Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 90
38 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is �������������� ���������� Orra Frey Hjaltalín, leikmanni Grinda- víkur í knattspyrnu, er greinilega margt til lista lagt en eftir að hafa meiðst illa í fyrra fór hann að stunda golf af miklu kappi. Hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í Grindavík síðastliðinn laugardag. „Þetta var nú bara algjör heppni hjá mér, það voru einhver tíu vindstig og brjálaður hliðarvindur. Ég negldi hann því vel með níu járninu upp í vindinn sem togaði hann inn og ofan í holuna. Ég ætlaði ekki að trúa þessu, sá sem var að spila með mér fagnaði eiginlega meira en ég. Ég stóð orðlaus þegar ég sá að hann hafði farið ofan í,“ sagði Orri en draumahögginu náði hann á 13. holu á Húsatóftarvelli, en hún er 138 metrar á lengd. „Ég byrjaði að spila af ein- hverju viti síðasta sumar og spila þegar tími og tækifærin gefast. Þau eru frekar fá núna út af fótboltanum en ég reyni að fara aðeins með strákunum í liðinu. Ég hef eiginlega lækkað alltof hratt í forgjöfinni, hún er komin niður í 16,6,“ sagði Orri. Í marsmánuði á síðasta ári sleit Orri Freyr krossband í hnénu á sér en er nú allur að koma til. Hann spilaði með U-23 ára liði Grindavíkur í fyrradag og vonast til að komast í leikmannahópinn í nágrannaslagnum gegn Keflavík í kvöld. „Það er komið rúmlega ár og ég finn fyrir gríðarlegri tilhlökkun að spila aftur. Ég er búinn að fá mig fullsaddan á því að vera bara uppi í stúku og horfa á. Ég er kominn í ágætis form og vonandi fer ég að banka á dyrnar hvað liðið varð- ar, þetta er allt að koma,“ segir Orri Freyr Hjaltalín. KNATTSPYRNUKAPPINN ORRI FREYR HJALTALÍN: FÓR HOLU Í HÖGGI Á GRINDAVÍKURVELLI Þetta var algjör heppni hjá mér > Við hrósum... ... KR-sporti sem er farið í samstarf við Sólheima en samstarfið hefst með formlegum hætti á næsta heimaleik KR. Knattspyrnulið Sólheima mun mæta á staðinn fyrir leik og taka á móti gjöfum frá Jóa útherja sem eru búningar, gallar, skór, töskur og fleira sem þarf til knatt- spyrnuiðkunar. Aðalstyrktaraðilar KR – Shell og Landsbankinn – munu síðan afhenda peningagjöf að upphæð 500 þúsund kr. sem rennur í íþróttastarfið á Sólheimum. Frábært framtak þetta hjá KR- ingum. HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur skrifað undir samning við spænska liðið Ademar Leon. Samningaviðræð- urnar tóku stuttan tíma, spænska félagið sendi honum tilboð, Sigfús sendi gagntilboð sem var samþykkt og er framtíð kappans því loksins ráðin. Sig- fús ákvað að fara frá Magde- burg sem hann gekk til liðs við árið 2002. „Ég var með tilboð frá Malaga og Nordhorn. Mér leist ágæt- lega á bæði félögin en um leið og af áhuga Ademar Leon heyrð- ist var það samstundis fyrsti kostur. Þetta er sögufrægt lið sem er að berjast um sæti í Meistaradeildinni. Þeir hafa sterkan leikmannahóp og ætla að bæta verulega við sig í sumar til að vera með í toppbaráttunni á næsta ári,“ sagði Sigfús við Fréttablaðið í gær en liðið er að tryggja sér hina feykisterku Matteo Garalda frá Portland San Antonio og Claus Jakobsen frá Ciudad Real auk fleiri leik- manna. Sigfús var þegar byrjaður að pakka þegar Fréttablaðið náði í hann í gær en Sigfús hafði neitað tilboði frá danska félaginu Tvis/ Holstebro. Í það minnsta tólf lið, sex frá Spáni og sex frá Þýska- landi höfðu sýnt línumanninum sterkan áhuga. „Mér er létt að þessu sé loks- ins lokið og ég fer sáttur frá lið- inu mínu. Ég hefði viljað vera hérna áfram en það er erfitt þegar yfirmaðurinn vill bola Íslendingunum í burtu. En ég hlakka til að komast til Spánar og takast á við nýja áskorun,“ sagði Sigfús en tímabilið þar er styttra en í Þýskalandi auk þess sem leikmenn fá kærkomið jólafrí. „Það er alveg frábært og kemur eflaust til með að lengja ferilinn minn. Ég sé alveg fram á að spila í fjögur til sex ár til við- bótar,“ sagði Sigfús Sigurðsson, kampakátur með samning sinn við Ademar Leon og bætti við að hann hyggðist læra spænsku í sumar. - hþh Framtíð Sigfúsar Sigurðssonar er loksins ljós eftir margra vikna vangaveltur: Skrifar undir hjá Ademar Leon ÖFLUGUR Sigfús heldur nú í víking til Spánar og verður gaman að sjá hvernig honum vegnar þar á bæ. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Bjarki fékk einn leik Bjarki Freyr Guðmundsson, markvörð- ur ÍA, sleppur með eins leiks bann fyrir brot sitt gegn KR um helgina en aganefnd KSÍ fundaði í gær. Grétar Hjartarson úr KR og Mounir Ahandour í Grindavík fengu einnig eins leiks bann. Þá var Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, dæmdur í eins leiks bann og sömuleiðis liðstjóri liðsins. FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu í kvöld. Á KR-vellinum koma Fylkismenn í heimsókn og etja kappi við KR en í Grindavík mæta Keflvíkingar til leiks í nágrannaslag af bestu gerð. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20. Mounir Ahandour verður í leik- banni hjá Grindavík eftir rauða spjaldið umdeilda sem hann fékk gegn Fylki í 2. umferðinni en lík- legt er að Orri Freyr Hjaltalín verði á bekknum eftir langa fjar- veru vegna meiðsla. Þórarinn Brynjar Kristjánsson og Kenneth Gustavsson eru meiddir hjá Kefl- víkingum en bæði lið hafa þrjú stig eftir tvo leiki. Klukkan 19.15 verður flautað til leiks KR og Fylkis þar sem Björgólfur Takefusa mun mæta sínum gömlu félögum úr Árbæn- um. Fylkir hefur unnið báða leiki sína í deildinni til þessa, gegn Vík- ingi og Grindavík en KR hefur þrjú stig eftir tap gegn FH en sigur gegn ÍA. - hþh Landsbankadeildin í kvöld: Grannaslagur í Grindavík Í BARÁTTUNNI Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, og Jóhann Þórhallsson, leikmaður Grindavíkur, eigast við í 2. umferð deildar- innar. Báðir verða í eldlínunni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Spænska blaðið Marca reið á vaðið í gærmorgun og greindi frá því að Eiður Smári væri á meðal þeirra leikmanna sem Frank Rijkaard, þjálfari Evr- ópumeistara Barcelona, hefði undir smásjánni. Blaðið fullyrti að Barca myndi bjóða í Eið Smára yrði ekkert úr því að Diego Forlan kæmi frá Villarreal. Barca er að leita að manni í stað Svíans Henriks Larsson og þar sem leik- stíll Larssons og Eiðs Smára er ekki ólíkur þarf vart að koma á óvart að félagið sé að skoða Eið. Sky-fréttastofan bætti svo um betur síðar um daginn er það greindi frá áhuga sex liða á Eiði Smára. Það eru ensku liðin Man. Utd, Blackburn og Newcastle og spænsku liðin Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid. Engin smá lið og þessi listi segir meira en mörg orð um hversu stórt nafn Eiður Smári er í Evrópuboltanum. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs, sagði við Sky að það væri vissulega áhugi á Eiði frá bæði Englandi og Spáni og hugsanlega yrði eitthvað að frétta á næstu dögum. Greinilegt er þó á öllu að Eiður er farinn að líta alvar- lega í kringum sig og skal svo sem engan undra þar sem hann er búinn að vera í kuldanum hjá Mourinho, stjóra Chelsea, ansi lengi. Eggert Skúlason, upplýsinga- fulltrúi Eiðs Smára, staðfesti við Fréttablaðið í gær að til stæði að loka málinu áður en HM hæfist 9. júní. Hann sagði það flækja málið nokkuð fyrir Eiði að Chelsea sé ekki búið að setja verðmiða á hann. Það að fá verðmiða yrði stórt skref og þá gætu hlutirnir farið að rúlla almennilega. henry@frettabladid.is Barcelona og Real Madrid sýna Eiði Smára áhuga Sky-fréttastofan fullyrti í gær að spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid væru á meðal þeirra liða sem hefðu áhuga á Eiði Smára Guðjohnsen. Líkurnar á því að Eiður yfirgefi Chelsea aukast með hverjum degi. VANTAR VERÐMIÐANN Chelsea hefur enn ekki sett verðmiða á Eið Smára Guðjohnsen og því er erfitt fyrir félög að staðfesta áhuga sinn á íslenska landsliðsfyrirliðanum. Hér sést hann í skallaeinvígi við Carlos Puyol hjá Barcelona en svo gæti farið að þeir yrðu samherjar á næsta tímabili. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.