreita. Jafnframt er gefin heimild til minniháttar breytinga s.s. útbygginga og svala á þeim húsum þar
sem ekki eru svalir fyrir.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Skúlagarðsreitur eystri – 1.222.2
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.222.2, Skúlagarðsreit eystri, sem afmarkast af Skúlagötu, Höfðatúni,
Laugavegi, Hverfisgötu og til vesturs af reitamörkum Skúlagarðsreits vestari.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja í skörð og stækka hús innan uppgefinna
byggingarreita. Jafnframt er gefin heimild til minniháttar breytinga s.s. útbygginga og svala á þeim húsum þar
sem ekki eru svalir fyrir. Á austasta hluta svæðisins eru gerðar tillögur að breytingum á lóðamörkum nokkurra
lóða.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tryggingastofnunarreitur – 1.240.1
Tillaga að breytingu deiliskipulagi fyrir reit 1.240.1, Tryggingastofnunarreit, sem afmarkast af Laugavegi,
Rauðarárstíg, Grettisgötu og Snorrabraut.
Í fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi reitsins er m.a. gert ráð fyrir að atvinnuhúsnæði að
Grettisgötu 87 verði rifið og heimilt verði að reisa íbúðarhús meðfram Grettisgötu, þrjár til fjórar hæðir. Gert er
ráð fyrir bílakjallara á stórum hluta reitsins. Jafnframt er gefin heimild til minniháttar breytinga s.s. skyggni og
svalir á þeim húsum þar sem ekki eru svalir fyrir.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Bankareitur – 1.240.2
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.240.2, Bankareits sem afmarkast af Laugavegi, Þverholti, Stórholti og
Rauðarárstíg.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að gefin verði heimild til að reisa nýbyggingar við Stórholt og Þverholt og gera
bílakjallara undir þeim. Jafnframt er lagt til að timburhúsið sem nú stendur að Hverfisgötu 125 verði flutt yfir
á torg á sameinaðri lóð Laugavegar 122 og 124.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Hampiðjureitir – 1.240.1 og 1.241.1
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.240.1 og nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.241.1 Hampiðjureit.
Svæðin afmarkast af Laugavegi, Mjölnisholti, Brautarholti, Stórholti og Þverholti.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að lóðir við Þverholt, Brautarholt og Stakkholt, svo kallaðar Hampiðjulóðir,
verði sameinaðar og heimiluð uppbygging á sameinaðri lóð, tvær til sjö hæðir. Einnig er gert ráð fyrir að
lóðirnar Mjölnisholt 12 og 14 verði sameinaðar og heimiluð uppbygging á þeim. Gert er ráð fyrir allt að tveggja
hæða bílakjöllurum undir báðum lóðum. Jafnframt er gefin heimild til hækkunar nokkurra húsa auk þess sem
heimilt verður að gera minniháttar breytingar á húsum, s.s. skyggni, svalir og kvisti.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Laugarásbíó - Hrafnista
Tillaga að breytingu deiliskipulagi fyrir Laugarásbíó - Hrafnistu
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að byggja nýjan bíósal til austurs frá núverandi bíói, tenging við núverandi
forsal yrði um svæði þar sem salerni eru nú. Þau yrðu fjarlægð og ný reist við norðurhlið nýbyggingar.
Heildarstærð nýbyggingar verður u.þ.b. 500m². Einnig er sótt um að lækka landhæð við álmu A, D og F til að
auðvelda aðkomu fyrir sjúkrabifreiðar og aðra þjónustustarfsemi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Sundahöfn – Skarfabakki
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skarfabakka við Sundahöfn.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir móttöku og athafnasvæði fyrir ferju og smábáta, vörugeymslur, skrifstofur og
þjónustu ásamt þjónustusvæði vegna móttöku skemmtiferðaskipa. Lóðir sem falla undir þetta deiliskipulag
eru Skarfagarður 1-3, Skarfagarður 2, 4, 6 og 8 ásamt Korngarði 1-3.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3,
1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 24. maí til og með 5. júlí 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til
skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 5. júlí 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 24. maí 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Aðalfundur
Aðalfundur Gigtarfélags Íslands
verður haldinn miðvikudaginn 31. maí,
kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík við
Sigtún. Auk venjulegra aðalfundarstarfa
mun dr. Helgi Jónsson gigtarlæknir halda
erindi er hann nefnir, „Slitgigt og liðaktín“.
Allir velkomnir.
Gigtarfélag Íslands
Auglýsing
Skv. 2. gr. laga nr. 35/1953 með síðari breytingum,
um bæjanöfn o.fl., og 7. gr. reglugerðar um störf
örnefnanefndar, 22. febrúar 1999, ber örnefna-
nefnd að úrskurða um hvaða örnefni verða sett á
landakort sem gefin eru út á vegum Landmælinga
Íslands eða með leyfi þeirra, sé ágreiningur eða
álitamál um það efni.
Til nefndarinnar hefur verið skotið því ágreinings-
eða álitaefni hvort setja eigi á slík landakort
örnefnið Biskup á sker norðan við Geirólfsgnúp
eða á klettadrang yst á Geirólfsgnúp.
Hverjum þeim sem telur sig búa yfir vitneskju eða
ábendingum, er að haldi komi, gefst færi á að
kynna örnefnanefnd álit sitt. Ábendingum skal skila
til örnefnanefndar, Lyngási 7, 210 Garðabæ, eigi
síðar en 1. ágúst 2006.
Örnefnanefnd
skipulag@rvk.is
Tillaga að breytingu
á svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins
2001-2024.
Landnotkun á austursvæðum
Vatnsmýrar.
Borgarstjórn Reykjavíkur auglýsir skv. 2.
mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum,
tillögu að breytingu á svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Gerð er
tillaga um að svæði sunnan Loftleiðahótels,
sem á núverandi uppdrætti er merkt sem
byggðareitur „fyrir blandaða byggð eftir
2024”, verði merktur sem byggðareitur „fyrir
blandaða byggð til 2024”, sbr. skilgreiningar
svæðisskipulagsins. Borgaryfirvöld bæta það
tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir
við breytinguna.
Tillagan hefur verið send sveitstjórnum á
höfuðborgarsvæðinu til kynningar. Tillagan
verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu
til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna
geta snúið sér til skrifstofu skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni
3.
Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs
Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
32 og 65-73 (19-19) Smáar 2 23.5.2006 16:03 Page 9