Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 82
 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR30 ���������� ��������������������������� �������������������������� ���������������������� ���������������� ���������� ���������������������������������� ������������������������������ Hversdagshetjan Ástríður Jóna Kjart- ansdóttir gerir nú víðreist um landið en harmskoplegi einleikurinn um höfuð- borgarmeyna Ástu ferðast nú milli sýslna við frábærar undirtektir. Leik- ritið Alveg brilljant skilnaður sló fyrst í gegn í Borgarleikhúsinu og var sýnt þar 105 sinnum fyrir fullu húsi og hafa nú ríflega 20.000 áhorfendur víða um land séð þessa broslegu mannlífsstúdíu. Leikkonan Edda Björgvinsdóttir þykir fara á kostum í hlutverki fórnar- lambsins og lífsspekingsins Ástríðar sem verður fyrir þeirri lukku/ólukku að ástkær eiginmaður hennar til 30 ára fer frá henni vegna yngri konu en Ásta þessi veitir áhorfendum einlægan og opinskáan aðgang að sínum innstu hug- arfylgsnum. Þroskasaga Ástu spannar þrjú ár og á þeim tíma sveiflast hún milli sorgar og reiði, hefnigirni og harmagráts, gerir misheppnaðar til- raunir til þess að gleyma þrautum sínum og halda áfram að leita að hamingjunni. Verkið skrifaði leikskáldið Gerald- ine Aron árið 2001 og tileinkar það af kærleika og samúð öllum þeim sem orðið hafa einhleypir fyrirvaralaust. Um þýðingu og staðfærslu sá Gísli Rúnar Jónsson en leikstjóri sýningar- innar er Þórhildur Þorleifsdóttir. Næsti áfangastaður sýningarinnar er vestur á fjörðum en verkið verður fært upp í félagsheimilinu í Hnífsdal annað kvöld og fleiri sýningar eru fyrir- hugaðar þar um helgina. Í júnímánuði ferðast sýningin síðan meðal annars til Vopnafjarðar, Húsavíkur, Siglufjarðar og Patreksfjarðar. -khh ÁSTRÍÐUR MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Edda Björgvinsdótt- ir slær í gegn á landsvísu í Alveg brilljant skilnaði. Fádæma vinsældir á landsvísu Listakonan Sandra María Sigurðar- dóttir sýnir málverk á kaffihúsinu Energiu í Smáralind. Sýninguna kallar hún „Moments“ og rekur hugmyndina að baki verkunum til upplifana listamannsins sem málar aldrei tvær manneskju með sama hætti eða sömu tilfinningu. Verkin á sýningunni eru af margskonar fólki, bæði raunverulegu og hreinræktuð- um hugsjónum út frá tilfinningum listakonunnar og annarra. Sýningin stendur til 30. júní. -khh Augnablik í myndum Tónlistarþátturinn Hlaupanótan heldur tónleika í sal Listaháskólans við Sölvhóls- götu 13 í kvöld og koma þar saman flytj- endur úr ýmsum tónlistargreinum sem eiga það sameiginlegt að hafa allir verið gestir þáttarins á nýliðnum vetri. Meðal þátttakenda verða Stefán Jón Bernharðs- son hornleikari, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Rúnar Ósk- arsson klarinettu- leikari, Hilmar Jensson gítarleikari og ólíkindatólin í djasstríóinu Flís. Munu þessir góðu gestir leggjast á eitt og búa til spennandi bræðingstónleika. Dagskráin hefst kl. 21 og stendur fram eftir kvöldi en útvarpað verður frá við- burðinum á Rás 1. - khh Hlaupanótan iðar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 21 22 23 24 25 26 27 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Hlaupanótan heldur vor- hátíð í sal Listaháskóla Íslands á Sölvhólsgötu 13. Fram koma Rúnar Óskarsson, Tinna Þorsteinsdóttir, Hilmar Jensson, Stefán Jón Bernharðsson og tríóið Flís.  Ska-deildin heldur hljómleika á Grand Rokk. Hljómsveitin Hölt hóra hitar upp. ■ ■ SKEMMTANIR  00.00 Dúettinn Sessý og Sjonni halda uppi stuði og hressleika á Ara í Ögri frá miðnætti og langt fram eftir nóttu.  22.00 Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur fyrir dansi í Vélsmiðjunni á Akureyri ásamt Helgu Möller. Frítt inn til miðnættis.  Hlynur Ben spilar í síðasta skipti á Glaumbar. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Anna Kristjánsdóttir og María Jónsdóttir flytja erindi á vegum Kynfræðifélags Íslands undir yfirskriftinni Tilvist, ást og kynlíf í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut. Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir velkomnir. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Síðastu sýningardagar á útskriftar- sýningu Listaháskóla Íslands. Verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild eru til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. DJASSTRÍÓIÐ FLÍS Leikur af fingrum fram í góðum félagsskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.